Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 48

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 48
Hann hafði virt hana fyrir sér af þröskuldinum, þar sem hún stóð i lyfjaseyðisgufunni og íitiaði við jurtir sínar og potta með einbeiting- arsvip, sem gerðu henni hörkudrætti um munn. Þetta var svipur, sem hann hafði ekki séð á henni áður og þar sem hún stóð þarna í eldsbjarmanum, innan um áhöld sín og heitt, svart seyðið, leizt honum ekki meir en svo á blikuna. En hann fikraði sig nær, með ákafan hjartslátt. — Viltu eitthvað? spurði Angelique um leið og hún byrjaði að þvo upp áhöldin. — Já, það veiztu ..... — Segðu þá til...... — Það getur varia farið framhjá þér, Madame, að þú hefur fyllt mig yfirþyrmandi ástríðu. Hann másaði af geðshræringu. — Það var þín vegna sem ég kom hingað ............ Og hann reyndi að útskýra hugsanagang sinn fyrir henni, að hann hefði í fyrst sinn á æfinni hitt konu, sem virtist ástarinnar verð ....... Já, ástarinnar ....... Ástar, sneyddri sínum grófari hliðum ......... Hann endurtók þetta furðulega orð, ást, fyrir sjálfum sér og hann langaði að fara að skæla. — Heimskingjar, svaraði hún gremjulega. — Já! Jú! Þú ert heimsk- ingi! Trúðu mér. En ihverju máli skiptir það? hélt hún áfram óþoi- inmóð. •— Hefur þér aldrei dottið í hug, Monsieru, að ég hafi ekki verið borin i þennan heim til að fullnægja þinni hernaðarlegu heim- þrá, þegar tilfinningasemin kemur yfir þig? Ég á eiginmann og börn og þú verður að gera þér grein fyrir því, að það eina hlutverk, sem þú getur leikið i mínu lífi, er hlutverk gests, sem ég hef boðið vel- kominn sem vin. En ef þú heldur áfram á þennan hátt, muntu glata vináttu minni. Hún sneri baki við honum, til að gefa til kynna að hann skyldi ekki halda áfram á þessari braut og að hún áliti málið útkljáð. Henni gazt ekki að þessari manngerð, sem var algeng meðal liðs- foringja: Tröllvaxnir menn með klunnalega fætur. Hinir einu hæfi- leikar þeirra eru fólgnir i karimannlegu viðhorfi tii striða, en i ná- vist kvenna á klunnaskapur þeirra sér enga hliðstæðu nema ef vera kynni í heimsku þeirra. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu gersam- iega ómótstæðislegir og álíta að hver sú kona, sem hafi verið svo heppin að falla þeim i geð, hljóti óhjákvæmilega að verða þeirra og þeir geta ómögulega skilið, af hverju það gildir ekki um allar konur. Pont-Briand var engin undantekning frá þessari reglu. Hann ætlaði ekki að taka nei fyrir gilt svar og ákefð þráarinnar, þar sem hann stóð svo nærri Angeiique, gerði hann næstum tungulipran. Að hún væri ekki eins og aðrar konur, að hann hefði ekki látið sig hætta að dreyma um hana, fegurð hennar, hlátur hennar, að hún væri eins og ljós, sem hefði skinið gegnum nóttina. Hún gat ekki vísað honum frá sér, það var óhugsandi.... Hann kynni að deyja á morgun.... En áður en Irokarnir steiktu hann lifandi yrði hún að minnsta kosti að veita honum unað síns hvíta hörunds. Hann hafði ekki notið hvits hörunds svo lengi. Þessar Indiánakerlingar höfðu engar sálir. Það var pest af þeim.... Ó, að fá hvíta konu aftur.... — Svo þú hefur valið mig til að fullnægja löngun þinni í hvítt hörund á nýjan leik, eða hvað? spurði Angelique og átti erfitt með að dylja kátinu sína yfir klunnaleik hans og barnaskap. Ég veit ekki hvort ég á að álíta þett.a gullhamra.... Pont-Briand eldroðnaði. þegar hún fór að stríða honum. — Ég átti ekki við það.... — Monsieur, þú ert þrautleiðinlegur. Pont-Bríand leit út eins