Vikan


Vikan - 26.06.1969, Page 34

Vikan - 26.06.1969, Page 34
r % RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. V_____________________________ um manninn á næturklúbbnum. Ágætt! hugsaði ég. Þá ber minna á mér. Ég settist við borð nærri gang- inum, þar sem salernin voru — og skrifstofa klúbbstjórans. Þjónninn sem tók við pöntun af mér var einn þeirra, sem hent höfðu mér út. Hann þekkti mig ekki. Gunnel og hinar stúlkurnar trítluðu um á meðal gestanna. Öðru hvoru hvarf einhver þeirra ásamt gesti inn í einhvern bás- anna. Ég sat og píndist, þegar ég sá Gunnel fara þangað með slepjulegum Araba! En ég stillti mig, þótt erfitt væri. Ég varð að fylgja gerðri áætlun, svo fremi ég ætlaði að bjarga Gunnel frá þessum skepnum. Sökum fjölda gestanna höfðu þjónarnir illa við, svo að klúbb- stjórinn fór sjálfur að hjálpa til 34 VIKAN 26- tbl- RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30° 2. Viðkvæmur þvottur 40° 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. Suðuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60° 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. Litaður hör 60° 10. Stífþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottur 40° Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. VID ÓDINSTORG S í M I 1 03 2 2 við barborðið. Hér fékk ég mitt tækifæri! Ég stóð upp og gekk eins hægt og eðlilega og mér var unnt fram á salernaganginn. Þegar fram á ganginn kom, stóð ég litla stund kyrr og hlustaði. Ekkert heyrðist, hvorki frá sal- ernunum eða skrifstofunni. Ég gekk hratt að skrifstofudyrunum, tók í snerilinn og ýtti upp hurð- inni. Nú var ég taugaóstyrkur og meira en lítið. Kæmi einhver inn og sæi mig hér, yrði ég annað- hvort drepinn eða þá dæmdur til langrar fangelsisvistar fyrir inn- brot. Ég lokaði dyrunum varlega og kveikti ljós. Svo gekk ég að skrifborðinu og tók í handarhald skúffunnar, sem ég vissi að geymdi pappíra Gunnelar. Ég hafði lagt á minnið hvaða skúffa það var, þegar ég kom þangað með lögreglunni. Skúffan var læst! Nú lá við að mér féllust hendur. Hvernig átti ég að opna skúffuna? Ekki hafði mér hugs- azt að taka með mér nokkurt áhald. Ég reyndi við hinar skúff- urnar. Sú neðsta var ólæst. É'g dró hana út og leitaði í henni að lykli. Allt í einu heyrðist fótatak frammi á ganginum. Ég stirðn- aði upp og ísköldum svita sló út um mig. Ég flýtti mér að loka skúffunni, slökkti ljósið og faldi mig á bak við skáp úti í horni. Síðan heyrði ég að salernisdyr- unum var lokað. Ég andvarpaði feginn. Eftir smástund fann ég lykil, sem gekk að skúffunni. í henni fann ég bæði vegabréf og at- vinnuleyfi Gunnelar. Vegabréfið varð ég að hafa til að koma Gunnel úr landinu. Ég stakk á mig pappírunum og læsti skúff- unni. Svo slökkti ég ljósið og opnaði dyrnar varlega. Enginn sást, svo að ég lokaði á eftir mér og gekk fram á barinn. Enginn þar virtist hafa tekið eftir fjar- veru minni. Þegar ég hafði drukkið bjórinn minn kallaði ég á einn þjóninn. — Hve mikið kostar stúlka? spurði ég. -— Tíu pund, herra minn. — Já, þökk fyrir. Ég myndi þá velja þessa hérna, sagði ég og benti á Gunnel. — Borgið mér, ég sé svo um það. Ég fékk honum tíu pund og greiðslu fyrir bjórinn að auki. Síðan fylgdi ég honum eftir til Gunnelar. Hann hvíslaði ein- hverju að henni á ensku og fór svo. Ég tók um handlegg Gunnelar og fór með hana inn í básinn næst útganginum. Hún dró tjald- ið fyrir. Húsgögn voru þar ekki önnur en mjór sófi og rauður loftlampi. Gunnel fór undir eins að taka af sér slæðurnar, en ég bað hana láta það vera. Við settumst á sóf- ann og ég tók af mér sólgleraug- un. Þá fyrst þekkti hún mig. — Hvað vilt þú? spurði hún drafandi. — Geturðu aldrei látið mig í friði? -— Gunnel, sagði ég. — Þú kemur með mér nú. — Nei! — Jú, þú verður! — Nei, Göran. Ég verð hér kyrr! Hún reyndi að rísa upp og fara fram, en ég hélt henni fastri. Þá settist hún með ólundarsvip. Hún minnti á vél, eða einhverja vilja- lausa veru. Allt í einu datt mér gott ráð í hug. — Stjórinn hérna bað mig að fara með þig á annan bar, sagði ég. — Þú átt að fara á annan bar. Skilurðu? — Þú ert bara að plata.... — Nei, alls ekki! Ég sýndi henni vegabréfið hennar og atvinnuleyfið. Hún horfði á þetta áhugalaus. — Nújæja .... Já, kannski segirðu satt. .. . — Það held ég nú! Við förum þá undir eins. Þú hefur ekki tíma til að hafa fataskipti. Komdu! Ég tók föstu taki um handlegg hennar og við fórum fram á bar- inn, gegnum fordyrið og út. Þegar ég reif upp bíldyrnar og hratt Gunnel inn í framsætið heyrði ég óp og læti innan frá barnum, Þeir höfðu vitaskuld séð á eftir okkur út. Ég hljóp í sveig fram fyrir bílinn og snaraðist undir stýri. Gunnel virtist ekki skilja að neitt misjafnt væri að ske, heldur sat og starði tómlega framundan sér. Ég startaði og vélin fór samstundis í gang. Ég skipti í fyrsta gír og tók af stað með drunum og dynkjum. Á sama andartaki sá ég Arab-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.