Vikan - 03.07.1969, Side 28
MQRD-
KVEINIDID
„EiGINMAÐUR YÐAR ER FUNDINN, MRS.
ROPE. ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ HANN
HAFI VERIÐ MYRTUR.“
svo annað það, er hún hafði
keypt um daginn, í blæjuvagninn.
Þegar aftur kom niður í borg,
varði hún klukkustund til að
horfa í búðarglugga áður en hún
fór inn í lyfjabúð. Þá var klukk-
an hálfníu. Ennþá var hálftími
þangað til hún átti að hitta vin-
konu sína, Pat Dodson, en
kannski var Pat þegar farin að
bíða hennar. Hún hringdi úr sím-
klefa og Pat Dodson gerði hana
dauðskelfda á ný er hún sárbað:
„Mona, getum við ekki sleppt
þessari mynd í kvöld? Ég hef
verið að reyna að hringja í þig.
Ég hef svo hræðilegan höfuð-
verk.“
Fætur Monu titruðu. Pat Dod-
son átti að vera helzta fjarvistar-
vitni hennar ef hún nokkurntíma
þyrfti á slíku vitni að halda.
„Ge-getur þú ekki.... tekið eitt-
hvað inn?“ stakk hún upp á og
leitaði í ofboði í huga sér að ein-
hverju, sem breytt gæti fyrirætl-
un vinkonu hennar. „Kannski
batnar þér bara.... við að koma
útundir ferskt loft.“
„Það er svefn Mona, sem ég
þarf. Eitthvert annað kvöld,
kannski. Kannski meira að segja
annað kvöld.“
„Nei.“ Mona hikaði og reyndi
að draga úr hranaskapnum, sem
hlaut að heyrast á mæli hennar.
„Ég ætla í bíó í kvöld, Pat. Ég er
í þannig skapi.“
„Jæja, allt í lagi þá. En ég
verð að sleppa þessu.“
Monu leið sárilla þegar hún
yfirgaf lyfjabúðina. Hún gekk
hratt nokkurn spöl, án nokkurs
markmiðs, hugsaniir hennar á
ringulreið. Hún varð að ná tök-
um á sjálfri sér. Varð að hugsa
málið. Finna nýtt ráð.
Hún neyddi sig til að hægja
gönguna og taka stefnu. Hún
beygði fyrir horn og gekk í átt-
ina til kvikmyndahússins.
Skyndilega datt henni ráð í hug.
Hún nam staðar, sneri svo við og
hraðaði sér til stæðisins, þar sem
hún geymdi blæjuvagninn. Hún
tók úr honum pokana tvo, sem
geymdu varninginn er hún hafði
keypt um daginn, og gekk aftur
til kvikmyndahússins. Við miða-
lúguna skildi hún eftir pakkann,
sem innihélt varalitinn, og hélt
inn. Miðasölustúlkan lauk upp
hurð aftan á klefa sínum og kall-
aði: „Frúúú?“
Mona snerist á hæli og sá
stúlkuna rétta litla pakkann í
áttina til sín. Hún brosti, þakkaði
stúlkunni, tók við pakkanum og
hélt áfram inn í myrkur kvik-
myndahússins. Líðan hennar var
skárri. Miðasölustúlkan mundi
muna eftir henni.
Myndin var af gamansamara
taginu. Undir venjulegum kring-
umstæðum hefði henni þótt gam-
an, en þegar hún gekk út varð
henni ljóst, að hún hafði ekki
hugmynd um hvað verið hafði á
tjaldinu síðustu tvær klukku-
stundirnar. Og enn átti hún bið
fyrir höndum. Aldrei fyrr hafði
það hvarflað að henni hve tauga-
slítandi það gæti verið að drepa
tímann.
Taugaóstyrkum fingrum skrúf-
aði hún frá útvarpinu í blæju-
vagninum og hitti á fréttir. Bú-
izt var við slæmu veðri á næstu
sex klukkustundum. Hún gretti
sig. Yrði nú illviðri henni til
hindrunar?
Þegar Mona kom heim, sá hún
andlit í upplýstum glugga Fair-
child-hússins og brosti kalt. Hún
hafði ætlað Betty Fairchild að
vita, hvenær hún kæmi aftur frá
kvikmyndahúsinu. Hún ók bíln-
um inn í skúrinn og fór svo inn
í húsið með böggla sína. Hálf-
tíma síðar slökkti hún öll ljós og
tók sér stöðu við glugga, sem
vissi að Fairchilds-húsinu. Hún
sá Betty bregða fyrir annað veif-
ið, en Royce sá hún ekki. Klukk-
an var orðin meira en eitt. Hvers-
vegna var Betty ennþá á fótum?
Þá mundi hún ástæðuna. Betty
var sjúklega hrædd við illviðri
og tók aldrei á sig náðir ef von
var á einhverjum veðrabrigðum.
Mona hugleiddi hvernig bezt
yrði snúizt við þessum duttlung
örlaganna. Ekki mátti Betty sjá
hana yfirgefa húsið. Og ef veðrið
versnaði, myndu Fairchild-hjón-
in búast við að sjá ljós í Ropes-
húsinu?
Mona læddist út um aðaldyrn-
ar og fylgdi svörtustu skuggun-
um unz húsið var á milli henn-
ar og allra hugsanlegra forvitnis-
augna Fairchilds-hússins. Síðan
gekk hún yfir garðinn út á gang-
stéttina. Hún gekk hratt og
horfði áhyggjufull til himins. Það
var stjörnubjart. Kannski héldist
veðrið gott.
Við búðamiðstöðina var bíla-
stöð, sem opin var alla nóttina.
Hún fann þar leigubíl og bil-
stjórann sofandi undir stýrinu.
Hún smaug inn í myrkur aftur-
sætisins og vonaði af öllu hjarta
að tilraun hennar til að skýla
andlitinu væri ekki of augljós.
Hún varð nú lítillega bjartsýnni
en áður. Bílstjórinn var svo syfj-
aður að hann leit aðeins lauslega
á hana um öxl sér, er hún nefndi
númer við Riverview Boulevard.
Þegar þangað kom, rétti hún
honum fargjaldið auk fimmtíu
senta í þjórfé, og stefndi djarf-
lega á eitt húsið, sem var myrkv-
að, þegar hann ók á brott. Þegar
hún var viss um að hann væri
úr augsýn, fór hún aftur út á
búlivarðinn, yfir hann og niður
Barnhilts-af leggj arann.
Hún hafði valið holdi Harrys
legstað nokkrum vikum áðulr,
þegar allt í einu hafði dottið í
hann sunnudag nokkurn að aka
út í sveit til að finna eitthvað
nýtt. Þá höfðu þau ekið út af að-
alveginum og eftir mjórri braut
28 VIKAN »■ «■