Vikan - 26.06.1969, Side 46
INGHR
HERSHiD-
INGJANS
DE GAULLE HEFUR NÚ AL-
GJÖRLEGA DREGIÐ SIG í HLÉ
FRÁ FRÖNSKUM STJÖRN-
MÁLUM: ÁKVÖRÐUN HANS
UM ÞJÖÐARATKVÆÐA-
GREIÐSLUNA VARÐ HONUM
AÐ FALLI. NÚ VINNUR GAMLI
HERSHÖFÐINGINN AÐ
ÆVIMINNINGUM SÍNUM.
EF TIL VILL MÁ FINNA
SKÝRINGU ÞAR.
46 VIKAN 26-tbl'
Hér koma de Gaulle og kona hans frá því
að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni frægu. Þarna vissi de Gaulle að hann
hafði tapað ...
Það var kalt í Frakklandi,
vorið sem „Mon Generalle"
krafðist þjóðaratkvæða-
greiðslu um fyrirhugaðar
breytingar sínar á öldunga-
deildinni og valdsviði
sveitastjórna. Nærri hafði
verið lokið við endurbæt-
ur á hinum veraldlegu WMW%
hlutum fimmta lýðveldis-
ins, eftir óeirðirnar þar í
fyrravor. Þá hafði gamli
hershöfðinginn farið fram f
á þriðju þjóðaratkvæða-
greiðsluna síðan hann varð
forseti Frakklands; þjóðar-
atkvæði sem átti að gefa
frönsurum kost á að velja
á milli öngþveitis og de
Gaulle. Yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar
valdi hann. En síðan hefur
margt skeð. Stofnandi 5.
lýðveldisins hafði til aS
mynda neitað að fram-
kvæma það sem öllum
þótti óhjákvæmilegt — að
fella gengi frankans, ásamt
sífelldu stagli á að allt ann-
að en hann sjálfur væri
öngþveiti. Og í þetta sinn
voru fransararnir hættir að
trúa de Gaulle. Eða þeir
voru að minnsta kosti
orðnir leiðir á honum, og
því fór sem fór, að þeir
felldu tillögur hans. Sama
daginn flutti hann út úr
Elyseé-höll ásamt konu
Yvonne, og heim í litla
þorpið sitt, Colombey-les-
Deux-Eglises, eins og hann
hafði hótað þjóðinni. En
þjóðin tók það sem loforð.
Margir eru þeirrar skoðun-
ar, að de Gaulle hafi verið
orðinn álíka þreyttur á
frönskum og þeir á honum,
en ekki hefur verið hægt
að fá orð upp úr gamla
generálnum, þar sem
hann dvaldist bak við
grindurnar umhverfis hús
sitt í þorpinu með skrýtna
nafnið. Enginn veit hvað
raunverulega réði þessari
ákvörðun de Gaulle. Hann
mun einhverntíma hafa
sagt, að hann myndi, er
aldurinn færi að færast yf-
ir hann, skrifa ævisögu
sína. Ef til vill eru sú skrif
þegar hafin, og þar má ef
til vill finna svarið.
® I óy;: :