Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 29
milli trjáa inn í grunnt gil, þar
sem brautin endatSi allt í einu.
Framljós leigða bílsins nístu
næturmyrkrið er Mona ók lús-
hægt þangað sem brautin endaði.
Hún slökkti ljósin og sat nokkur
andartök og andaði djúpt, með-
an augu hennar vöndust dimm-
unni. Síðan gróf hún grunna gröf
og velti eiginmanni sínum niðrí
og lagði fötin hans ofan á hann.
Langt í burtu, í áttinni til borg-
arinnar, brá fyrir eldingarglampa
og dauft þrumuhljóð heyrðist.
Hún flýtti sér að moka ofan í
gröfina, enda hafði henni komið
nýtt til hugar. Ef jörðin blotn-
aði, gátu hjólbarðarnir skilið eft-
ir slóð. Hún varð að vera komin
út á aðalveginn þegar byrjaði að
rigna.
Það brakaði og hrikti í bílnum,
svo sem í mótmælaskyni, er hún
ók í loftköstum til baka eftir
skógarbrautinni. Rólega, sagði
hún við sjálfa sig, taktu það nú
rólega. Ekki má bíllinn bila hér,
mitt úti í miðjunni á engu.
Mona dró andann djúpt og jók
hraðann um leið og hún beygði
inná aðalveginn. Illviðrið nálg-
aðist. Hvað eftir annað leiftruðu
eldingar og máluðu skínandi
krókótt strik um svartan himin-
inn þveran og endilangan. Fram-
undan sá hún brúna á ánni. Hún
sá engin bílljós nálgast, hvorki
fram eða afturundan, og varð
gripin kæti er hún ók fram á
brúna og stanzaði. Hún steig
snarlega út og henti rekunni út-
yfir handriðið. Ljóshjálmurinn
sem reis upp af borginni móti
stormsvörtum himninum var nú
aðeins tvær mílur framundan.
Hún ók þangað ánægð —■ en
snögglega sleppti hjarta hennar
úr slagi.
Framundan voru ljós þar sem
engin ljós áttu að vera. Þau virt-
ust loka aðalveginum, og götu-
viti sendi ógnvænlega, rauða
glætu út í nóttina.
Lögreglan! Einhvernveginn
hafði komizt upp um hana og nú
var lögreglan hér til að taka á
móti henni!
Hún steig á hemlana og augu
hennar leituðu að hliðarbraut.
En hvernig gat lögreglan hafa
uppgötvað sekt hennar svo fljótt?
Hún reyndi af öllum mætti að
hugsa rökrétt. Það var óhugs-
andi! Það hlaut að hafa orðið
slys þarna framundan! Þannig
hlaut það að vera; einhver hafði
ekið á.
Hún lét bílinn renna hægt
áfram. Einkennisbúinn maður
sýndi sig í birtunni frá framljós-
unum. Hann stóð til hliðar við
veginn og benti henni með
rauðu ljóskeri að halda áfram.
Nú sá hún að veginum hafði að-
eins verið lokað öðrumegin —
það er að segja umferðinin út úr
borginni. Annað rautt ljósker
benti henni að halda áfram. Hún
ók framhjá hindrunum og inn í
borgina. Eldingar leiftruðu og
þrumur drundu. Hana langaði til
að stanza, ná andanum og gefa
hjartanu næði til að kyrrast, en
áfram hélt hún inn í miðborgina
til bílastæðisins sem hún hafði
valið sér fyrr. Bílaleigan var í
tveggja blokka fjarlægð og leigu-
bílastöð á næsta horni. Hún skildi
bílinn eftir innan um fjölda ann-
arra og náði í leigubíl, sem fór
með hana að búðamiðstöðinni.
Vindgustur þeytti ryki og laufum
eftir götunni og fyrstu regndrop-
arnir skullu á gangstéttinni með-
an hún borgaði bílstjóranum.
Hún skokkaði síðan þennan
þriggja blokka spöl, sem eftir
var heim til hennar. Regnið kom
yfir í hryðju í sömu svipan og
hún smeygði sér inn um aðal-
dyrnar. Hún fleygði sér niður í
djúpan stól. Hún varð skyndilega
dauðþreytt og fannst hún geta
sofið samfleytt í viku.
