Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 24
Stórar brauðsneiðar, matarmikið
ofanálag, mjólk, kaffi, te eða gos-
drykkir. Þá er kominn kvöldmatur-
inn eða góð lausn til þess að seðia
þá, sem svangir koma heim frá úti-
vist við leik eða vinnu.
Til þess að spara fyrirhöfn er
ágætt að skera formbrauð eftir
lengdinni, eins og fyrir brauðtertu,
smyrja hverja sneið fyrir sig með
ýmiskonar áleggi, raða sneiðunum
á flatt fat eða bera þær fram á
brauðskurðarbrettinu og beittan
hníf með, þá getur hver og einn
skorið bita af við sitt hæfi. T.d. má
raða saman eftirfarandi. Smyrjið
brauðjð með majones eða hrærðu
smjöri. Raðið agúrkusneiðum eftir
endilöngu öðru megin, en rækjum
hinum megin, sprautið með majones
í miðju eftir endilöngu eða stráið
karsa eða dill í miðjuna.
Og þegar karsi er nefndur. Það
er ótrúlegt, ef maður hefur ekki
reynt það sjálfur, hvað lítið þarf til
þess að karsafræ spíi og plantan
verði nógu stór, til þess að klippa
af henni nægilegt til þess að gefa
m
bæði hressandi bragð og vítamín
með mat, að ekki sé talað um
skrautlegan, grænan brúskinn. Or-
lítil sandblandin mold á skál, jafn-
vel bómull og auðvitað raki og
birta, er allt sem með þarf.
2. Nú, næsta samröðun ofan á
brauð gæti verið kryddsíldarflak
skorið í bita og raðað annarsvegar
og niðursoðnar rauðrófur, skornar í
bita á hinn kantinn, skreytið með
hálfum appelsínusneiðum.
Brauðsneið er smurð með smur-
osti, leggið sjólaxsneiðar ofaná við
aðra hliðina, en ansjósum raðað við
hina, saxaðar asíur fylla upp í miðj-
una.
3. Raðið saman sardínum, harð-
soðnum eggjum, agúrkum og rauð-
rófum, skreytið með fáeinum lauk-
hringum og sítrónusneiðum. Gott er
að smyrja undir með smjöri, sem
hrært hefur verið með ögn af rifn-
um sítrónuberki, 1 tesk. sítrónusafa,
Vi matsk. finskorinni persilju og
ögn af salti.
4. Smyrjið með smjöri, salatblöð
lögð ofaná, ögn af majones smurt
eða sprautað ofaná og þvínæst rað-
að á víxl bitum eða sneiðum af
tómat, harðsoðnu eggi og agúrku.
5. Hrærið smjör með sinnepi eftir
smekk, bætið í nokkrum dropum af
worcestershiresósu og ögn af salti.
Smyrjið brauðið með þessu og not-
ið ofaná sneiðar af kaldri steik,
hænsnakjöti eða skinku. Raðið bit-
um af toppaaspargus með og skreyt-
ið með agúrku og eggjasneiðum.
6. Smyrjið með smjöri, stráið ögn
af muldum hnetum yfir, leggið of-
Framhald á bls. 39