og barn. sem slegið hafði verið á fingurna á. öll mildin. sem hann hafði skvniað í henni virtist ha''-'. breytzt í hvassbrvnda odda. hann skildi þetta ekki. Hann gat aldrei gefið hana upp á bátinn. Hann hafði aldrei getað haft stjórn á fýsnum sínum og var gersamlega biindaður af yfirþyrmandi þörf til að taka hana i fangið og njóta hennar með valdi eí með þyrfti. Þegar hann leit framhjá Angelique tók hann eftir hálfopnum dyrunum uppi í herberginu hennar og stóra trérúmstæðinu. Hugur hans í hana og þetta einstæða tækifæri gerði það að verkum, að hann varpaði allri varkárni fyrir borð. — Hlustaðu á mig ástin mín, við erum ein. Komdu með mér þarna upp í herbergið. Ég skal vera fljótur, því heiti ég. En á eftir skaltu sjá til. Þá skilurðu, að við verðum að elskast. Þú ert eina konan í heiminum, sem hefur komið mér til að líða, svo sem raun ber vitni. Þú verður að vera mín. Angelique, sem var að taka upp skikkjuna, til að fara út úr skál- anum og binda þannig endi á þessar samræður, leit á hann stein- hissa, eins og hann væri viti sínu fjær. Hún hafði ekki tíma til að hreyta í hann því stuttaralega svari, sem hún hafði ætiað sér, því hann sveiflaði utan um hana hand- leggjunum og þrýsti vörum sínum að hennar. Hún gat ekki iosað sig þegar í stað, því hann var fílsterkur og ástríðan iéði honum afl. Með offorsinu aðskildi hann varir hennar og þessi snerting minnti hana á aðra villimenn, hráblauta túla, sem höfðu beitt hana ofbeldi og saurgað hana. Henni var óglatt og hún fylltist skyndilegri ofsareiði. Hún sleit sig lausa i ofboði og greip skörung, sem stóð uppi við reykháfinn við hlið hennar og færði hann af öllu afii í höfuð liðs- foringjans. Það kvað við dumbur skellur. Pont-Briand sá stjörnur, riðaði og féll i ólögulega hrúgu á gólfið. Þegar hann rankaði við sér lá hann á bekk. Honum var illt í höfð- inu, en hann skynjaði þegar í stað hverskonar mjúku hægindi hann lá. Hann lá i kjöltu Angelique. Hann leit. upp og sá andlit lúta yfir sig með áhyggjusvip. Hún var að þerra blóð af sári á höfði hans, sem hún hafði lagt á hné sér og hann fann yl líkama hennar gegnum ullar.klæðin. Hann lá með höf- uðið mjög nærri brjóstum hennar og fann ákafa löngun til að snúa höfðinu að þessum mjúka, hlýja kvið og fela andlitið upp við hann eins og barn, en stóðst freistinguna. Hann hafði þegar framið næg heimskupör fyrir einn dag. Svo hann lokaði augunum og andvarpaði þunglega. — Jæja? spurði hún. — Hvernig liður þér? — Bölvanlega, þakka þér fyrir. — Þú ert ekki fyrsti fulli maðurinn, sem ég hefi orðið að eiga við.... — Ég var ekki fuliur. — Jú, það varstu. — Þá hlýtur það að hafa verið kynjafegurð þín, sem steig mér til höfuðs. — Ekki byrjar þetta óráðshjál aftur, vesalingur Angelique fann t.il nokkurrar iðrunar fyrir að hafa lamið hann svo hörkulega. Kinnhestur hefði verið feykinóg, En hún hafði engan veginn getað haft stjórn á sér. — Hvaða fáránleg fluga var þetta að fara að verða skotin í mér? spurði hún ásakandi. — Aðgætnin ein hefði átt að koma í veg fvrir bað. Flaug þér ekki í hug að eiginmaður minn kynni að taka þessa hegðun ilia unp? — Eiginmaður þinn? Uss. Fólk segir að hann sé ekki 5 raun og veru eiginmaður þinn. — .Tú, það er hann. Það sver ég við höfuð sona minna. — Þá hata év hann enn meir en áður. Það er ekki réttlátt að honum skuli leyft að nióta þín. — Þau ninkaréttarlög voru fundin upp af kirkju heilag»-ar guðs- nóður siáifrar. 48 VIKAN 27-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.