Vikan - 03.07.1969, Síða 12
ANDRÉS INDRIÐASON
fimm á plötunni eru hvorki á-
hugaverð né upplífgandi. Þótt
útsetningar séu vel unnar og
spilamennska næstum óaðfinnan-
legt, hrekkur slíkt skammt, ef
efniviðurinn vekur ekki áhuga.
Hefði þessi hljómplata komið á
markaðinn fyrir tíu árum, hefði
hún ugglaust náð miklum vin-
sældum. Þetta er þeim mun dap-
urlegra, þar sem slíkir höfuð-
snillingar eiga í hlut sem þeir
Snorri Snorrason
Sigurður Snorrason
Sigrún Harðardóttir
bræður Sigurður og Snorri
Snorrasynir, en þeir eru máttar-
stoðirnar í Orion.
Bræðurnir hafa samið eitt lag-
anna og heitir það „Kveðjan".
Er það fortakslaust bezta lag
á plötunni; laglínan verulega
falleg. Hitt er svo annað, að hina
mjóu sópranrödd Sigrúnar skort-
ir fyllingu og breidd til þess að
einhver reisn sé yfir laginu. Það
er líka til lýta, hve framburði
Sigrúnar er ábótavant, og á þetta
með framburðinn jafnt við um
lögin þrjú, sem hún syngur. Sig-
rún hefur tamið sér söngmáta
með miklum skjálfta í raddbönd-
ORION 00 SIGRUN
Óvenju hljótt hefur verið um
hina tiltölulega nýútkomnu
hljómplötu Orion og Sigrúnar
Harðardóttur. Allt bendir því til,
að aðstandendur plötunnar verði
að horfast í augu við þau óum-
flýjanlegu sannindi, að lögin
unum. Þykir mér hún fara frem-
ur ósparlega með skjálfta þenn-
an.
Önnur lög sem Sigrún syngur
á plötunni eru „Enginn veit“
(„I will“ eftir Lennon & McCart-
Framhald á bls. 47
Bobby Elliot. Hann hefur nú tekið ofan hattinn.
HOLUES SVNGJA LOG
EFTIR 000 DYLAN
Að dómi hinna vísustu manna
hefur The Hollies tekizt bærilega
að túlka lög Bob Dylans, sem þekja
alla nýjustu hæggengu plötu hljóm-
sveitarinnar. Sú ráðstöfun að taka
lög Dylans til flutnings olli á sín-
um tíma nokkrum glundroða innan
hljómsveitarinnar. Fór svo að lokum,
að Graham Nash, sem verið hafði
ein aðalsprautan, hætti í hljómsveit-
inni og hélt til Bandaríkjanna, þar
sem hann er nú búinn að koma sér
upp nýrri hljómsveit. Hann var ekki
meira en svo trúaður á, að Hollies
tækist að blása nýju lífi í lög Dylans.
Þeir voru raunar fleiri, sem voru
þeirrar skoðunar. Platan heitir ein-
faldlega „Hollies sing Dylan". Hún
kom út í maí og hefur fengizt í
hljómplötuverzlunum hér.
Ef við gaumgæfum innihald plöt-
unnar verur fyrst fyrir lagið „When
My Ship Comes In", hratt og fjör-
legt, sungið af Allan Clarke. Bassa-
leikarinn Bern Calvert leikur hér á
píanó og gítarleikarinn Tony Hicks
á banjó. Hinn frægi samsöngur
Hollies nýtur sín mjög vel í þessu
lagi.
Það er verulegur kúrekabragur á
laginu „l'll Be Your Baby Tonight".
Nokkuð ber á munnhörpu, og er
Allan þar að verki.
í lagin „I Want You'' er ekki laust
við, að Allan sé að herma eftir Dy-
lan, en þetta er líka eina lagið á
plötunni, sem hann ber það við.
Þá er hið fræga lag „Wheels on
fire", sem Julie Driscoll gerði vin-
sælt á sínum tíma. Útfærsla Hollies
er talsvert frábrugðin og að margra
dómi ekki lakari, þótt aðdáendur
Brian Auger viðurkenni slíkt að
sjálfsögðu ekki! Hér vekur athygli
orgelspil Bern Calvert og trukkið í
trommum Bobby Elliott. Lagið endar
með mjög tilþrifamiklu crescendo
— vaxandi tilfinningaþunga.
Öll þessi lög eru fremur hröð,
en næst verður fyrir rólegt lag „I
Shall Be Released". Margir álíta
þetta eitt fallegasta lag Dylans. í
12 VIKAN 27 tbl-