En svefninn vildi ekki misk-
unna sig yfir hana. Til þess var
hver hennar taug of þanin. Til
þess var of mikið að baki og of
mikið framundan. Hún gekk í
myrkrinu fram í eldhúsið, leit út
um gluggann og sá að ennþá voru
ljós í Fairchilds-húsi. Betty Fair-
child var að vaka af sér þrumu-
veðrið. Ætti hún líka að láta sem
hún hefði ekki getað sofið? Hún
teygði út höndina eftir slökkv-
ara, en kippti henni síðan til
baka og tók andköf vegna skyss-
unnar, sem hún hafði verið að
því komin að gera. Ef Betty Fair-
child hefði litið út og inn til
hennar og séð hana fullklædda.
Mona klæddi sig úr og í nátt-
föt og slopp og mundi nú eftir
hamrinum undir koddanum. Enn
neyddi hún sjálfa sig til rósemd-
ar, fór með hamarinn fram í eld-
hús og stakk honum niðrí skúffu.
Síðan kveikti hún og fékk sér
sígarettu. Nú mátti Betty Fair-
child gægjast inn hennar vegna.
Hún sæi þá ekki annað en aðra
konu, sem þrumurnar hefðu vak-
ið.
Mona hitaði kaffi og drap
næstu fjórar klukkustundirnar
með því að reykja sígarettur og
súpa úr bolla, meðan hún huust-
aði á hamaganginn í veðrinu. Um
sjöleytið dró loksins niðrí storm-
inum og regnið mildaðist. Fáum
mínútum fyrir átta heyrði hún
Royce Fairchild aka að heiman.
Hún neyddi sig til að bíða tutt-
ugu mínútur í viðbót, áður en
hún klæddist og fór að heiman í
blæjubílnum. Hún sá að Betty
Fairchild horfði á hana út um
glugga. Hún ók til stæðisins, þar
sem hún geymdi leigða bílinn,
og flutti sig yfir í hann. Hún
virtist gera sér fullmikla fyrir-
höfn, en hvert smáatriði í þessu
bjástri var þaulhugsað í þeim til-
gangi að hindra að upp um hana
kæmist. Hefði hún skilað bílnum
á leiguna hálffjögur um nóttina,
hefði hún orðið að láta uppi hver
hún var, en ef hún gerði það
ekki fyrr e nklukkan tuttugu
minútur yfir níu að morgni, yrði
hún ekki spurð neins.
Afgreiðslumaðurinn á leigunni
var mikill í herðum og vöðuls-
legur og leit út eins og hann
hefði ekki fyrir vana að baða
sig. „Búin að nota hann eins og
þér þurfið, frú?‘í spurði hann.
Monu tókst að sýnast róleg.
„Já.“ Hún borgaði og lagði af
stað út úr skrifstofunni.
Þá gjallaði maðurinn á eftir
henni: „Hæ, bíðið andartak, frú!
Vitið þér nokkuð hvar þér hafið
týnt hjólkoppnum?“
Mona beitti sig valdi til að
nema staðar og snúa við. Maður-
inn sat á hækjum sér við hægra
framhjólið og hvessti á hana aug-
un. Það var enginn koppur á
hjólinu.
Mona sagði ekkert. Tunga
hennar virtist gróin við efri góm-
inn. Hvar hafði hún týnt hjól-
koppnum? Við gröfina? Einhvers
staðar meðfram þessari hnökr-
óttu skógargötu? Á bílastæðinu?
„Æ.... ætl.... ætlizt þér til
að ég borgi hann?“ spurði hún.
Augu mannsins flögruðu um
hana. Hann virtist hugsa sig um.
Svo skældi hann varirnar út á
hlið og tautaði: „Neei, þér þurfið
ekki að borga. Hann er tryggð-
ur.“
Mona gekk stirðlegum skrefum
frá bílaleigunni og þangað sem
blæjubíllinn var. Hún ók til stór-
markaðsins í búðamiðstöðinni,
þar sem hún gerði ýmisleg inn-
kaup í hugsunarleysi. Síðan fór
hún heim og með sekkinn, sem
hún hafði varninginn í, inn í eld-
húsið. Hana langaði til að öskra.
