Vikan


Vikan - 03.07.1969, Síða 21

Vikan - 03.07.1969, Síða 21
systir Agöthu meS sögulega tillögu: — Ég þori að veðja um það að þú getur aldrei skrifað sómasamlega leynilögreglusögu. — Þetta var ómótstaeðileg áskor- un, segir frú Christie brosandi, — fyrir rithöfund, sem hafði kynnt sér eiturlyfjategundir, hafði ofurást á Sherlock Holmes og þótti ekkert eins skemmtilegt eins og að myrða aII- ar sögupersónur sínar fyrir lokin . . . Um þetta leyti bjó hópur af belg- iskum flóttamönnum f nágrenninu. Vegna ástar sinnar á öllu framandi (— ég veit ekki hvort ég sá nokkurn þeirra), kaus Agatha Christie einn þeirra, sem fyrirmynd af frægustu sögupersónu sinni, einkaspæjarann Hercule Poirot; — sérkennilega per- sónu, fimm fet á hæð, með egglaga höfuð, gríðarmikið yfirskegg, skfn- andi blankskó, og áráttu fyrir snyrti- mennsku, og njósnatækni hans byggðist á staðföstu trausti, sem hann bar til „litlu gráu heilafrum- anna". Hver var svo árangurinn? „The Mysterious Affairs at Styles", sem hér um bil allir útgefendur í Eng- landi, neituðu að taka til birtingar. Að lokum var bókin gefin út, árið 1920, seld í tvö þúsund eintökum, og höfundurinn fékk sjötíu og fimm dollara í laun. — Ég var himinlif- andi, en ef mér hefði dottið í hug að Poirot ætti eftir að búa með mér í fimmtíu ár, þá hefði ég reynt að hafa hann svolítið yngri. Hann er orðinn nokkuð fornlegur nú. Frú Christie er undrandi yfir þeim vinsældum sem hann hlaut, og sem hafa staðið svo lengi. — Hann er tæplega sú tegund leynilögreglu- manna, sem fólk fær í dag, til að gera óvinum sínum lífið leitt, finnst yður það? Hún er sjálf miklu ánægðari með kvenspæjara sinn, ungfrú Marples, sem er „úfin, rjóð, sakleysisleg, stór og ellileg". — Hún er miklu skemmtilegri, og það er fullt af ömmum og gömlum frænkum, sem eru í eðli sínu mjög góðir njósnarar, þegar til þess kem- ur að veita mannlegri náttúru at- hygli. Agatha Christie hélt áfram að sjóða saman leynilögreglusögur, og árið 1925 sendi hún frá sér fjórar spennandi skáldsögur. Eitt af því sem vekur henni mesta furðu, er hve þjónustufólkið er fjölmennt á heimilum, í fyrstu bókunum hennar. Fingraför finnast á fagurgljáðum silfurmunum, fótspor finnast auð- veldlega á velslegnum grasbölum, og miðstéttarfólkið virðist aldrei þurfa að vinna fyrir sér. — Þetta kemur manni til að sakna fortíðar- innar. Það var um 1926 að Agatha Christie sendi frá sér „The End" to Framhald á bls. 33. gráðum. Fyrir og um tvítugt, eiga unglingarnir að skemmta sér og njóta lífsins, segir frú Christie, — í staðinn fyrir að fá taugaáföll og éta róandi lyf. Hún minnist þess að ungar kon- ur á æskuárum hennar voru greind- ar og skemmtilegar í viðræðum. — Öll þessi menntun einhæfir fólkið — það er sjaldgæft, nú orðið, að hitta fólk sem er skemmtilegt í sam- ræðum, — og þá eru það oftast karlmenn .... Tvö atvik frá æskuárunum standa ennþá Ijóslifandi fyrir henni. Dag nokkurn lá hún í rúminu, þjökuð af leiðindum og kvefi, og móðir hennar stakk upp á því að hún skrifaði skáldsögu. — Ég gerði það og skemmti mér konunglega. Þetta var um skuggalega atburði, mig minnir helzt að það hafi verið um sifjaspjöll. í mörg ár efiir það skemmti ég mér við að skrifa sögur, þar sem allar sögupersónur létu líf- ið. , Þegar Agatha Miller var sextán ára, var hún send til Frakklands í tvö ár, til að læra píanóleik og söng. Hún lærði vel á hljóðfæri, — en ekki nógu vel, segir hún. Hún lærði líka að syngja, en hafði ekki nógu þróttmikla rödd fyrir óperusöng, og hún var of feimin til að koma fram opinberlega. Agatha Miller var svo feimin, að það skeði einu sinni á dansleik, að ungur maður færði hana til móður hennar og sagði: — Dóttir yðar hefir lært að dansa ágæt- lega, en hún hefir ekki ennþá lært að tala .... — Að skrifa, segir frú Christie, — er gott fyrir fólk eins og mig, fólk sem þjáist af öryggisleysi og á erfitt með að tjá hug sinn í sam- ræðum . . . í byrjun fyrri heimsstyrjaldar kynntist hún og giftist Archibald Christie majór, myndarlegum for- ingja f konunglega lofthernum. Sjálf gekk hún í Rauða Krossinn, og vann við úthlutun matvæla. Kvöld nokk- urt, tveim árum síðar, kom eldri 27. tbi. YIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.