Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 9
lega gert þetta tvisvar í
hvora átt. — Þetta ætti aS
vera nokkur aðstoð þeim,
sem berjast við linan
„maga!“
HERB ALPERT FIMMTUGUR?
Kæri Póstur,
Mig langar til að biðja
þig að útkljá mikið rifrildi
sem ég hefi staðið í við
kunningja mína. Þannig er
mál með vexti, að ég er
mikill aðdáandi Herb Al-
pert's, þess er stjórnar The
Tijuana Brass, og þetta
rifrildi er um hve gamall
hann er. É'g held því fram
að hann sé um fimmtugt,
en vinir mínir segja að
hann sé ekki meira en 35
ára. Þakka fyrirfram fyrir
svarið. Gosi.
Mér finnst þetta hund-
leiðinlcgt, Gosi minn, en
bæSi þú og vinir þínir, haf-
ið rangt fyrir ykkur, Herb
Alpert er nefnilega aðeins
29 ára, fæddur i Suður-
Kaliforníu í Bandaríkjun-
um, í október 1939.
SJÚKRANUDD
Kæri Póstur.
Ég ætla að biðja þig að
vera svo vingjarnlegan að
svara þessum spurningum:
Hvaða menntun þarf að
hafa til þess að læra
sjúkranudd?
Hvað þarf maður að vera
gamall?
Hvað er það langt nám?
Hvar er hægt að læra
það?
Virðingarfyllst,
Ein sem langar
að læra sjúkranudd.
f flestum tilfellum þarf
viSkomandi að hafa stúd-
entspróf, nema helzt í Sví-
þjóð, þar sem munu vera
all-ströng inntökuskilyrði.
Sjúkranudd er ekki hægt
að læra á íslandi, cn flestir
íslendingar sem hafa num-
ið það, hafa farið til norð-
urlandanna, þar sem þetta
nám tekur 3 ár minnst.
Aldurstakmark er ýmist 18
eða 20 ár.
......
LJÓTT NEF OG BOB DYLAN
Kæri Póstur.
Ég verð að biðja þig að
leysa stórt vandamál fyrir
mig. Ég er nefnilega með
svo hræðilegt nef, að ég
ætla að láta laga það, ef
hægt er. Og nú spyr ég
þig: Veizt þú um nokkra
lækna sem taka að sér að
laga svona lagað. Ef svo er,
viltu þá birta nöfn á nokkr-
um.
Greinin sem þið voruð
með um Geir Hallsteinsson
var fín, ég vildi að það
kæmu fleiri slíkar. Og gæt-
uð þið ekki birta grein og
myndir (forsíðumynd) af
Bob Dylan. Af hverju sjást
aldrei myndir af konunni
hans og börnum, eða er
hann kannske ógiftur?
Mér finnst Vikan lang
skemmtilegasta blaðið sem
gefið er út hérlendis. Sér-
staklega finnst mér gaman
að Angelique. Mikið væruð
þið nú sætir í ykkur, ef þið
birtuð forsíðumynd af
Barry Gibb, í Bee Gees.
Fyrirgefðu hvað þetta er
illa skrifað.
Vertu sæll Póstur minn,
Kolla.
Því miður held ég ekki
að til séu sérstakir nef-
skurðlæknar, en þó veit ég,
að til eru læknar hér,
sem ofurlítið hafa fengizt
við að lappa upp á andlitið
á fólki, og snurfusa á því
ýmsa vankanta. Bezt væri
fyrir þig, að leita þér upp-
lýsinga um þetta í Domus
Medica, eða þá læknastof-
unum á Klapparstígnum.
Bob Dylan er giftur, en
hann er mikið á móti því
að einkalíf hans sé dregið
fram í sviðsljósið, og mun
það ástæðan fyrir því að
fáir hafa séð myndir af
konu hans og syni, en þar
sem Pósturinn er sjálfur
mikill aðdáandi Dylans, þá
skal hann reyna að koma
þessu í kring. Og jafnvel
þessu með myndina af
Barry Gibb.
Pósturinn fyrirgefur
hvað þetta var illa skrifað
lijá þér.
V
Af gefnu tilefni skal
það tekið fram, að
bréf send Póstinum
skoðast sendibréf en
ekki handrit og fá
meðferð samkvæmt
því. Pósturinn áskil-
ur sér einnig rétt til
þess að lagfæra bréf
og færa til betri veg-
ar mál og stíl, þar
sem þess er augljós
þörf. Nöfn bréfritara
eru aldrei birt ef ósk
um nafnleynd fylgir
bréfunum.
A EVUKLÆÐUM EINUM
IUDEN EN TRÆVL)
Hin margumrædda og æsidjarfa metsölubólí á Norð-
urlöndum, eftir norska rithöfundinn Jens Björneboe.
er nú fáanleg í jslenzkri þýðingu. Bókin, sem er
bönnuð í heimalandi höfundar, lýsir flestum stigum
kynlýfsreynslu ungrar stúlku í mörgum stórborgum
meginlandsins á frjálslegri, opinskárri og teprulaus-
ari hátt en tíðkast, og hefur nú þegar verið kvik-
mynduð.
Bókin verður aðeins seld til áskrifenda, á meðan hið
takmarkaða upplag endist, og geta þeir sem óska að
eignast hana. gerzt áskrifendur með þvi að útfylla
greinilega meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann
ásamt áskriftargjaldinu i ábyrgðarbréfi í Giro-reikn-
ing númer 65 við Útvegsbanka Islands i Reykjavík og
öllum útibúum hans.
Ef bókin hefur ekki borizt yður innan þriggja vikna frá
pöntun, þá látiö vinsámlegast Giro-þjónustu Útvegs-
bankans strax vita.
ÚTGEFANDI
l---------------------------------------------------------
Giró-reikmngur númer 65 í Útvegsbanka (slands:
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að bókinni
■ — -- U - u w uurviiuii
A EVUKLÆÐUM EINUM, og sendi hér meö greidsl-
una kr. 400.00. Bókin sendist mér burðargjaldsfrítt.
I Nafn ..................................................
■ Heimili....................
s__________________________________________________
/■ N
GREHSÁSVEGI22-24
SlR: 30280-3226?
Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum.
Posfulíns-veggflísar — stærSir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm.
Ameriskar gólfflisar — Good Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflisar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur.
Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvikur.
Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi.
Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti — inni.
Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóSur — br. 55 cm.
VeggfóSur — br. 50 cm.
v______________________________________________________________________ y
26. tbi. VIKAN 9