Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 10
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
til þessa lítt verið í náðinni
hjá Þingeyingum. Hann bauð
lengi fram til málamynda við
alþingiskosningar á þeim
slóðum og hafði í frammi tíð
mannaskipti. Virtist eins kon-
ar herfjötur á liði hans í átt-
högum Jónasar frá Hriflu, unz
kjördæmabreytingin kom til
sögunnar haustið 1959. Þá
liófst allt í einu landsmálafer-
ill Bjartmars Guðmundsson-
ar bónda á Sandi. Frami
sumra manna er tilviljun háð-
ur, og Bjartmar hefur verið
ærið heppinn.
Bjartmar Guðmundsson
fæddist 7. júní 1900 á Sandi
í Aðaldal í Suður-Þingeyjar-
sýslu, sonur Guðmundar
Friðjónssonar bónda og skálds
og konu hans, Guðrúnar Tálju
Oddsdóttur. Er Bjartmar elzt-
ur tólf systkina og vann heim-
ili foreldra sinna dvggilega
bernskuárin. Þó nam hann
nokkra mánuði við unglinga-
skóla á Breiðumýri í Reykja-
dal og vetrarlangt í héraðs-
skólanum að Eiðum, en tók
brátt við búsforráðum á Sandi
ásamt föður sínum. Sat Bjart-
mar í hreppsnefnd í Aðaldal
1931—1962 og var oddviti
þar 1954—1962. Hann hefur
verið hreppstjói-i í átthögum
sínum frá 1944 og starfað í
sýshinefnd síðan 1935. Hann
var og í stjórn Kaupfélags
Þingeyinga um áraskeið.
Sjálfstæðismenn í Norður-
landskjördæmi eystra völdu
hann í þriðja sæti framboðs-
listans við haustkosningarn-
ar 1959. Varð Bjartmar þá
landskjörinn og ennfremur við
alþingiskosningarnar 1963 og
1967.
Sú saga gekk haustið 1959,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
haft annan frambjóðanda í
huga á þessum slóðum, en
sendiboðarnir villzt heim að
Sandi og borið upp erindi
sitt við Bjartmar Guðmunds-
son, en hann þegar orðið við
tilmælunum og mistökin svo
þótt góð úrslit að dómi leið-
toganna á Akureyri og í
Reykjavík. Sh'kt eru vita-
skuld gamanmál. Val Bjart-
mars kom naumast á óvart.
Hann var kunnur maður í hér-
aðinu og liafði látið að sér
kveða í margþættu félags-
starfi. Auk þess naut hann
föður síns og ættar. Fór held-
ur ekki dult, að liann myndi
Ijá máls á metorðum í um-
boði Sjálfstæðisflokksins, þó
að Sandsbóndinn gæfi sig lítt
að landsmálum framan af ævi.
Bjartmari Guðmundssyni
kippir í kynið um þá hégóma-
girni að þiggja mannvirðing-
ar. Hitt er sennilegt, að aðrir
í þeim frændgarði hefðu álitið
sig jafnoka hans minnsta
kosti til þeirrar upphefðar,
sem honum veittist með
óvæntum hætti.
Bjartmar Guðmundsson er
táknrænn fulltrúi íslenzkrar
bændastéttar og alþýðumenn-
ingar. Hann ólst upp á merk-
isheimili og er rótgróinn í
sveit og héraði. Bjartmar
telst og skáldmæltur og ritfær.
Hefur liann samið margar
smásögur, og birtust nokkrar
þeirra í bókinni „I orlofi“
síðast liðið haust. Hann kvað
og fást við Ijóðagerð. Loks er
hann ritstjóri Árbókar Þing-
eyinga og átti drjúgan hlut
að útgáfunni á ritsafni Guð-
mundar heitins föður síns,
bjó til prentunar af stakri
vandvirkni sögur hans og
kvæði í fimm bindi liennar.
Bjartmar þótti hagsýnn
bóndi, meðan hann sat jörð
sína nyrðra ársins hring, ið-
inn og samvizkusamur, en
varla stórtækur. TJm skeið
hefur hann varið mestum
tíma í umsýslu á sviði fé-
lagsmála og er langdvölum
heiman. Mun bær hans lok-
aður flesta vetur. Sumarlangt
dvelst hann hins vegar á
Sandi og deilir geði við ná-
granna sína.
Sjálfstæðisflokknum er
nokkurt lið að Bjartmari
Guðmundssyni. Hann er sýnu
ritfærari en gerist og gengur
um þingmenn nú á dögum og
laginn að vinna fólk á sftt
mál í einrúmi. Aftur á móti
telst hann enginn ræðuskör-
ungur. Bjartmar nýtur hvorki
mælsku né glæsimennsku á
málþingum, honum liggur lágt
rómur, og hann sker sig ekki
10 VIKAN 27 tbl-