Vikan


Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 26

Vikan - 26.06.1969, Qupperneq 26
á er komið að slætti einu sinni enn og ekki var það amalegt vorið hér sunnanlands. Enda veitti ekki af, því jörð var af- ar illa undan vetri gengin og þess dæmi í nánasta nágrenni Reykjavíkur, að þar voru kalskellur í túnum, þar sem aldrei hafði áður skemmst jörð yfir vetur. Og víst var um það, um mánaðamótin maí—jún' var enn mikill klaki í jörð vfða á suður og suðvesturlandi, þrátt fyrir einmuna vor. Fyrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að fara yfir annála íslands- byggðar og safna úr þeim heimiid- um um ísaár og fellisvetur hér á þessu útskeri okkar. Þetta var mikil lesning og stríð, og las ég hana þó hvergi nærri eins ítarlega og þyrfti til doktorsritgerðar til dæmis. Út- koman varð þó all vöxtuglegur greinaflokkur í VIKUNNI, og mér hefur verið þetta verkefni hugstætt síðan. Eitt var það, sem ég rak mig mjög fljótt á þar. Það var hversu lítið virtist um vond ár fyrrihluta alda, nema einstöku aftakavetur, svo sem eins og árið 1918, ef vitna skal í okkar öld. En um leið og kom fram á sjötta áratug aldanna, breytti illi- lega til hins verra og vondir vetur og harðæri komu hvað ofan í annað. Ég er nú svo gamall sem á grön- um má sjá, eins og karlinn sagði, en þótt árin séu kannski ekki svo ýkja mörg, má telja það til uppbót- ar á þeim, að ég er sveitamaður í húð og hár og hef þess vegna kannski tekið meira eftir veðri en borgarbúum er títt, he* ég þó aldrei lifað önnur eins frost eins og i vetur leið. Fyrir tveimur eða þremur árum kom ég út að morgni í Reykjavík í 16 stiga frost. Mér er það minnis- stætt, vegna þess að ég hef aldrei í meiri gadd komið, og ekki laust við, að um mann færi einhver heim- skautatilfinning. Mér var hugsað til þeirra fyrir norðan, til dæmis á Grímstöðum, þar sem veðurfrétf- irnar segja gjarnan frá 20—30 stiga frosti upp á dag hvern langan tíma á veturna. En þegar í vetur leið var þessu persónulega frostreynslumeti mínu hnekkt. Morgun eftir morgun sýndi mælirinn við gluggann minn 19—21 stigs frost. En aldrei sá sniókorn. að heitið gæti. Jörðin var hnúskótf og hörð, köld og dauð, og þegar blíðu og þíðukaflar komu á milli frost- harkanna óðst allt út í skít og aur. allt skriplaði undan fæti hvar sem stigið var. Páll Bergþórsson kom reglulega í sjónvarpið í hverjum mánuði og sagði okkur hvernig mál- in stæðu með hafísinn en ungling- arnir, uppaldir í hveravatnshituðum húsum og skósíðum peysum úr ála- fosslopa sögðu ó nó og gripu fyrir augun. En í mínum augum var vand- ur hafíssins jafn spennandi og ferð kúlunnar í rúllettunni, þegar ég hef sett minn síðasta spilapening á 37. Ef til vill má segja, að 37 hafi komið upp fyrir mig að þessu sinni, því hafísinn kom aldrei hingað suð- ur fyrir og svo kom þetta einmuna vor og maísólin heit og björt, og sá gróður sem í fyrra var kominn á lóðina hélt allur lífi nema jarða- berjaplönturnar og einn hlynur, sem ég keypti í fyrra hálf vesældarleg- an í Gróðurhúsinu við Sigtún fyrir 65 krónur, ef ég man rétt. En bænd- urnir í kring segja mér, að ótrúlega mikið sé kalið innan um í túnunum hjá þeim, þótt yfir að líta virðist þau græn, og bústjóri sem starfað hefur í áratugi á stóru búi skammt utan við borgina benti mér í morq- un á fallegt gamalgróið tún hjá honum, sem aldrei fyrr hefur kom'ð kalblettur í, nú er það af veginum að sjá með hvítum og gulum skell- um. Vonandi fáum við næstu árin mikla og góða snjóa snemma vetr- ar til að vernda gróðurinn, hann er okkur þegar öllu er á botninn hvolft ótrúlega mikils virði. Þeir fyrir norðan hnussa fyrirlit- lega, þegar við tölum um harðan vetur, telja okkur ekki vita hvað slíkt er. Sumir segja aftur á móti, að þ.eir séu fyrir norðan takmörk hins bvggilega heims, og marka það af