Vikan


Vikan - 26.06.1969, Side 20

Vikan - 26.06.1969, Side 20
Það var í desemberbyrjun ‘68. Við Gunnel, unnusta mín vor- um í sumarleyfisferð í Egypta- landi. Við höfðum komið þang- að loftleiðis og hugðumst doka við í nokkrar vikur. Því miður var efnahagur okk- ar bágur, og ákváðum við að reyna að bæta uppá það með því að fá okkur einhverja at- vinnu í smátíma. Helzt höfðum við í hyggju að komast að við afgreiðslu á bar. Við vorum í Kaíró. Við töld- um líka að mögulegt væri að fá einhversstaðar vinnu í svo stórri borg. Við gengum á milli bar- anna og spurðumst fyrir. Ég fékk allsstaðar þvert nei, en Gunnel sýndu þeir meiri áhuga. Það er nú kannski skilj- anlegt. Þegar fyrsta daginn fékk hún vinnu á litlum bar, sem virt- ist heldur þrifalegur. Lokunar- tími var klukkan ellefu á kvöld- in, og enginn næturklúbþur fylgdi. Við ákváðum að ég næði í Gunnel á kvöldin þegar hún hætti. Á daginn hélt ég áfram atvinnuleit fyrir sjálfan mig, en árangurslaust. Að öðru leyti gekk allt bæri- lega í tvo daga. Á hverju kvöldi kom ég á barinn og náði í hana. En þriðja kvöldið brá mér í brún, þegar ég að vanda stikaði inn á barinn um ellefuleytið. Af Gunnel sást ekki tangur eða tet- ur. — Nújá, hugsaði ég. — É’g bíð þá smástund. Ég settist við þar- borðið og pantaði bjór. Barinn var tómur, burtséð frá tveimur Aröbum, sem sátu útí horni og þjóninum, sem var á sínum stað á þakvið barborðið. Hann kom undireins til mín, af- greiddi bjórinn og fékk mér um- slag orðalaust. Utanáskriftin var til mín. É'g reif upp umslagið og kippti úr því bréfinu. Það var frá Gunnel! Og skrifað á ensku! Eg skildi ekki hversvegna. f bréfinu sagðist hún hafa stungið af ásamt öðrum pilti, og bað mig að fara aftur til Svíþjóð- ar. ,Leitaðu ekki að mér. Ég sé um mig sjálf,“ skrifaði hún. Ég sat sem lamaður á barstóln- um. — Hvern þremilinn á hún við? hugsaði ég. — Þetta getur ekki átt sér stað! Okkur Gunnel þótti mjög vænt hvoru um annað, og hún var ekki af þeirri tegundinni sem stingur mann af formálalaust. Ég þekkti rithönd hennar — en hversvegna hafði hún skrifað á ensku? Ég kallaði á þjóninn og spurði hann. En hann yppti öxlum og vísaði á barstjórann. Þegar ég spurði barstjórann út úr um Gunnel, sagði hann með handapati: I‘ve no idea! Hún strauk fyrir mö(rgum klukkustundum. Ég borgaði henni fyrir þessa tvo daga, sem hún hefur unnið hér. Arabinn yggldi sig og hélt áfram: - Hún fékk ekkert fyrir dag- inn í dag. Það veit þó Allah að það nær engri átt að hlaupa svona úr starfinu á miðjum degi! — Vitið þér ekki hvert hún hefur farið? spurði ég. Hef ekki hugmynd um það! næstum æpti Arabinn. Hann var nú orðinn gramur og hélt áfram gjallandi raust: — Hvernig á ég að geta fylgzt með öllum heimsins aulum og hvað þeir taka sér fyrir hendur? Burt með yður! Eg hef engan áhuga.... Á honum var greinilega ekkert að græða, svo að ég borgaði bjór- inn og fór. Ég var fullur örvæntingar. Hvað gat ég gert? Það var eitt- hvað óhreint við þetta. Það var ég sannfærður um. Meðal annars var stórfurðulegt að Gunnel skyldi hafa skrifað mér á ensku. Hversvegna hafði hún ekki skrif- að á sænsku? Allt í einu skyldi ég, hvernig í því máli lá. Hún hafði verið neydd til að skrifa! Og Arabarn- ir kunnu auðvitað ekki sænsku. Þeir höfðu sagt henni að skrifa á ensku til að geta lesið bréfið. Þessi hugdetta kom yfir mig sem elding. Hvað hafði komið fyrir Gunnel? Ég leitaði skýring- ar í örvæntingu. Alla nóttina reikaði ég um göturnar. Hafði henni verið rænt og hún seld mansali? Þesskonar á sér enn stað á þessum slóðum, það vissi , ég. Rétt fyrir sólarupprás komst ég loks að skynsamlegri niður- stöðu, að ég hélt. Ég ákvað að ' fara til lögreglunnar og biðja hana um aðstoð. Lögreglan kunni kannski glögg skil á barnum, þar sem Gunnel hafði horfið. Eftir stundarfjórðungs bið á stöðinni var mér hleypt inn til lögreglufulltrúa, sem talaði ensku. Hann leit fremur greind- arlega út, svo að ég fékk nokk- urt traust á honum. Ég sagði honum allt af létta og hann hlustaði rólegur og án þess að taka fram í. Þegar máli mínu var lokið, sat fulltrúinn hugsi um stund. Síðan sagði hann að því miður gæti 20 VIKAN 26- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.