Vikan - 26.06.1969, Síða 14
STENTOFON
STENTOFON
kallkerfin fyrir skrifstofur og verksmiðjur.
¥
Látið STENTOFON
kallkerfið létta yður störfin.
*
Með STENTOFON
kallkerfinu getur einn talað við alla og
allir við einn.
*
Sparið tíma - Sparið sporin - Sparið
peninga.
*
STENTOFON gerir allt þetta fyrir yður.
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá
STENTAFON umboðinu.
Georg Ámundason Sco.
Slmi 81180 — BOx 698 — Reykjavík.
'-----------------------------------/
---------------------------------
Þér sporið mel éskrift
UIKAN
Skiptioltl 33 - síml 35320
v________________________________J
14 VIKAN 26- m-
MEÐ SVARTA
TÖSKU
Kæra Vika.
Um daginn dreymdi mig
draum, sem var þannig:
Vinur minn, sem ég
þekki vel og skrifast á við,
kom til íslands. Hann svaf
í minu herþergi. Hurðin
var ekki alveg lokuð. Um
morguninn kemur hann
fram fullklæddur með
stóra svarta tösku framan
á sér. Þá vorum við vin-
kona mín staddar fyrir
framan dyrnar, við brost-
um en sögðum ekki neitt,
hann brosti varla en sagði
heldur ekkert. Hann gekk
inn í stofu og við á eftir,
en þar virtist allt í óreiðu,
Þvínæst vorum við stadd-
ar í eldhúsinu og vorum að
lega mat. Þegar ég kem aft-
ur inn í stofu, liggur hann
á gólfinu, en ég sé bara í
fæturna á honum því að
hurðin var fyrir, og þar
með endar draumurinn.
Mig langar mög mikið að
fá þennan draum ráðinn.
Með fyrirfram þakklæti.
Katrín.
það var tjorn fyrir neðan
þessar svalir og nokkrir
svanir á henni. Allt í einu
fljúga þeir allir upp nema
einn, en þegar þeir koma
upp fyrir húsið, þá er eins
og eitthvað hafi valdið
þeim dauða þar uppi og
þeir svífa einn af öðrum
niður og mjög hægt ofan í
eina gröf, og sá ég hálsinn
á einum þeirra standa upp
úr Þessi eini svanur, sem
var eftir, ætlar þá að fljúga
af stað en þá segi ég við
hann: ekki fara upp, þá
deyrðu eins og hinir, en
hann flýgur upp í fangið á
mér og hvílir þar. Ég segi
við hann að hann skuli
verða eftir og efla nýja
svanaætt, en þá birtist
móðir mín allt í einu og
ætlar að snúa svaninn úr
hálsliðnum, vegna þess að
hún hélt að hann væri
særður. Ég segi: „Nei,
mamma, ekki gera þetta,“
og brakið í hálsi fuglsins
heyri ég alltaf þegar hún
snýr upp á . Ég er byrjuð
að gráta þegar hún hættir,
og ég sný hálsinn tilbaka,
en í því spýtist legvatn á
mig frá svaninum og ég
verð öll blaut, en mér er
alveg sama, og á eftir
skoppa egg, mörg egg út
úr svaninum, en hann var
ekki dáinn og mér fannst
hann vera að biðja mig að
liggja á eggjunum, sem ég
og gerði, en þá vaknaði ég.
Gætir þú reynt að ráða
þennan draum sem fyrst?
Svartur litur boðar
sjaldnast neitt gott í
draumi, á hverju sem hann
er. Varla verður annað séð
á draumnum en að þessi
vinur þinn að utan sé ekki
allur þar sem hann er séð-
ur, og væri heppilegast fyr-
ir þig að slíta við hann öllu
sambandi, eða að minnsta
kosti vera vel á verði gagn-
vart honum.
HANN FLAUG I
FANGIÐ Á MÉR
Komdu sæl, Vika, mig
langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig draum, sem
mér finnst afar einkenni-
legur.
É’g sat ein úti á svölum,
Með þökk fyrir.
Draumadís.
i
Þessi draumur virðist í
meginatriðum góðs viti. Þú
mátt að vísu eiga von á
einhverjum erfiðleikum á
næstunni, og gæta ættirðu
þess að vera ekki alltof
hreykin og ánægð með
sjálfa þig. En úr öllu þessu
ætti að rætast von bráðar;
þú mátt eiga von á þægi-
legu lífi, góðum efnahag og
svo framvegis, en líklega
ekki mjög mikilli tilbreyt-
ingu. Einliverjar hættur
geta að vísu steðjað að, en
svo er að sjá að þeim verði
vísað á bug án mikilla
vandræða. Ekki er ólíklegt
að þú eignist mörg börn og
verðir hcppin með þau.