því, hvað þeir eiga er'ilt með að koma kartöflum það snemma í jörð, að þeir fái æta uppskeru, áður en vetur gengur í garð á ný. Samt kemur jörðin oftast nær betur undan vetri hjá þeim en okkur hér sunnan við takmörkin, vegna þess, hve vel snjórinn hlífir þarna fvrir norðan. Það munar tölu- vert miklu að fá tún og haga þíð og qræn undan sköflunum, þegar snióa leysir. Annars hef ég aldrei skilið þennan ríg um landshluta, ef ég hefði bærilega vinnu fyrir norð- an vildi éq allt eins vera þar eins og hérna í Stór-Reykiavíkinni, þrátt fyrir bíóin, barina oq leikhúsin. Hins vegar þykir mér ósköp rökrétt, að fyrst sé ráðizt í meiri háttar stórvirki þar sem fólkið er flest, við getum hvort sem er ekki ginið yfir öllu í einu og þá er líklega hentast að af- greiða fyrst stóra hópinn en síðan þann litla eins fljótt og kostur er á. En sem sagt, af annálalestri mín- um á Landsbókasafninu forðum dreg ég þá ályktun, að nú sé okkur að verða tímabært að búa okkur undir harða vetur og langa. Við höfum til þess ólíkt betrí aðstöðu nú en nokkru sinni fyrr. Sem betur fer hafa sjaldan allir hlutar landsins farið illa út úr árferðinu í einu, og nú er loks- ins komin aðstaða til þess sósíal- isma (eða kapítalisma ef það er túlkað á þann veg) að aflögufæri hlutinn leggi hinum lið, þótt yfir endilangt landið sé að fara. En það er vitað mál, að margir þeirra, sem eru illa undir vetur búnir og þurfa að kaupa sér til viðbótar, geta hvorki né vilja strax að haustinu keypt það mikið að þeir séu birgir vel hvernig sem vetur fer. Þess vegna verður nauðsynlegt að koma upp birgðastöðvum í ákveðnu kerfi um land allt, eins konar lagerum, sem öllum nauðsynjum viðkomandi héraða verði safnað á og síðan af- greiddar af, þegar syrtir í álinn og rúllettan kemur ekki upp á 37. Ég fyrir mitt leyti býst við að 30 hörð ár séu framundan. Á síðustu öld leiddu þau ár til þess að menn fóru í stórum hóp vestur um haf og námu sér land á því meginlandi, sem þar rís úr sæ. En þeir fóru ekki, fyrr en skórinn kreppti alvarlega að. Þeir reyndu ( lengstu lög að draga fram lífið hér heima, fóru í verið og reyndu hvers konar útvegu til að draga fram Kfið. Nú eru harðæri okkar aldar tæpast hafin enn og fjöldi fólks strax flúinn úr landi. Ekki ber þó að hafa uppi kveinan yfir því. Einn góður kunningi minn, sem fyrir nokkrum árum tók sér bólfestu erlendis lét svo um mælt, að ekki þyrfti maður að bera hér beinin, þótt svo hefði viljað til fyrir örlaganna tilskipan, að maður fædd- ist hér uppi, Vissulega er þetta satt og rétt. Hver og einn á þess fullan rétt, að setjast að þar sem honum þóknast í samræmi við löq og siði staðarins og sjá sér þar farborða. En hálf þykir mér I íti I mótlegt að stökkva af skútunni strax og vind- urinn lækkar f seglunum, rífandi klæði sín og hár að grátkvenna sið og jarma um, að hér sé ekki verandi og allt það. En hitt er vist og satt, að í hópi jarmaranna eru margir þeir, sem þjóðin má vera fegin að vera laus við, ef trygqt er, að þeir komi þá aldrei aftur. En ekki er það nú alveg víst. Menntun er auðveld á fslandi, hvað sem líður sumarvinnu ung- Lausnin á vanda þjóðfélagsins er engan veginn sú að flýja land, heldur að berjast við ljónin á veginum og reyna að koma þjóðfélaginu til betri siða. En það cr svo sem ekki cftirsjá í öllum sem fara. Að minnsta kosti annar menntaskólarek- torinn í Reykjavík telur fræðslu skyldu- námsstigsins hafa farið aftur. Enda leynir sér ekki, að skyldunámskerfið að minnsta kosti bcr keim af fjöldaframleiðslu. Nú er tímabært að búa sig undir langa og harða vetur, næstu 30 árin eða svo. Þótt nyrzti hluti norðurlands sé kannski norðan við takmörk hins byggilega heims, er jörðin sunnan- lands ckki alltaf bctri undan vetri en nyrðra. 26 VFKAN 26- tbl'

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.