Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 37

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 37
Framhald af bls. 19 tilíinningar hans frá því. Hann er ekki trúaður, og honum hefur fundizt þetta eins og skrípaleikur. — Já, já, ég hef lesið ljóð hans, hann er tortrygginn og elskar fegurð . Þú hefur farið til útlanda, Dinny. — Aðeins til Ítalíu, Frakklands og Pyreneafjallanna. — Þú hefur aldrei verið þar sem Englendingar verða að halda uppi virðingunni fyrir föðurlandið. Á þeim stöðum verða þeir að vera einn fyrir alla og allir fyrir einn. — Ég held að hann hafi ekki skilið það þá, frændi. Adrian horfði á hana og hristi höfuðið. — Og ég skil það ekki ennþá, sagði Dinny, — og ég þakka guði fyrir að hann skildi það ekki, annars hefði ég aldrei hitt hann. Á maður að fórna sjálfum sér, fyrir það sem maður trúir ekki á? — Það er ekki lóðið, vina mín. í Austurlöndum, þar sem trúar- brögð eru eiginlega ofar öllu, er ekki hægt að gera lítið úr því hve mikilvægt það er að skipta um trúarbrögð. í augum Austur- landabúa er ekkert eins niðrandi fyrir mannorð Englendings, eins og það að gefast upp fyrir vopnavaldi. Spurningin sem lögð var fyrir hann hefur verið á þessa leið: Hirði ég það mikið um álit landa minna og fósturjarðar, að ég vildi heldur deyja en að bregðast hugsjónum þeirra? Fyrirgefðu Dinny, en þetta er, ruddalega sagt, atriðið sem um ræðir. Hún þagði um stund, en sagði svo: — Ég er handviss um að Wilfrid hefði vilja deyja fyrir margt sem hefði skaðað ættjörðina, en hann gat bara ekki séð að það hefði nokkuð með austræn trúarbrögð að gera, eða að það skipti máli hvort maðurinn tryði á Krist eða Múhameð. — Þetta voru sérstakar aðstæður, og hann gerði ekki einungis það að afneita kristinni trú, hann tók Múhameðstrú, það er eitt hindurvitnið gegn öðru. — En getur þú ekki séð, frændi minn, að honum fannst þetta hrein bábilja. — Nei, vina mín, ég held ég geti það ekki. Dinny hallaði sér aftur, og honum brá við, þegar hann sá hve vonsvikin hún var. — Jæja, ef þú skilur það ekki, þá skilur enginn það. Ég meina, enginn af því fólki sem við þekkjum, og það var það sem mig lang- aði til að vita. Adrian fann sting fyrir brjóstinu. — Dinny, það er aðeins hálf- ur mánuður að baki þessu, en þú átt allt lífið fram undan; þú sagðir mér að hann hefði viljað slíta sambandinu þín vegna, fyrir það virði ég hann. Er þá ekki nauðsynlegt að hugsa um það, ef ekki þín vegna, þá hans vegna? Dinny brosti. — Frændi minn, þú ert svo þekktur fyrir að snúa baki við vin- um þínum, þegar þeir eiga við erfiði að stríða! Þú veizt svo lítið um ást! Þú beiðst aðeins í átján ár. Ertu ekki nokkuð fyndinn? — Ég viðurkenni að orðin „frændi“ og „föðurbróðir“ hafi lagt mér orð í munn. Ef ég væri viss um að Desert væri eins trygg- ur og þú, þá myndi ég segja: — Haltu áfram og kallaðu vandræðin yfir þig, og guð blessi þig! — Þá verðurðu að kynnast honum. — Já; en ég hef séð fólk svo yfir sig ástfangið, að það hefur skilið eftir eitt ár. Og einn mann þekki ég, sem var svo hamingju- samur á brúðkaupsferðinni að hann fékk sér ástmey eftir tvo mánuði. — Við erum ekki þannig, hvorki að ætt né uppruna. — Hver veit um þetta? — Michael, Lawrence frændi og að öllum líkindum Em. Ég veit ekki hvort ég á að segja frá þessu á Condaford. — Láttu mig tala við Hilary. Hann hefur ábyggilega sínar skoð- anir; og þær eru ekki kreddubundnar. — Já, ég treysti Hilary. Má ég koma með Wilfrid til þín7 Adrian kinkaði kolli, og þegar hún var farin sökkti hann sér aft- ur niður í landakortið af Mongoliu, þar sem Gobi-eyðimörkin virt- ist vera öllu ráðandi. Þegar Dinny vaknaði, morguninn eftir að hún hafði sagt föður sínum alla söguna, mundi hún ekki í hverju vandræði hennar voru SDGUSAFN HITCHCOCKS ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR iMfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu tostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 - SlMI 35320 - REYKJAVÍK v______________________________________/ 'N Uaríúiiatk uhðih INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- & HiikutÍit h □ V RÁNARGOTl.l 12 SIMI 19669 3. VILHJÁLMSSDN ”■ tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.