Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 30
MQRD- KVENDID Mona þóttist verða sárgröm, líkt og hún tryði ekki þessum áburði. „Þetta er eitt það fyrsta, sem við athugum þegar mál eins og þetta eru á döfinni," sagði Banks lögregluforingi. „Fjármál, hjóna- bandshamingja ... Mona þóttist reiðast. „Fjármál okkar eru í röð og reglu!“ >iJá.“ „Og Harry mundi aldrei ....“ „Mér þykir þetta leitt, Mrs. Rope,“ tók lögregluforinginn fram í. Hann virtist vera einn af þeim, sem sjá hvað viðmælend- unum er í hug áður en þeir koma því fram á varirnar. „Rannsókn- ir okkar hafa leitt í ljós að eig- inmaður yðar hefur haft sam- band við þó nokkrar ungar konur í marga mánuði.“ Mona tók nú að gráta hljóð- lega, eins og vera ber um konur, og því hélt hún áfram unz Banks lögregluliðþjálfi var farinn. Þá fór hún fram í eldhús, hellti kaffi í bolla, bætti í það lögg af búr- bóna og skálaði hljóðlega fyrir manninum sínum sálaða: Skál, Lothario! Á laugardaginn kom Banks lögregluliðþjálfi með fréttir, sem höfðu svipaðar verkanir og sprenging. Skyndirannsókn á bókhaldi Harrys hjá Piper's ■—- þessháttar rannsókn fór alltaf fram þegar bókhaldari hvarf — hafði leitt í Ijós að ekki var allt með felldu með sjóði fyrirtæk- isins í umsjá hans. „Hva-hvað mikið vantar?“ spurði Mona. „Líklega eitthvað nálægt tíu þúsund dollurum." „Og þér haldið að Harry hafi hlaupizt á brott með ....“ „Peninganna er að vísu sakn- að, en engrar af núverandi vin- stúlkum hans.“ „Ég skil,“ sagði Mona. Og nú skildi hún líka hvernig Harry hafði haft efni á þessu kvenna- fari upp á síðkastið. Síðan horfð- ist hún í augu við lögreglufor- ingjann. „Þetta er hræðilegt áfall, eins og þér skiljið.“ Hann svaraði engu. „Ég er að hugsa um ....“ Hún hikaði. Lögregluliðþjálfinn beið eftir að hún lyki við setninguna. „Sjáið þér, ég var að hugsa um hvort það gerði nokkuð til að ég færi úr borginni smátíma? Svo sem í viku? Þessu verður slegið upp í blöðunum, geri ég ráð fyr- ir. Þeim þykir þetta matur þegar peningar hverfa, og maður, ég ég held.... ég held að ég vildi helzt vera ein einhversstaðar." „Hafið þér einhvern sérstakan stað í huga, Mrs. Rope? Við gæt- um þurft að ná til yðar.“ „Kannist þér við Lake Char- les?“ „Já.“ „Það er gistihús þar. Einu sinni fórum við Harry.... nú, það skiptir ekki máli. Það er gistihús þar, kallað Shady Oaks.“ „Gott og vel, Mrs. Rope.“ „Má ég fara þangað?“ „Já.“ Hún kom út úr borginni síðla um daginn og var aðeins komin tuttugu mílur eftir aðalveginum þegar grunur hennar staðfestist. Að Shady Oaks var sá, sem áreið- anlega gaf henni gætur af lög- reglunnar hálfu, ungur maður sem gerði sig jafn heimakominn á baðströndinni og í hanastéls- salnum. Á mánudaginn hætti hann öllum látalátum, nálgaðist hana djarflega og sagði að þau yrðu að snúa aftur til borgarinn- ar. „Er það vegna þess að ég hef ekki ennþá hitt Harry og tíu þús- und dollarana hans?“ spurði hún nöpur. „Eiginmaður yðar er fundinn, Mrs. Rope. Ég er hræddur um að hann hafi verið myrtur.“ Tveir lögreglumenn yfirheyrðu hana í aðalstöðvunum. Banks lögregluliðþjálfi kynnti fyrir henni samstarfsmann sinn, Pol- ing lautinant, limalangan mann og þýðan viðurmælis, sem bað hana kurteislega að greina frá gerðum sínum kvöldið sem eig- inmaður hennar fór að heiman. Hún gerði það, ánægð með sína frammistöðu. Hún vissi að kann- að myndi verða, hvort saga henn- ar væri sönn. Pat Dodson myndi muna að hún hafði beðizt undan bíóferðinni og miðasölustúlkan hlyti — ef hún hugsaði sig vel um — að muna eftir konunni sem gleymdi pakka við miðalúg- una. Betty mundi geta staðfest að hún hafði komið heim eftir að hafa séð myndina, þegar ill- viðrið hafði skollið á borginni. Monu létti þegar Poling laut- nant kinkaði kolli og sagði góð- lega: „Þér skiljið, Mrs. Rope, að við verðum að spyrja yður.“ „Auðvitað. Það eru þessir horfnu peningar. Þegar allt er athugað, gat ég ekki vitað að Harry var að stela þeim.“ „Það var þeirra vegna að við leyfðum yður að fara til Lake Charles," sagði Banks lögreglu- liðþjálfi. „Þið hélduð að ég ætlaði að hitta Harry einhversstaðar. Ég vissi ekki um þetta með pening- ana, liðþjálfi. Það varð mér mik- ið áfall.