Vikan


Vikan - 03.07.1969, Side 43

Vikan - 03.07.1969, Side 43
norski hvíldarstóllinn. — Framleiddur á Islandi með einkaleyfi. — Þægilegur hvíldar- og sjónvarpsstóll. — Mjög hentugur til tækifær- isgjafa. — Spyrjið um VIPP stól í næstu húsgagnaverzlun. — Umboðsmenn um allt land. VIPP STÓLL Á HVERT HEIMILT. FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU 03 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690 þú lesir ljóðið, sem hann kallar „hlébarðann“, það skýrir sjónar- mið hans. Vilt þú tala við pabba um þetta. — Nei, Dinny. Eldri bróðirinn gleymir aldrei að hann var einu sinni stærri. Dinny stóð upp. — Jæja, frændi minn, ég þakka þér fyrir að þú skulir ekki trúa á fordæminguna, og frekar fyrir að segja það við mig. Þú manst eftir blómasýningunni á þriðjudaginn. — En sá mannfjöldi, sagði lafði Mont, þegar hún kom á blóma- sýninguna í Chelsea. — Já, sagði Dinny, — kemur þetta fólk til að njóta þeirrar feg- urðar, sem það hefir annars ekki tök á? — Þarna er Hilary. Hann er búinn að vera í þessum fötum í tíu ár. Taktu þessa peninga og náðu í miða fyrir þau, annars reynir hann að borga sjálfur, og hann hefir ekki ráð á því. Dinny hljóp af stað, með fimmpunda seðil í höndunum. Hún varð á undan að ná í miðana, og senri sér brosandi að þeim. — Eg sá til þín, sagði Hilary. — Hvað eigum við að skoða? Azale- urnar? Mér finnst dásamlegt að vera innan um þessi ilmandi blóm. Þau gengu framhjá rósatjaldinu, og Dinny leit á úrið. Hún hafði reiknað með að hitta Wilfrid fyrir framan það. Þarna kom hann. Hún sveif að innganginum, og þegar hún greip hendur hans, vissi hún varla hvar hún var. — Hvernig líður þér ástin mín. Em frænka er hér, Hilary og konan hans. Mig langar til að þau hitti þig, þau eru öll samþykk sambandi okkar. Henni fannst hann vera eins og fælinn hestur. — Ef þú óskar þess Dinny. Þau hittu lafði Mont, þar sem hún var að tala við umsjónarmann sýningarinnar. — Já þær þurfa kalk, memesíurnar þurfa þess ekki þær þorna svo fljótt. Ó, þarna er Dinny frænka mín, og herra Desert. Komið þér sælir. Ég man eftir yður frá því þér stóðuðu við altarið með Michael. Hún rétti Wilfrid höndina, og leit framan í hann, undrandi á svipinn. — Hilary frændi, sagði Dinny. — Já, sagði lafði Mont, — Hilary, May, — herra Desert. Hilary var auðvitað eins og hann átti að sér, en May var sýnilega uta nvið sig. Wilfrid og Dinny urðu viðskila við hin. — Hvað finnst þér um Hilary frænda? — Hann lýtur út fyrir það að eiga auðvelt með að lenda í vand- ræðum. — Já hann veit auðvitað hvernig hann á að forðast árekstra, en hann rekur sig samt alltaf á. Það er líklega vegna þess að hann býr í þessu fátækrahverfi. Hann er sammála Michael um að það sé ekki rétt af þér að birta ,Hlébarðann“. -—- Heldurðu að ég reki mig á? — Já. Dinny stakk hendinni í lófa hans. Nei, látum okkur sigla undir réttu flaggi, líka mín vegna. Wilfrid, reyndu að taka því sem að höndum ber, þá geri ég það líka. Eigum við ekki að fela okkur bak við fúsíurnar, þau taka ekki til þess. Þegar þau voru komin út úr tjaldinu, reikuðu þau niður að ár- bakkanum. — Hvert eigum við að fara Dinny? — Batterseagarðinn. — Þá verðum við að fara yfir brúna. — Þú varst vænn að lofa mér að kynna þig fyrir þeim, en þú varst eins og hestur, sem vill losna við beizlið. Mig langaði til að strjúka þér um hálsinn. — ÍJg er orðinn afvanur að tala við fólk. — Það er líka gott að vera ekki háður því. Framhald í næsta blaði. 27. tbi. yiKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.