Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 34

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 34
5 MANNA TJÖLD MEÐ „HIMNT' á GAMLA VERÐINU kr. 4700.00 Vindsængur, svefnpokar, tjaldstólar, gassuðutæki o.m.fl. Táknrænt dæmi er þegar leynilög- reglumaðurinn spyr brytann hvort rifið hafi verið af dagatalinu síðan morðið var framið. Brytinn gengur yfir gólfið, rýnir í dagatalið og svarar. Lesendur detta þá í þá gildru að einblína á dagsetninguna, en það er staðreynd að brytinn hefir mjög lélega sjón .... Agatha Christie er á móti því að gefa rangar lausnir. — Ég læt frekar skína í tvo mögu- leika, segir hún ákveðin, — ég hef ekki rangt við, segir hún ákveðin. Aðra fasta reglu hefir hún og það er: — Morðið verður að bera að snemma í sögunni, svo lesand- inn þurfi ekki að bíða of lengi eftir spenningnum. Það þjónar engum til- gangi að vera með langar vanga- veltur í upphafi sögu, eða að eyða tíma í staðar og mannlýsingar. Lausnin verður að koma á nákvæm- lega réttum tíma. Sérstaklega í leik- riti eins og Músagildrunni, þar sem vangaveltur geta algerlega eyðilagt stígandann í atburðarásinni. Músagildran var fyrst sýnd 5. nóvember 1952, og hafði upphaf- lega verið samið sem útvarpsleikrit, á áttræðisafmæli Mary Bretadrottn- ingar, sem hafði verið spurð að því hverskonar dagskrá hún óskaði eft- ir í BBC. — Leynilögreglusögu eftir Agöthu Christie, svaraði hún. Leiknum var vel tekið. Agatha Christie skrifaði það sem sviðs- leik, sem var sýndur til reynslu í 34 VIKAN tbL London, áður en hin leikhúsin tóku hann til flutnings. Leikritið gengur ennþá, þótt komið sé á sautjánda ár frá frumsýningunni, og það er ekkert lát á eftirspurn eftir aðgöngu- miðum. Frú Christie segir sjálf að hún skilji ekki þessar geysilegu vinsældir leikritsins, sem henni finnst alls ekki jafnast á við „Vitni fyrir saksóknar- ann" eða mörg önnur af leikritum hennar. Einu sinni reyndi hún að skil- greina þetta. — Ég held það sé vegna þess að þetta leikrit er þannig að allir geta horft á það, það er í rauninni ekkert hrollvekjandi, og ekki skrípaleikur, heldur sambland sem mörgum finnst skemmtilegt. Enginn hefir getað gizkað á það fyrirfram, hver morðinginn var. Winston Churchill sagðist hafa getið upp á þeim rétta, en hafi orðið mjög undrandi, þegar það kom á daginn. Enginn hinna upphaflegu leikara er lengur með, en konan sem sér um leikbúningana er ennþá hin sama, og hún hefir straujað yfir tutt- ugu og fjórar mílur af skyrtum. Tvisvar hafa leikararnir slitið hús- gögnunum, og það eru aðeins tveir hlutir, sem ennþá eru hinir sömu,- leðurstóll og gömul klukka, sem er þannig sett á sviðinu, að áhorfendur sjái ekki á hana. Agatha Christie fær aðeins litlar, fastar tekjur af Músagildrunni. Þeg- ar stykkið var fyrst sett á svið, gaf hún dóttursyni sínum, Matthew Prichard, sem þá var tólf ára, höf- undarréttinn. Það gerði hann svo auðugan (nú eru það nokkrar mill- jónir dollara), að Agatha Christie hafði áhyggjur af því að hann myndi aldrei gera tilraunir til að fá sér at- vinnu eða lífsstarf. Hann er nú orð- inn tuttugu og átta ára, og amma hans þurfti ekki að hafa áhyggjur, hann sneri sér, með góðum árangri, að útgáfustarfsemi. Eins og flestar ömmur, hefir Agatha Christie mikinn áhuga á ungu kynslóðinni. í „Bertrams Ho- tel" bryddir nokkuð á ofbeldi, síð- ast í bókinni, og í síðustu bók sinni, „Endless Night", fjallar hún um hið uppreisnargjarna atferli unglinga, eins og pínupilsin, LSD nautn æsku- fólks í London, með glettni og með- aumkun um leið. Þegar talað er um tizkuna, er Agatha nokkuð undrandi. — Fatnaður ungra kvenna nú er afskaplega leiðinlegur. Pínupilsin eru mjög ókvenleg, lang líkust skólaskokkunum. Við höfðum okk- ar hugmyndir um fatnað; mig dreymdi um síðan, svartan flauels- kjól, en þá lét mamma mig klæðast músselínskjól með pífum og blúnd- um. En nú er eins og ungu stúlk- urnar vilji helzt líkjast munaðarleys- ingjum, en það eru ungu mennirnir sem klæðast silki og flaueli, og hafa sítt og liðað hár. Hún er líka á móti hávaða, fjöl- mennum samkomum og „sífelldum samræðum". Hún horfir