Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 41

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 41
 ---------------------------------------------------------------------------;____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________y Adrian leit upp, eins og hann væri að hugleiða spurninguna. — Ég er nú frekar lélegur ráðgjafi, en Dinny er okkur öllum dýrmæt og kær. — Það er hún mér líka. Adrian lokaði dyrunum. — í morgun tók ég eftir einmana maur í baðherberginu mínu, maur, sem var að reyna að komast rétta braut einn. Ég skammast mín fyrir að segja, að ég stráði ösku úr pípunni minni yfir hann, til að sjá hvernig honum gengi að komast undan. Þannig er for- sjónin líka, stráir yfir okkur ösku, til að sjá árangurinn. Ég hefi hugsað hitt og þetta, og ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að ef þér í raun og veru elskið Dinny ... skjálfti fór um líkama Wilfrids, og endaði með því að hann kreppti hendurnar um hatt- barðið, — eins og ég sé að þér gerið, og ég veit að hún er sama sinnis, þá standið föstum fótum, og hristið af yður öskuna. Hún vill örugglega heldur vera í kofa með yður, heldur en höll með öðrum. Andlit unga mannsins titraði. — Hann er heilsteyptur, hugsaði Adrian. —- Hugsið fyrst og fremst um hana. Gerið það sem hún vill, og þegar hún vill, hún er ekki ósanngjörn. Ef ég á að segja álit mitt, held ég að hvorugt ykkar komi til með að iðrast þess. Desert tók eitt skref í áttina til hans, og Adrian sá að hann var mjög hrærður. En hann sat á sér, brosti skökku brosi, sner- ist á hæl og fór. Þegar Dinny skildi við Wilfrid, fyrir utan dyrnar hjá Adrian, var hún hugsandi, en svo hraðaði hún göngu sinni í áttina að St. Augustines-in-the-Mead. Hún ákvað að safna saman áliti fjöl- skyldunnar, svo hún stæði betur að vígi, þegar til kastanna kæmi. Hilary var ekki heima, en konan hans var að gefa tveim stúlk- urp te. — Ef þú vilt tala við Hilary, Dinny, þá kemur hann bráðum. — Ég býst við að þið frændi hafið heyrt um mig? Hún kinkaði kolli. — Viltu segja mér hvaða álit frændi hefur á þessu öllu? — Ég vil heldur að hann segi þér það sjálfur, Dinny. Við munum hvorugt svo vel eftir herra Desert. Hún beið og talaði um daginn og veginn, þangað til Hilary kom. Hann var fölur og áhyggjufullur á svipinn, og Dinny sá að hann var mjög þreyttur, og hún hugsaði að hún gæti ekki verið þekkt fyrir að þreyta hann með sínum vandamálum, sem eflaust voru smá, samanborið við það sem hann hafði við að stríða. — Getið þið May ekki komið á blómasýninguna í Chelsea á þriðjudaginn. — Drottinn minn, sagði Hilary, og kveikti í pípu sinni, — það væri dásamlegt að standa í sýningartjaldi og finna ilminn af blómunum! — Við erum að hugsa um að fara í fyrra lagi, til að forðast troðning. Em frænka sendir eftir ykkur. — Ég get ekki lofað að koma, svo þið skuluð elcki senda. En hvað er með þig? Adrian sagði mér það. — Ég vil ekki þreyta þig, frændi. — Ekkert, sem þér við kemur þreytir mig, nema þá að það særi þig. Ég geri ráð fyrir að þú verðir, Dinny? — Já, ég verð. Hilary andvarpaði. — Þá er ekkert annað að gera en að gera það bezta úr öllu. En heimurinn elskar píslarvætti annarra. Ég er hræddur um að hann fái „slæma pressu“, eins og sagt er. — Það veit ég líka. — Ég man aðeins eftir honum, sem grannvöxnum unglingi, með háðslegum svip. Hefur hann losnað við háðssvipinn? Dinny brosti. — Ég sé ekki þann svip. — Þá óska ég þér til hamingju, vina mín. Mundu bara að taka það ekki illa upp, þótt þið verðið fyrir grjótkasti, þú gengur út í þetta með opin augu. — Ég reyni. En þegar ljóðabókin hans kemur út, langar mig til að 27. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.