Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 40
— Að ég skildi hugsa um það. Hann hefur algerlega á réttu að
standa.
— Nei, hann hefir á röngu að standa, það hefi ég sagt þér áður.
Ást tekur ekki breytingum eftir aðstæðum. Miehael finnst að þú
ættir ekki að gefa ljóðið út.
— Ég verð að gera það, ég verð að losna við þessa byrði. Þegar
þú ert ekki hjá mér, er ég viti mínu fjær.
— Ég veit það ástin mín. En ef þessir tveir menn segja ekki frá
þessu, þarf það ekki að fréttast. Þegar slíkt fréttist ekki strax,
fréttist það kannski aldrei.
— Það er ekki eingöngu það. Það er einhver ótti með sjálfum
mér, ótti um að ég hafi í raun og veru verið heigull. Ég verð að
losna við þetta, þá get ég, hvort sem ég hef verið heigull eða ekki,
borið höfuðið hátt. Geturðu ekki skilið þetta, Dinny?
Hún skildi það, það var nóg að horfa framan í hann. — Ég verð
hugsaði hún, — að hafa sömu tilfinningar og hann, hvað sem
mér annars kann að finnast; aðeins á þann hátt get ég hjálpað
honum; það er líka kannski eina leiðin til að halda í hann.
— Ég skil þetta svo vel, Michael hefur á röngu að standa. Við
horfumst í augu við þetta, þótt við verðum blóðug, þá getum við
borið höfuðið hátt.
Hún hafði komið honum til að brosa, og dró har.n nú niður við
hlið sér.
— Það er fimmtudagur á morgun, er þér sama þótt við heimsækj-
um Adrian frænda, á leiðinni heim? Hann stendur með okkur. Og
hvað viðkemur trúlofun okkar, getum við sagt að við séum ekki
trúlofuð ennþá. Guð blessi þig, ástin mín!
Þegar hún kom að útidyrunum, beið Stack eftir henni þar,
— Afsakið, ungfrú.
— Já?
— Ég hefi verið lengi með herra Desert. Ef mér ekki skjátlast,
þá eruð þið trúlofuð?
— Bæði já og nei, að minnast kosti vonast ég til að giftast hon-
um.
— Einmitt, ungfrú. Það þykir mér gott að heyra. Herra Desert
er mjög fljóthuga, og mér datt í hug að ef við hefðum samband.
með okkur, þá gæti það orðið til góðs. Mér þykir mjög vænt um
herra Desert.
— Það veit ég, þessvegna hringdi ég til yðar í morgun.
— Ég hefi séð margar konur um ævina, en enga sem ég vildi
heldur honum til handa, ef ég má gerast svo djarfur að segja það.
Dinny rétti honum hönd sína. — Það gleður mig mikið að þér
sögðuð mér þetta, það var einmitt það sem ég óskaði. Það eru
erfiðir tímar hjá okkur, og ég er hrædd um að það verði verra.
— Ég veit að hann hefur eitthvað í huga, ég veit ekki hvað
það er, enda á ég ekki að skipta mér af því. En hann hefur stund-
um tekið skjótar ákvarðanir. Ef þér viljið láta mig hafa síma-
númer yðar, gæti það ef til vill orðið ykkur báðum til góðs.
Dinny skrifaði niður símanúmerin í Mont Street og Condaford
Grange. — Það er alltaf hægt að ná sambandi við mig í öðruhvoru
númerinu. Þakka yður hjartanlega fyrir hugulsemina, það léttir
af mér þungu fargi.
— Og mér líka, ungfrú. Ég á herra Desert allt upp að unna, og
mig langar til að reynast honum vel. Það litla sem ég á af pening-
um er honum alltaf til reiðu.
— Sömuleiðis mínir, Stack.
— Ég er ekki fyrir að slá gullhamra, en ég held að hann verði
mjög hamingjusamur.
— Það er ég sem verð sú hamingjusama, Stack, sagði Dinny
brosandi. — Verið þér sælir, og þakka yður fjrrir allt.
Dinny fylgdi ástvini sínum að dyrum safnsins, og yfirgaf hann
þar. Hún leit við, og sá að skjálfti fór um grannan líkama hans,
en hann brosti til hennar, og jafnvel í þessari fjarlægð, iljaði
bros hans henni.
Adrian tók hlýlega á móti unga manninum, en þó með nokkurri
forvitni. Þeir ræddust við um starf Adrians og áhugamál, og það
var ekki fyrr en Wilfrid var búinn að taka hatt sinn til að fara,
að hann sagði:
— Jæja, herra Cherrell, hvað mynduð þér gera í mínum sporum?
Sendum í póstkröfu
um allt land -
Stýrisendar, spindilboltar, slitboltar,
höfuðdælur og hjóladælur fyrir skoðun.
Benzínbrúsar, dráttartóg, lím og bætur.
Aurhlífar, loftnetsstengur, rúðusprautur,
olíusiur og viftureimar.
Höggdeyfar, blöndungar, benzíndælur
og vatnsdælur.
Rofar, platínur, kveikjuhamrar,
háspennukefli, Ijósasamlokur,
straumbreytar o.fl. o.fl.
Loftpúðar (Air lift).
Farangursgrindur á fólksbíla og jeppa.
BqíII Víllijálmsson hff.
Hjólbarðahringir
Laugavegi 118. — Sími 22240.
y
40 VIKAN 27-tbl-