Vikan - 26.06.1969, Page 33
Hann kvaddi lögregluþjón til
fylgdar sér, og svo fórum við all-
ir þrír í klúbbinn.
Þegar við komum þangað,
gerði fulltrúinn boð fyrir yfir-
mann staðarins. Þjónarnir gláptu
illskulega á mig. Okkur var vísað
inná skrifstofu klúbbstjórans,
lítið herbergi á sama gangi og
salernin. Stjórinn lagði fram
vegabréf Gunnelar og atvinnu-
leyfi, og lögreglufulltrúinn skoð-
aði hvorttveggja.
-—• Já, sagði hann. — Pappír-
arnir virðast vera í lagi. Nú vil
ég tala við stúlkuna.
Það var hryllilegt að sjá hana
svo breytta. Hún var ekki leng-
ur sú Gunnel er verið hafði stúlk-
an mín. Hún var viljalaust verk-
færi — ambátt á valdi samvizku-
lausra illmenna. Arabarnir ætl-
uu að nota hana eins lengi og
hún entist, og auðvelt var að geta
sér til hver örlög biðu hennar
að því loknu.
Lögreglufulltrúinn spurði
hvort henni líkaði starfið vel og
hvort hún vildi gegna því áfram.
Hún svaraði drafandi:
— Sure! I enjoy it.
— Well, in that case ... Jæja,
fyrst það er þannig......
Eg var að missa stjórn á mér
af reiði og örvæntingu. — En
drottinn minn góður, sagði ég. —
Sjáið þið ekki að hún er undir
eiturlyfjaáhrifum? Skiljið þið
ekki að þeir hafa gefið henni
sprautur?
É'g fann tárin streyma fram.
Lögregluþjónninn greip mig
traustataki. Lögreglufulltrúinn
hélt áfram:
— Listen to this, miss. Ef þér
viljið yfirgefa barinn ásamt
manninum hérna, þá hjálpum við
yður.
— Nei, nei! æpti Gunnel. —
Látið mig vera!
Þetta skar greinilega úr um
málið. Lögreglufulltrúinn hvessti
á mig augun og sagði:
— Nú hypjið þér yður á brott
héðan! Þér ónáðið stúlkuna ekki
framar. Er það skilið?
— Já, en, fjandinn hafi það
. . . mótmælti ég.
— Burt með yður og komið
ekki hingað aftur! Is that clear
enough?
Ég neyddist til að láta undan,.
til að lenda ekki í illindum við
lögregluna.
Þegar ég kom út úr nætur-
klúbbnum var ég reiður, örvænt-
ingarfullur og ráðalaus. É'g fékk
mér herbergi á hóteli og lagðist
út af í rúmið til að hugsa málið.
É'g varð að finna einhverja lausn.
Líklega væri til einskis að fara
til ræðismanns Svia í borginni.
Fyrst lögreglan gat ekkert gert,
þá.. Að lokum sofnaði ég út
frá mínum dapurlegu hugsunum.
Næsta morgun lá ég lengi
frameftir. Ég var að búa til
áætlun. Þegar ég hafði hugsað
hana út í smáatriðum, klæddist
é;g, borgaði herbergið og fór út.
lí'yrst fór ég á bílaleigubíl og
'leigði Peugeot 404. Síðan gekk ég
1' búðir og keypti sólgleraugu,
'hatt og yfirfrakka. Ég settist inn
í bílinn og dulbjó mig.
Það tókst svo vel að fimm mín-
Mtum síðar þekkti ég mig varla
sjálfur í bílspeglinum. Ég var
viss um að ég þekktist ekki aft-
ur á barnum. En þekktist ég, yrði
allt auðvitað til einskis.
Klukkan átta um kvöldið lagði
ég bílnum utan við Bangasí-bar.
Ég skildi báðar framdyrnar eftir
opnar, en tók með mér lyklana.
Hefði ég skilið þá eftir í bílnum,
hefði hann verið horfinn þegar
ég kom aftur. En enginn gat
þjófstartað á svo stuttum tíma,
og í bílnum var ekkert þess virði
að stela því. Medínan moraði
vitaskuld í alls konar óþjóðalýð.
Að þessu sinni var þó nokkuð
26. tbi. VIKAN 33