Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 19

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 19
— Ég skil þig. Og ef þú kærir þig ekki um að losna við mig, þá verðurðu að lofa mér að sjá um þetta. Og það er gagnslaust að mála skrattann á vegginn. Þetta er ekki orðið almælt í' London ennþá. Við skulum bíða og sjá hvað setur. Ég veit að þú vilt ekki kvænast mér, fyrr en allt er um garð gengið, svo ég verð víst að bíða. En þegar allt liggur ljóst fyrir, þá máttu aldrei eyðileggja fyrir okkur með einhverjum hetjuhugmyndum; það myndi særa mig svo djúpt, svo hræðilega djúpt. Hún þrýsti sér að honum, en hann var þögull. Þegar þau sátu þannig, kinn við kinn, sagði hún hljóðlega: — Wilfrid, viltu að ég gefi þér allt, áður en þú kvænist mér? Ef þú óskar þess, þá geri ég það ekki síður. — Dinny! — Þetta er kannski gáleysi, eða finnst þér það? — Nei! En ég held við verðum að bíða. Mér finnst ég vera svo lítilmótlegur. Hún andvarpaði. — Þú ræður. Svo sagði hún: — Viltu lofa mér að ráða hvort ég segi fjöl- skyldu minni allt, eða undan og ofan af? — Ég fel þér það sjálfri. — Og ef mig langar til að þú hittir eitthvert þeirra viltu þá gera það? Wilfrid kinkaði kolli. — Ég skal ekki neyða þig til að koma til Condaford ennþá. Svo ræðum við ekki meira um það, En segðu mér nú nákvæmlega hvernig þú fréttir þetta. Þegar hann hafði sagt henni alla söguna, sagði hún hugsandi: — Michael og Lawrence. Það gerir allt auðveldara. Jæja, vinur minn, nú verð ég að fara, ég verða að hugsa, og ég get ekki hugsað neitt af viti, þegar ég er í návist þinni. — Þú ert engill! Hún tók höfuð hans milli handa sér. — Vertu nú ekki svona vonlaus á svipinn, og ég skal heldur ekki vera það. Getum við ekki farið eitthvað að skemmta okkur á fimmtudaginn? Gott! Ég mæti þér hjá Foch gamla um hádegið. Ég er langt frá því að vera engill, ég er ástin þín. Hana svimaði þegar hún gekk niður stigann, nú þegar hún var orðin einsömul, fann hún vel hvaða þrengingar þau áttu í vænd- um. Hún sneri í áttina að Oxford Street, hún ætlaði að tala við Adrian frænda sinn. Adrian hafði undanfarið verið með áhyggjur af þeim skoðunum, sem nú voru efzt á baugi, að vagga mannkynsins væri í Gobi-eyði- mörkinni. Þessum skoðunum hafði verið haldið fram um hríð, og það virtist sem almenningur kokgleypti það sem sagt var. Hann var að hugsa um hver áhrif þetta hefði, í mannfræðilegu tilliti, þegar Dinny bar að. — Ó, Dinny! Ég hefi haldið mig í Gobi-eyðimörkinni í allan dag, og er kominn i þörf fyrir tesopa. Hvað segirðu um það? — Fínt! Ég er komin til að segja þér að ég hefi týnt mínu unga hjarta. Adrian starði á hana. — Mér þykir þú segja fréttir! Meðan þau drukku teið, virti Adrian hana fyrir sér, með bros á vör. Hann þekkti hana svo vel, síðan hún stóð með honum í Farse-málinu, og hann sá að hún var áhyggjufull. Hún hallaði sér aftur í hægindastólnum, krosslagði fæturna og studdi fingurgómunum saman. Honum fannst hún beinlínis ójarð- nesk, eins og hún gæti flotið burt þá og þegar. Hann þagði, en því lengra sem leið á söguna, varð hann alvarlegri. Hún þagnaði að lokum, en bætti við: — Frændi, horfðu ekki svona á mig. — Var ég eitthvað skuggalegur? — Já. — Jæja, Dinny, þetta er nokkuð furðuleg saga. — Mig langar til að heyra þitt álit, eins og sagt er. Og hún horfði fast í augu hans. — Persónulega skoðun? Ég á ekki gott með það, án þess að þekkja manninn. — Ef þú vilt, þá skaltu fá að kynnast honum. Adrian kinkaði kolli og hún sagði: — Segðu mér þá það versta. Hvað þeir, sem ekki þekkja hann, álíta. — Hvað finnst þér sjálfri, Dinny? — Ég þekki hann. — í nokkra daga, já. — Og tíu ár. — O, reyndu ekki að telja mér trú um að svipmynd og þrjú orð í brúðkaupinu ...... — Mustarðskornið, elskan. Svo hefi ég líka lesið ljóðið, og þekki Framhald á bls. 37. Keiluspil á MO fyrir sér Ef það er rétt, að unga fólkið sé framtíðin, þá er framtíð keilu- spilsíþróttarinnar (bowling) sannarlega björt þessa dagana í Bandaríkjunum — bjartari og öruggari en nokkru sinni fyrr. Piltar og stúlkur í milljónatali safnast saman á kvöldin við bandarískar keilubrautir, og leika fram á rauða nótt. Og keiluspil er nokkuð sem þau munu halda áfram að leika eftir að þau vaxa úr grasi. Samkvæmt skýrslum, sem samband úngra keiluspilsleikara í Bandaríkjunum lét nýlega fara frá sér, hefur verið stórkostleg aukning á fjölda þeirra ung- linga esm tekið hafa að leika þessa vinsælu íþrótt. 1965—1966, var skráður fjöldi meðlima í samtökunum 349.388; 1967 var fjöldinn kominn upp í 378.756 og 1968 hafði meðlimafjöldinn náð 442.331, sem er meira en 25% aukning næstu tvö ár á undan, og er það mesti fjöldi síðan sam- tökin gengu í Alþjóðlegu keilu- spilsleikarasamtökin 1963. Bandarískir embættismenn spá því, að um áramót 1969, verði þessi fjöldi kominn töluvert yfir 450.000 manns. Aðalátæsðan fyrir þessari miklu aukningu, og þeirri leikni sem er almenn meðal banda- rískra unglinga sem stunda íþróttina, er sögð vera sú, að þeir fái leiðbeiningar í skóla, á leik- vöngum og í sumarbúðum, en slík kennsla er skipulögð á veg- um „Ævilanga íþróttasambands- ins“ (Lifetime Sports Founda- tion). Samtök þessi, sem voru stofn- uð fyrir fjórum árum af Lands- sambandi keiluspilsleikara, bein- ir starfi sínu meira að skólum, æskulýðssamböndum og ýmsum félagasamtökum öðrum, og veit- ir mikilsverðar upplýsingar og leiðbeinir um þær íþróttir sem nemendur geta svo leikið og haft ánægju af allt sitt líf. Auk keilu- spils, leggur sambandið mikla áherzlu á bogfimi, tennis, bad- minton og golf. ☆ 27. tbL VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.