Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 40
Hinar vinsælu
bækur um
Angelique
eftir SERGE og
ANNE GOLON,
fást hjá næsta
bóksala eða í
næstu blaðasölu.
An~elique
Angelique
og kóngurinn
Angelique
og soldáninn
í heftum.
mikla ánægju af sögum um slíkt.
Svo var hann líka leikari. Lék
t.d, aðalhlutverkið í leikritinu
„Barefoot in the park“, en Há-
skólabíó sýndi kvikmynd gerða
eftir því leikriti nú í vor. Ég varð
líka svo lánsamur að komast á
sviðið, meðan ég var í Amerík-
unni. Rétt fyrir páska sá ég aug-
lýsingu í dagblaði borgarinnar,
þar sem auglýst var eftir leikur-
um í stykki sem áhugamanna-
leikhúsið í Mansfield ætlaði að
fara að setja á svið. Nú, ég labb-
aði mig niður í leikhús það kvöld
sem greindi frá í auglýsingunni,
og þar var ég prófaður, ásamt
fjölda annarra. Ég var alveg „úr
kerfi“, eins og það heitir á nú-
tímamáli, en hvað um það ég
hlaut hlutverk lögregluþjóns. Og
þar með upphófst skemmtileg-
asti tími dvalar minnar vestan-
hafs. Æft var ca. þrisvar í viku,
og svo voru einar tíu eða ellefu
sýningar. Frumsýningu bar upp
á sama kvöld og skólaslit, svo ég
40 VIKAN 26-tbl-
var eiginlega sá eini sem ekki
mætti í boð sem haldið var heima
í tilefni þess. En ég saknaði þess
ekki, því þarna í leikhúsinu
fannst mér ég fyrst hitta raun-
verulegt fólk. Fólk sem var það
sjálft, og hugsaði ekki bara um
að gera nágrannanum til hæfis.
Eftir þetta eyddi ég öllum mín-
um frístundum í leikhúsinu.
Svo var það um miðjan júlí
mánuð 1968, u.þ.b. viku áður en
ég átti að fara heim, að ég var
spurður hvort ég vildi ekki slást
í hópinn þá um kvöldið, þau hafi
verið að hugsa um að koma sam-
an í leikhúsinu, og taka slag og
fá sér bjórkollu. Þar sem ég hafði
ekki gert neinar sérstakar áætl-
anir fyrir kvöldið, svaraði ég ját-
andi. Allt í lagi, var mér sagt,
við sækjum þig þá upp úr kvöld-
mat. Ég var sóttur á tilsettum
tíma af útvarpsþul nokkrum, sem
var svona nokkurskonar „Publi-
city-manager“ fyrir leikhúsið, og
það var haldið af stað, en fljót-
lega varð ég var við, að hann
var að fara í þveröfuga átt. Jú,
hann þurfti að koma við hjá
kunningja sínum í leiðinni. Svo
var komið til húss kunningjans,
og þá sagði hann mér að koma
með sér inn. Það var gert, dyrn-
ar voru opnaðar innanfrá, og áð-
ur en varði stóð ég aleinn á
miðju gólfi. Þegar ég fór að líta
í kringum mig, rak ég augun
fyrst í risastóran borða eftir endi-
löngum stofuveggnum, sem á var
letrað: BON VOYAGE, OMAR.
Ég sneri mér við. Þar mætti mér
sama sýnin. En þegar ég ætlaði
að snúa mér við á ný, rigndi yfir
mig allskonar pappírsrifrildi og
ræmum, og fleiri hundruð manns,
fannst mér þá, komu út úr öllum
hornum og skotum hrópandi og
hlæjandi: „Surprise, surprise!“
Og þvílíkt partý. Það var rétt svo
að ég náði að skipta um föt áður
en farið var í kirkju kl. 8 morg-
uninn eftir, eins og alltaf var
gert á sunnudögum þar ytra. —
Það var ægileg mfessa, svo ekki
sé meira sagt.
Staarsta vandamálið sem ég
átti við að stríða allan tímann,
var það sem mér fannst, ogi
finnst enn, vera kreddubundnar
siðferðisregltu-. T.d. í sambandi
við kynferðismál, hjónabönd o.fl.
Ég deildi oft hart á þetta, og út-
skýrði mitt sjónarmið. Afleiðing-
in varð sú, að ég var kallaður
kommúnisti, og einn góður „vin-
ur“ minn steinhætti að svo mik-
ið sem að heilsa mér.
En ég var ekki sá eini sem átti
við þetta vandamál að stríða. í
Ohio-fylki voru þetta árið u.þ.b.
20 aðrir skiptinemar frá flestum
Evrópulöndum, og einnig tvær
japanskar stúlkur. Vorið ‘68 var
haldið mót með þessum krökk-
um, og einnig nokkrum banda-
rískum, sem höfðu sótt um að
fara á vegum ICYE ‘68—‘69. Á
þessu móti barst þetta vandamál
okkar í tal, og það endaði þann-
ig, að gerð var skoðanakönnun
um það hvers virði við teldum
algjört hreinlífi fyrir hjónaband.
Útkoman varð sú, að allir banda-
rísku unglingarnir kröfðust al-
gjörs skírlífis af maka sínum
þangað til í brúðarsængina væri
komið, eins var afstaða japönsku
stúlknanna tveggja, en allir Ev-
rópubúarnir, strákar jafnt og
stelpur, voru akkúrat á gagn-
stæðri skoðun, og töldu það hið
mesta fáræði. Eða eins og einn
pilturinn orðaði það: „Maður
kaupir ekki skó án þess að máta
þá áður:“ Annars fannst mér
ákaflega gaman að kynnast svona
ólíkum viðhorfum, sem mér
finnst nærri því óskiljanleg. Sér-
staklega þar sem í Bandaríkjun-
um eru, jú, allra þjóða kvikindi,
ef svo mætti að orði komast, og
því skyldi maður ætla að „mór-
allinn“ væri öðruvísi.
Á þessu eina ári sem ég dvald-
ist þar vestra, kynntist ég fólki
frá öllum hornum jarðkringlunn-
ar. Var til dæmis með mér í skól-
anum piltur frá Viet Nam, nánar
tiltekið Bien Hoa, sem er u.þ.b.
40 km norðaustur af Saigon.
Hann var heldur fátalaður um
það sem allir höfðu mestan áhuga
á að vita eitthvað um. Sem sé
stríðið. Það var alveg sama
hvernig reynt var að þvæla hon-
um, aldrei lét hann skiljast að
hann tæki afstöðu. Þó sagði hann
einu sinni, er við lékum tennis
saman, „í þrjú þúsund af fjögur
þúsund ára tilveru þjóðar minn-
ar hefur hún verið að berjast
gegn erlendum yfirráðum, fyrir
frelsi.“ Svo fékk ég bréf frá hon-
um nýlega, þar sem hann sagði,
að honum þætti leiðinlegt hve
lengi hann hefði dregið að skrifa,
„.... en ég hef bara ekkert
skemmtilegt til að skrifa um...“
Hann er nú við nám við háskól-
ann í Saigon, en á von á að
verða kallaður til herþjónustu
hvenær sem er.
Það fór að líða að því, að ég
skyldi halda heim á ný. Nú lang-