Hún varð að stilla sig. Hún
skenkti sér kaffi titrandi hendi
og drakk. Þrátt fyrir týnda kopp-
inn hafði allt gengið að óskum
til þessa, og einu smáatriði enn
varð hún að muna eftir áður en
hún hringdi í lögregluna. Klukk-
an var nú fjörutíu mínútur geng-
in í ellefu og tími til þess kom-
inn að hún hringdi í Piper's.
Röddin sem svaraði hjá Piper's
var forvitnisleg. Nei, Mr. Rope
hafði ekki komið á skrifstofuna
um morguninn og Mr. Rope
sleppti aldrei stund úr vinnudegi
án þess að hringja. Var það eitt-
hvað sem þeir hjá Piper's gætu
gert?
En það var ekkert.
Mona hringdi í lögregluna og
bað um deildina fyrir týnt fólk.
Röddin sem svaraði var þreytu-
leg og var helzt á því að eigin-
maður hennar kæmi heim á
hverri stundu. Ef til vill hefði
þrumuveðrið komið henni úr
jafnvægi og ....
„Já en þetta er alls ekki líkt
Harry, lögreglufulltrúi!“
„Jæja, ég geri ráð fyrir að við
gætum sent einhvern þarna út-
eftir ef þér raunverulega hald-
ið ....“
„Ætlið þér að gera það? Fyrir
alla muni!“
Þeir sendu lögregluforingja að
nafni Banks. Hann kom Monu á
óvart. Hann var ungur, trúlega
um þrítugt, en virtist skilja
hvernig konu í hennar sporum
hlaut að líða. Meðan hann var að
spyrja hana, þóttist hún finna að
sér líkaði vel við hann. Hann
skrifaði niður nákvæma lýsingu
á Harry og sagði henni svo að
hafa ekki áhyggjur. Eiginmaður
hennar myndi að öllum líkindum
skjóta upp kollinum á ný.
Tuttugu mínútum eftir að lög-
regluforinginn fór, var Betty
Fairchild komin inn í eldhúsið til
Monu. Hún var argintætuleg en
jafnframt forvitin og æst. „Bíll-
inn þarna sem var hér fyrir
framan áðan, var eitthvað svo
opinberlegur útlits! Er allt í lagi
með þig?“
Mona útskýrði fyrir henni er-
indi lögreglumannsins.
Betty virtist krossbregða „Kom
Harry ekki heim í alla nótt?“
„Hann fór út undireins eftir að
hann kom úr vinnunni og sagðist
ætla í lyfjabúðina. Síðan hef ég
ekki séð hann.“
„Nú, hvar getur hann verið?“
„Það veit ég ekki, Betty.“
„Hefur þú hringt á skrifstof-
una hans?“
Mona fann til ánægjukenndar.
„Já, ég gerði það rétt eftir að ég
kom af markaðnum í morgun.
Ég kærði mig ekki um .... um
að hringja of snemma. í§g vildi
ekki gera uppistand að óþörfu.“
„Jeminn,“ blés Betty. „Það má
segja að aldan sjaldan ein sé
stök! Þrumuveðrið, bankarán og
nú þetta með Harry.“
„Bankarán?"
„Heyrðirðu það ekki í útvarp-
inu? Einn bankinn í miðborginni
var rændur í nótt. Það voru sett-
ar upp vegatálmanir allt í kring-
um borgina, og ....“
Fleira heyrði Mona ekki af
orðum Betty Fairchild. Henni lá
við hlátri er hún hugsaði um
hræðsluna, sem greip hana þeg-
ar hún kom að vegartálmunum
á brúnni.
Betty spurði: „Mona, hvers-
vegna ætti Harry að ganga út
og hverfa?"
Banks lögregluforingi kom aft-
ur daginn eftir og spurði sömu
spurninga og áður. En þegar hún
hafði engin svör, varð andlit hans
sviplaust og hann sagði: „Auð-
vitað vitið þér, Mrs. Rope, að
eiginmaður yðar hefur verið í
sambandi við aðrar konur.“
Mona lét sem henni brygði
mjög illa við þessi tíðindi.
„Ungar konur,“ sagði Banks
lögreglufulltrúi. „Flestar þeirra
virðast vera eða hafa verið ráðn-
ar hjá Piper‘s.“
27. tbi. ynCAN 29