eiginlega aldrei á sjónvarp. — Þegar ég horfi á sjónvarp, segir hún, — finnst mér ég hafa eytt tímanum til einskis, ég hefði betur varið honum til að lesa góða bók. En það sem líklega einna helzt gerir henni gramt í geði, er það hvernig bækur hennar eru auglýstar. — Ég býst við að bráðum fari þær að fást í kjötbúðum! Nú á hún þrjú hús. Það sem hún hefir mestar mætur á er Greenway House. Landareignin er upp á þrjá- tfu og fjórar ekrur í Devonshire. Þar býr hún með síðari manni sínum, Max Mallowan fornleifafræðingi, sem er sérfræðingur í menningar- sögu Assiríumanna, (hjónaband hennar og Christie majórs, var leyst upp árið 1928) og Rosalind dóttur sinni, sem les yfir allar bækur henn- ar. — Hún er einlægasti gagnrýn- andi minn, og sú eina sem gizkar rétt til um það hver morðinginn er. Þetta er þriggja hæða hús, með stórum, frönskum gluggum, báðum megin í stórri dagstofu, og þaðan er útsýni yfir ána Dart og geysistór- an skrautgarð, sem blómstrar í öll- um regnbogans litum á sumrin. Þar eru tennisvellir, kricket og krocket balar. Eftir því sem vinir hennar segja, þá hefir þessi drottning glæpasagn- anna mikið dálæti á krocketleik, og leikur mjög vel. Svo á hún hús í Chelsea og Wint- erbrook House, sem er sumarhús ná- lægt Oxford, í þorpi, sem minnir á St. Mary Mead, heimkynni Miss Marple, sem er sú af sögupersónum Agöthu Christie, sem hún hefir mest dálæti á. Agatha Christie hefir miklar mæt- ur á nútíma rithöfundum, sérstak- lega Elisabeth Bowen, Graham Greene og Muriel Sparks. Hún er líka hrifin af leynilögreglusögum annarra höfunda. — Georges Simenon er stórkost- legur, ameríski rithöfundurinn Elisa- beth Day er prýðileg, og ég held að Margaret Miller sé á uppleið. Hún þolir ekki njósnasögur, þar sem ofbeldi er ríkjandi, um þær seg- ir hún: — Ég þoli ekki að fólk sé látið ganga um með barefli og skotvopn og misþyrma fólki. Ég verð svo vond að mig langar til að gera slíkt hið sama. Hún hefir geymt tvær bækur, sem ekki á að gefa út fyrr en að henni látinni. — Það er engin ástæða til að skattayfirvöldin njóti teknanna af þeim. Onnur er síðasta þrekvirki Poirots, og hin um síðasta sigur Miss Marple. Báðar þessar sögur voru skrifaðar meðan á loftárásum stóð í styrjöldinni, og hún hefir arfleitt eiginmann sinn að höfundarrétti annarrar og dóttur sína að hinni. Agöthu Christie finnst það notaleg tilhugsun að þau geti gefið þessar bækur út að henni látinni, og notað tekjurnar til að ferðast um heiminn. Hún hefir líka gefið út safn af kristilegum sögum og barnaljóðum. — Ég horfist í augu við það að þau eru ekki listaverk, og ekki heldur ástarsögur, sem gefnar voru út undir dulnefninu „Mary Westmacott". í fimmtán ár vissu aðeins hennar nánustu hver hafði skrifað þessar sögur. Fyrir utan ritstörfin hefir hún mik- inn áhuga á fornleifafræði. Maður hennar, hljóðlátur, þéttbyggður og stórgáfaður prófessor I Oxford, er þekktur fyrir störf sín í Mið-Austur- löndum. Það er fyrst nýverið að hann er hættur að fara í rannsókn- arferðir árlega. Mallowanhjónin voru vön því að taka saman föggur sín- ar á hverju ári, og búa í nokkra mánuði í leirkofa í Nimrud, sem hefir verið höfuðborg í Assiríu síð- an á níundu öld f.Kr., en er kölluð Calah í Gamla Testamentinu. — Þið getið ekki ímyndað ykkur þann létti, segir Agatha Christie Mallowan, í skemmtilegri bók sinni um uppgröftinn, — að komast t'l staðar þar sem engin dyrabjalla er, enginn sími, og maður þarf ekki að hafa fyrir því að svara prestinum, sem fann fjörutíu og þrjár málfræði- villur í slðustu bókinni minni. í Nimrud, þar sem þau borða feitar kindarófur, súkkulaðibúðinga, sem innfæddi kokkurinn býr til á olíuvél, og þau drekka te úr vatn- inu í Tigris, hjálpar Agatha Christie til við uppgröftinn, sem varpar Ijósi yfir hina fornu menningu. — Það er ákaflega spennandi, það er fleira hulið undir jarðskorpunni heldur en okkur grunar. Það er hennar starf að taka mynd- ir af mununum, hreinsa þá og skjal- festa. — Mér var fyrst trúað fyrir leirkerjum, en svo vann ég mig upp. Hún var óþolinmóð við að

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.