Vikan - 03.07.1969, Page 39
fólgin. Þegar hugur hennar skýrðist, hrökk hún upp með and-
fælum. Ef Wilfrid tæki nú upp á því að hlaupa burt frá öllu saman,
færi til Austurlanda, eða jafnvel ennþá lengra! Hann gæti gert það,
í þeirri trú að hann gerði það hennar vegna.
— Ég get ekki beðið til fimmtudags, hugsaði hún. — Ég verð
að fara til borgarinnar. Ef ég hefði einhverja peninga, fari svo
að....! Hún grannskoðaði í hirzlur sínar, og tíndi til það litla
sem hún átti af skartgripum, fyrir utan það sem hún bar dag-
lega. Hún gat farið til karlanna í South Molton Street! Þegar hún
veðsetti hálsmenið fyrir Jean, höfðu þeir verið elskulegir. Þetta
voru ekki verðmætir munir, en hún vonaðist til að geta fengið
hundrað pund út á þá.
Við morgunverðinn voru þau öll eins og ekkert hefði skeð, svo
henni var ljóst að þau vissu öll það versta!
— Þau vilja ekki særa mig, hugsaði hún.
Þegar faðir hennar sagði að hann þyrfti að fara til borgarinn-
ar, sagðist hún ætla að koma með honum.
Hann horfði á hana, hún hafði aldrei tekið eftir því að augu hans
gátu verið svona sorgmædd.
— Það er allt í lagi, sagði hann.
— Á ég að aka ykkur? spurði Jean.
— Þakka þér fyrir, tautaði Dinny.
Enginn sagði neitt um það, sem örugglega var efst í huga þeirra
allra.
Þegar þau voru komin að Finchley Road, sagði hershöfðinginn:
— Hvert vilt þú fara, Dinny?
— Mount Street.
— Ætlarðu að verða þar eftir?
— Fram á föstudag.
— Þá skiljum við þig eftir þar, ég fer í klúbbinn minn. Þú ekur
mér heim í kvöld, Jean?
Hún hafði aðeins séð Stack þrisvar sinnum, en hún vissi að til-
finningar hans gagnvart Wilfrid voru einlægar, og hún ætlaði að
hætta á það að tala við hann. Þegar hún kom til Mount Street,
fór hún strax að símanum og hringdi í númer Wilfrids.
— Er þetta Stack? Dinny Cherrell talar .... Vilduð þér gera
mér dálítinn greiða? Faðir minn ætlar að hitta herra Desert í dag,
þér vitið hver hann. er, — Conway Cherrell hershöfðingi; ég veit
ekki hvenær hann er væntanlegur, en mig langar til að koma með-
an hann er hjá ykkur . . Vilduð þér hringja til mín þegar hann
er kominn? Ég bíð við símann ... þakka yður fyrir . . Hvernig
líður herra Desert .?.... Látið hann ekki vita að ég hafi
hringt, og segið ekki föður mínum að ég sé væntanleg. Þakka yður
kærlega fyrir ....
Það var engin upphringing komin fyrir hádegi, og hún borðaði með
frænku sinni.
— Lawrence hitti Jack Muskham, og hann kom hingað með hinn
manninn, þennan sem er eins og api í framan. Þeir sögðu ekki
neitt, en Michael segir að hann megi ekk: gera það, Dinny.
— Gera hvað, frænka?
— Gefa kvæðið út.
— Ó, en það ætlar hann að gera.
— Hversvegna? Er það svo gott?
— Það bezta sem hann hefur nokkurn tíma gert.
— Ó, það er ergilegt.
— Wilfrid skammast sín ekki, frænka.
— Mér finnst þetta leiðinlegt fyrir þig. Ég býst varla við að
þið búið saman án hjónabands?
— Ég hef boðið honum það.
— Ég er undrandi yfir þér, Dinny.
— Hann þáði ekki það góða boð.
— Guði sé lof! Mér fyndist andstyggilegt að láta tala um þig í
blöðunum.
— Ekki verra en mér þætti það sjálfri.
— Fleur komst einu sinni í blöðin. Fyrir meiðyrði.
— Ég man það.
— Ert þú að fara út?
— Ég bíð eftir símtali.
— Hvert fór faðir þinn?
— f klúbbinn sinn.
— Sagðirðu honum allt, Dinny?
— Já.
— Þú ert uppáhaldið hans.
— Nei, það er Clare.
— Vitleysa!
— Voru ástamálin auðveld hjá þér, frænka?
— Ég var vel vaxin, svaraði frænka hennar. — Lawrence var
mín fyrsta ást.
— Er það satt?
— Fyrir utan nokkra kórdrengi, þjóninn okkar, einn eða tvo
hermenn. Einn þeirra var höfuðsmaður, með svart skegg. En ég
var aðeins fjórtán ára. Þar hringir síminn!
Dinny þaut upp og rakst á Blore.
— Þetta er til mín, sagði hún og greip símann.
— Já?.... Ég skil.... þakka yður fyrir, Stack.... þakka yður
kærlega fyrir ...... Blore, viljið þér ná í leigubíl fyrir mig?
Hún lét bílinn aka að sýningarsalnum, sem var andspænis íbúð
Wilfrids, keypti sýningarskrá, og gekk strax að einum glugganum.
Það voru aðeins sjö mínútur síðan Stack hringdi, svo faðir hennar
hlaut að vera þar ennþá. Von bráðar sá hún hann ganga út á göt-
una. Hann var álútur, og hann hristi höfuðið, einu sinni eða tvisvar,
en hún gat ekki séð framan í hann.
—■ Hann er að naga skeggið, hugsaði hún, — elskan sú arna.
Um leið og hann hvarf fyrir hornið á götunni, hljóp hún út. Hún
staðnæmdist fyrir utan dyr Wilfrids, hikaði áður en hún hringdi.
Svo tók hún á sig rögg.
— Kem ég of seint, Stack?
— Hershöfðinginn er nýfarinn, ungfrú.
:— Ó, má ég fara inn? Þér skuluð ekki kynna komu mína.
— Nei, ungfrú, sagði Stack, og augu hans voru full samúðar.
Hún andaði djúpt, um leið og hún opnaði dyrnar. Wilfrid stóð
við arinhilluna og hallaði höfðinu fram á arma sér. Hún lædd-
ist inn, og beið þess að hann yrði var við komu hennar.
Allt í einu leit hann upp, og sá hana.
— Ástin mín, mér þykir leitt ef ég hefi gert þér bilt við. Hún
hallaði undir flatt, með hálfopnar varir, og virti fyrir sér vandræða-
svipinn á andliti hans.
En svo brosti hann og kyssti hana.
.— Dinny, faðir þinn var hér....
■—■ É'g veit það, ég sá hann fara. Ég get ímyndað mér hvað hann
sagði: — Herra Desert, býst ég við! Dóttir mín hefur sagt mér frá
trúlofun ykkar, og e-e stöðu yðar, e-e, ég er hér vegna þess.
Yður er vonandi ljóst hvað skeður, þegar e-e, þegar þetta verður,
e-e, öllum ljóst. Dóttir mín er fullorðin, og hún getur ráðið
gjörðum sínum, en okkur þykir e-e öllum svo vænt um hana, og
ég geri ráð fyrir að þér séuð mér sammála um það, að með slíkt
hneyksli vofandi yfir, er það ekki rétt af yður að líta á yður sem
trúlofaðan henni það er að segja, eins og er......
— Eiginlega nákvæmt.
— Og þú svaraðir?
27. tbi. VIKAN 39