“ „Við höldum okkur vita hvar þeim var aðallega eytt,“ sagði Poling lautinant. „Á stúlkur.... Harrys, eigið þér við,“ sagði Mona. Hann kinkaði kolli. „Við erum að athuga þann möguleika að ein þeirra ... einhver stúlkan ... hafi drepið hann með hamri.“ Mona bærði ekki á sér. „Þolið þér að heyra heldur ljóta sögu, Mrs. Rope?“ Hún kinkaði ekki kolli svo að hún vissi en lautinantinn hélt áfram: „Við álítum að lyfjabúð- arferð mannsins yðar á miðviku- dagskvöldið hafi aðeins verið yf- irskyn. Hann hitti stúlkuna, ann- aðhvort af tilviljun eða sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Þau vörðu kvöldinu saman. Síð- an dauðrotaði stúlkan hann með einhverju egglausu vopni, senni- lega hamri. Hversvegna hún gerði það vitum við ekki, fyrr en við höfum fundið hana. Síð- an fór hún með lík hans út fyrir borgina og gróf það. Hann var nakinn þegar við grófum hann upp, en föt hans voru í gröfinni. Veskið hans líka. Það var tómt.“ „Lau-lautinant,“ stamaði Mona, „þér hafið ekki sagt mér hvern- ig ... hvernig þið funduð Harry.“ „Því olli forvitni barns,“ svar- aði hann þungbrýnn. „Forvitinn drengur var að rísla sér þarna i skóginum og fann gljáandi hjól- kopp í gili nokkru. Svo sá hann nokkuð sem minnti á nýorpna gröf. Hann rótaði gröfinni upp með höndunum unz hann kom niður á fót. Vitaskuld varð hann þá hræddur." „Hjólkopp?" tautaði hún. „Við vildum gjarnan finna bíl- inn, sem hann er af,“ sagði hann blátt áfram. „Ge-getið þið það?“ „Því miður, Mrs. Rope. Það er álíka auðvelt og að finna ein- hverja ákveðna pylsu á bar, sem þesskonar fæðu selur.“ „En . . . en ef þið finnið hann?“ „Þá er ekki ótrúlegt að við hefðum upp á stúlkunni okkar.“ Dagarnir liðu kveljandi hægt. Mona fylgdi Harry til grafar í annað sinn og blöðin gerðu sér mikinn mat úr líkfundinum í grunnu gröfinni, leit lögreglunn- ar að bil, sem hjólkoppur hefði dottið af og peningunum sem Harry var grunaður um að hafa stolið. Þau birtu líka mynd af Monu. Viðtöl voru höfð við Bette Fairchild, sem hafði engan hemil á æsingi sínum, og Royce, sem var einlæglega hryggur og hlut- tekningarfullur. En með hverjum degi þóttist Mona öruggari. Lög- reglunni varð ekkert ágengt með rannsóknum sínum. Mona var meira að segja farin að verða hreykin af klókindum sínum, þegar nýr voði kom allt í einu til skjalanna. Hann birtist á dyraþrepi henn- ar með kvöldbirtuna í baksýn, mikill í herðum, kauðalega klæddur, flírulega glottandi með vindil milli tannanna. Hann leit á hana djarflega og rannsakandi. Á afleggjaranum stóð bíll. Mona þóttist hvorki þekkja mann né bíl. „Já?“ sagði hún. „Enga klæki, ljúfan. Nafnið er Fred Taylor. Þú manst eftir mér — og bílnum sem þú sérð hérna.“ Hún bliknaði fyrir hranaskap hans. „Sjáðu, ég hefði getað hlaupið með þetta í löggurnar. Ég hefði getað sagt þeim frá kvenmanni, sem skilaði bíl, sem hún hafði leigt, nema ekki einum litlum hjólkoppi. „Mr. Taylor, ég ....“ „Myndin af þér var í blöðunum Ijúfan. Það var margt fleira snið- ugt þar, svo sem þessi hjólkopp- ur — og þessar tíu þúsund spírur sem kallinn þinn var svo smart að bísa.“ Fred Taylor ruddist inn, gekk að djúpum stól og settist. „Slapp- aðu af, krúttið," sagði hann. „Tylltu þér. Við þurfum að spjalla dálítið saman.“ „Um hvað?“ hreytti Mona út úr sér. „Um þúsundkallana tíu, hvað heldurðu, hunangsengillinn. Fimm þeirra duga til að læsa á mér kjaftinum. Það er ekki nema helmingurinn af summunni. Segðu svo að ég sé ekki öðling- ur.“ Hann tottaði vindilinn. „Sjáðu nú,“ sagði hann og gerði sér upp þolinmæði. „Ég veit hvernig þetta gengur fyrir sig. Kellan fær kallinn til að stela úr kassanum þar sem hann vinnur. Fengnum er safnað saman í svo- lítið fallegt hreiður, eins og eggj- um. Svo segir kella einn góðan veðurdag: „Jæja, kall, nú förum við til Suður-Ameríku. En kall- tötrið kemst bara aldrei út fyrir dyrnar. Kella brýtur inn á hon- um skallann. Kella ætlar ein.“ „Þvílík saga!“ „Finnst þér það?“ Fred Taylor hló fyndnissnauðum hlátri. Skyndilega dökknaði andlit hans. „Jæja ljúfan, ég hef ekki tíma fyrir neina vitleysu. Annaðhvort fæ ég fimm stóra eða ég fer með söguna í löggurnar!" „Mr. Taylor, ég bið yður .. .“ Mona leitaði í örvæntingu að orðum og ráðum. Það gat ekki verið að þetta væri að koma fyrir hana! „Mr. T-Taylor,“ heyrði hún Framhald á bls. 45. 30 VIKAN 27-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.