Vikan - 03.07.1969, Síða 24
FYRIR IRENE VARR IflGfl FQRSYTEÆTTARINNAR HARMLEIKUR
Ilin í'agi'a Irene úr „SögU Forsyteættar-
innar“, leikkonan Nyree Dawn l’orter,
ætlar að flytja til Grikklands og opna þar
hótel!
Fyrir Nyree varð þetta fræga sjónvarps-
leikrit harmleikur. Síðan hún varð heims-
þekkt í því, hefur hún ekki fengið neitt
hlutverk í London.
— Eg hef fengið mörg tilboð, þar sem
nota á „Forsyte-söguna“, en ég tek ekki
slíkum hlutverkum, segir Nyree Dawn
Porter. — Aður en ég fékk hlutverk Irene,
hafði ég mikið að gera sem leikkona, ég
lék aðallega skapgerðarhlutverk. Ef ég
væri ekki svo hamingjusöm í hjónaband-
inu, þá hefði ég ekki viljað lifa lengur.
Nyree er gift leikaranum Bryan O’Leary.
Þau kynntust á Nýja-Sjálandi, þar sem
þau eru bæði fædd. Nyree flutti til London,
þegar hún var nítján ára, eftir að hún
hafði unnið í fegurðarsamkeppni. Ari
síðar giftist hún Bryan.
— Við erum bæði hrifin af Grikklandi,
þrátt fyrir herforingjastjórnina, og við
höfum trú á að landð verði frjálst innan
tíðar. Við erum ákveðin í því að vera
þar í eitt ár og reka hótel.
Aðrar leikkonur, sem gátu sér frægð
í sjónvarpsleikritinu, hafa haft nóg að
gera. Susan Hampshire, sem lék Fleur og
June Barry, sem lék June, hafa báðar
fengið fleiri tilboð heldur en ]>ær geta
sinnt........
V________
24 VIICAN
27. tbl.