Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 6

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 6
DÖNSK ÆSKA STÖÐVAR STRÍÐSMYND: Fjögur kvöld í röö voru átök á Vesterbrogade i Kaupmannahöfn, er fleiri hundruð danskir unglingar andmæltu kvikmynd John Wayne, um stríðið í Viet Nam, „Grænu Alpahúfurnar". — Strax við fyrstu sýningu á myndinni, sem var um fjögur- leytlð, var kastað reyksprengju i áttina að Saga-bíóinu. En fyrst kom til átaka við kvöldsýninguna. Rauður fáni var dreginn að húni á fánastöng kvikmyndahússins, sem merki um árás. „Nú,“ hljóm- aði stríðsópið og búnir fánum og spjöidum þrengdu demonstrantarnir sér inn í anddyrið. Þar lokaði tylft lögregluþjóna innganginum inn í sýningarsalinn. En það voru aðrir sem hófu gagnárás — hópur leðurjakka, sem kalla sig „Villtu englana", vopnaðir keðjubútum og skreyttir með haka- krossum; nákvæm eftirlíking af fyrirmyndum sínum, „Hell's Angels" í Kaliforníu. Fyrst til að NATALIE DELON hefur átt mjög ann- ríkt undanfarið. Fyrir utan að standa í skilnaði við mann sinn, franska leikar- ann Alain Delon, hefur hún verið í stöð- ugum yfirheyrslum hjá lögreglunni, út af hinu dularfulla og grugguga Marko- vitch-morði — sem sumir segja að sjálfur Pompidou hafi verið viðriðinn. byrja mcð fylgdust lögreglumennirnir aðeins með, en þegar leikurinn fór að harðna, gripu þeir inn í og stíuðu andstæðingunum í sundur. Fjórir demonstrant- anna hlutu meiðsli, en engin svo alvarlega að læknis þyrfti við. Um níuieytið um kvöldið, klifruðu „Villtu englar'nir" upp og tóku niður rauða fánann. Og þeir buðu jafnvel lögrcglunni aðstoð sína, en því var kurteislega neitað. Framkvæmdastjóri Saga-kvikmyndahússins lýsti því yfir, að hann hefði alls ekki hugsað sér að láta nokkur mótmæli hindra sýningar á myndinni. Dcmonstrant- arnir svöruðu því til, að þcir myndu ekki hætta fyrr en sýningum á myndinni yrði hætt. Fjórum kvöldum síðar hættu þeir þó stöðu sinni um bíóið. Lögreglustjórinn sagði í viðtali, að hann myndi aldrei „fara og sjá slíka mynd sem þcssa.“ Og þetta voru ummæli sem kvikmyndagagnrýnendur Kanpmannahafn ardagblaðanna voru fúsir til að skrifa undir. Mynd þess'i fjailar að mestu leyti um sjónarmið bandarísku her- stjórnarinnar á Viet Nam stríðinu. JOSEPHINE BAKER hefur nú náð sér eftir tauga- áfallið sem hún fékk er hcnni og fósturbörnum hennar var hcnt út úr höll hcnnar í Sviss. Nú syngur liún öll gömlu númerin í París, og gerir stormandi lukku. ELÍSABET ENGLANDSDROTTNING hhist nú móð- ur sinni æ meir. Þær mæðgur hafa sama hárgreiöslumeist- ara, og grelða þar af leiðandi eins, eru, eða verða, cins í vexti, og klæða sig á svipað látlausan hátt. Vissulega hefur drottningin breytzt siðan liún var 26 ára, cn hver trúir að hún sé nú orðin 43 ára. MfEDUB OC BíIÍR Eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni... V-----—--------------------ý MÓÐIR OG DÓTTIR NÚMER TVÖ : Grace frá Monaco hefur mikil áhrif á dóttur sína Karólínu, hvað snertir klæðaburð og annað. Þarf ekki að efast um, að Grace hafi kennt dóttur sinni, að mesta prýði lconunnar er hárið hárgreiðslumeistarar Monaco-prinsessunnar eru heimsfrægir. MÓÐIR OG DÓTTIR NÚMER ÞRJÚ : Hver vissi, að keisaraynjan í þúsund og einnar nætur landinu Persíu, Farah Diba, ætti móður sem býr með henni í höllinni, og þarf að krjúpa er hún heilsar dóttur sinni? 6 VIKAN 27-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.