Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 14
í SVÖRTUM KJÖL
Kæra Vika.
Ég sendi þér tvo drauma,
sem mig langar mikið til
að fá ráðna.
Mér fannst ég vera
hringtrúlofuð nokkuð full-
orðnum manni. Fannst mér
við sitja saman við borð,
og á móti okkur nýtrúlofað
par, sem hvorugt okkar
þekkti. Eftir nokkra stund
stóð kærastinn minn upp
og bað mig að bíða smá-
stund, meðan hann skryppi
heim til sín. Tók ég því
öllu vel, sat hin rólegasta
þar til kom til mín maður,
sem rétti mér dagblað og
bað mig lesa. Fletti ég
blaðinu þar til ég sá frétt-
ina um trúlofun okkar
birta þar. Þá iðraðist ég
þess mjög að hafa trúlofazt
þessum manni, og fannst
ég verða- að losa mig úr
þessum fjötrum hið bráð-
asta, tók hringinn af mér
og henti honum og þóttist
fullviss að enginn myndi
finna hann. Svo kom kær-
astinn, og sagði ég honum
að ég væri búin að henda
hringnum og að samvistum
okkar væri þar með lokið.
Hann tók því öllu með
jafnaðargeði, en skartaði
með hringinn eftir sem áð-
ur.
Annan draum dreymdi
mig sömu nóttina, og er
hann svohljóðandi. Mér
fannst koma til mín stúlka
sem er nýtrúlofuð. É’g lá
fram á 'borð, hún kom og
lagði höfuðið ofan á herð-
ar mér og fór að rekja fyr-
ir mér raunir sínar, síðan
fór hún að ganga um gólf.
Þá veitti ég því eftirtekt
að hún var í svörtum kjól
sem náði niður á hné, en
kjóllinn fór að síkka og
var að lokum orðinn skó-
síður.
Fyrirfram þökk,
Benedikta.
Fyrri draumurinn gæti
boðað að þú lendir í ástar-
ævintýri fljótlega, en að
öðru leyti virðist sá draum-
ur ekki sérlega merkur.
Hinn draumurinn virðist
því miður boða stúlkunni,
sem þig dreymdi, vaxandi
erfiðleika og sorgir, og er
líklegt að hún reyni að
leita hjálpar eða hug-
hreystingar hjá þér í því
samhandi.
ELDUR OG
GRÁTANDI BÖRN
Kæri draumráðandi:
Mér fannst ég og vin-
kona mín vera á harða-
hlaupum inn á götu og allt
í kringum okkur voru
brennandi hús, sprengjur
og skothríð. Allt í einu vor-
um við staddar á öðrum
stað í bænum, og skammt
frá okkur lá systir vinkonu
minnar skaðbrennd, í
dauðateygjum. Var mér þá
hugsað heim til mín og sá
ég þá fyrir mér rústirnar
af húsinu og mér fannst að
foreldrar mínir og systkini
væru öll dáin þar inni. Við,
vinkona mín og ég, héldum
svo áfram og mættum
manni sem ég kannast að-
eins við. Hann rétti mér
lykil, og sagði okkur að við
mættum fara heim til hans
og fá okkur að borða. Við
flýttum okkur, því mér
fannst við vera alveg að-
framkomnar af hungri, en
rétt í því að við ætluðum
að opna húsið sprakk það.
Þá vorum við allt i einu
komnar að kirkjunni og í
kringum hana var allt mik-
ið hljóðara en annarsstað-
ar. Þegar við komum inn i
anddyrið sáum við, að
barnaskóm var raðað með-
fram öllum veggjum.
Gengum við hljóðlega upp
á loft en þar sátu mörg
börn, flest hljóð, en nokkur
kjölcrandi, og voru þrjár
eða fjórar konur að reyna
að hugga þau. Tókum við
þá eftir tveim litlum stúlk-
um, sem mér fannst vera
systur, og grétu þær mjög
hljóðlega svo að konurnar
tóku ekki eftir þeim. Við
gengum til þeirra, tókum
sitt hvora í fangið og fór-
14 VIKAN 27 tbl