Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 49
—■ Það eru íáránleg og óréttlát lög.
— Segöu pátanum það....
Stynjandi og aumur hatði Pont-Briand nú fulla stjórn á sér.
Hvert i þreifandi. Hún hafði næstum drepið hann. Þess i stað
hugsaði hann með sér með samblandi af aðdáun á henni og vorkunn-
semi i gai'ð sjálfs sín, að hún væri alveg einstök kona, og mest langaði
hann að framlengja deilur þeirra til þess að geta hvílt þarna áfram,
undir brjóstum hennar, og anda að sér ilmi þeirra og arma hennar.
En Angelique stóð upp og hjálpaði honum að setjast. Hann var
óstöðugur á fótunum, og hann gerði sér ljóst að allar hans vonir
voru að engu orðnar og gæfuleysið greip hann heljartökum.
— Monsieur Pont-Briand?
— Já, ástin mín.
Hann leit á hana. Hún virti hann fyrir sér með alvarlegu, móður-
legu augnaráði.
— Hafðirðu kannske drukkið mjög mikið? Eða tyggurðu eitthvað
af þessum Indiánagrösum, sem sagt er að eiturlyf séu í?
—• Hversvegna spyrðu mig að því?
— Vegna þess að hegðun þín er ekki eðlileg.
Hann hló stuttaralega. — Hvernig geturðu ætlazt til að ég hegði
mér eðlilega, þegar dásamlegasta konan í öllum heiminum hefur rétt
i þessu lamið mig í hausinn með skörung?
— Nei. Ég meina Það .... Allt síðan þú komst hingað.
Hún horíði á hann. Pont-Briand var einn af þeim mönnum, sem
sýna sínum eigin ástriðum samblöndu af barnaskap og stolti og enda-
lausa undanlátssemi. Þessi manntegund er illa gefin og verður auð-
veldlega dáleidd af þeim hugmyndum, sem hun getur ekki skilið, eða
af þeim sem búa yfir miklum viljastyrk og kunna að notfæra sér það.
Dáleiddur? Illur grunur læddist að henni, en hún gat ekki gert sér
fulla grein fyrir eðli hans.
— Hvað er það? hélt bún áfram vingjarnlega. — Segðu mér það.
— Þú veizt það, stundi hann. — Eg er ástfanginn af þér.
Hún hristi höfuðið. — Nei! Ekki nóg til að haga þér svona heimsku-
lega. Hvað annað er að?
Hann svaraði ekki en lagði tvo fingur á gagnaugað með sársauka-
svip. Svo langaði hann allt í einu til að fara að skæla. Hann var að
byrja að skilja hvað gerzt hafði með hann.
Sannarlega hafði hann verið þjáður af ást til hennar, alit frá þvi
hann sá hana fyrst, en síðan hvenær varð sú kennd óbærileg? Hafði
hún ekki verið óbærileg síðan Jesúítinn heimsótti hann? Það var
eins og röddin hefði aldrei hætt að hamra í höfðinu á honum: —
Haltu áfram ........ Farðu ....... Konan verður þín! Og í djúpum
náttanna höfðu þessi bláu augu, glitrandi eins og safírar, aldrei yfir-
gefið hann. Nú var hann að byrja að skilja. Hann hafði verið sendur
til að vinna verk, sem hann átti aðeins að vera verkfæri til. Hann
hafði verið sendur til að eyðileggja konuna, sem hann elskaði, með
þvi að svívirða hana og ná þannig til Peyracs. Og nú, þegar honum
hafði brugðizt það fannst honum hann vera öllu sviptur. Vesælt fífl.
Vesælt, einskins nýtt fífl.
Á hvorn veginn sem var hefði hann tapað. Jafnvel þótt hann hefði
heppnina með sér. Einkum hefði hann haft heppnina með sér. Hann
hafði verið sendur út í opinn dauðann. Allt i einu varð honum ljóst,
að hann átti aðeins fáeinar klukkustundir eftir ólifaðar.
— Ég verð að fara, sagði hann og stóð upp með þjáningarsvip.
Hann skjögraði yfir að skotinu, þar sem hann hafði sofið, tók
föggur sínar, jakka og loðhúfuna, fór í fötin og kom siðan til baka
með bakpokann.
-— Leyfðu mér að setja mat í skjóðuna þína, sagði Angelique og leizt
ekki meir en svo á þá hugmynd, að hann ætti eftir að dvelja marga
daga einn með Húrónunum í þessari villtu og snævi þöktu fjandsam-
legu auðn.
Hann horfði á hana kærulaus og hugur hans var fullur af beiskum
hugsunum. Allsstaðar hafði honum brugðizt, mistökin voru allt í
kringum hann. í haugum frammi fyrir honum og fyrir aftan hann.
I þvi skæra ljósi, sem allt í einu skein yfir huga hans, minntist hann
ýmissa atvika og hann gerði sér ljóst, að hann hafði aldrei gengið
eins í augum á konum og hann hafði ímyndað sér. Samskipti hans
við þær enduðu alltaf með rifrildi, þar sem þær sögðu honum að
hann væri óþolandi og þær 'hefðu fengið meir en nóg af honum. En
maður eins og Joffrey de Peyrac, til dæmis, var aldrei óþolandi. Ný
reiðiaida tók að rísa í sál hans.
Þegar hann kom fram á þröskuldinn, fannst honum hann þurfa að
hefna sín á öllum kvenpeningi með því að ráðast á þessa einu og særa
hana, sem hafði greitt honum svo mörg sár. Hann snerist á hæli.
— Elskarðu eiginmann þinn? spurði hann.
— J, auðvitað muldraði hún undrandi.
Hann rak upp háan, djöfullega hlátur.
-—• Jæja, það er sjálfri þér verst. Því það hindrar hann ekki i að
vera seint og snemma á flandri til að hitta þessar Indíánastelpur.
Þær eiga heima tvær hérna úti í skóginum og hann hlutaðist sér-
staklega til um að fjölskyldur þeirra settust hér að, svo hann gæti
skemmt sér með þeim, þegar hann væri orðinn þreyttur á að kyssa þig.
Það er heimskulegt af þér að skemmta þér ekki með þeim sem eiga
hér leið um, að vera trú þessum gaur, sem gerir ekki annað en að
halda framhjé þér. Það getur verið að þú vitir ekki um það. en allir
aðrir í Kanada vita það ........ Og mennirnir hér hlæja að því og
gera grín að þér!
Eins og eftir einhverju ósýnilega gefnu merki birtist Húróninn við
hlið hans og lagði af stað á eftir honum.
53. KAFLI
— Hann er farinn, sagði Angelique, þegar hinir komu, og svo leit
hún nndan.
Joffrey de Pevrac gekk til hennar, eins og hann var vanur, þegar
hann hafði verið þetta lengi í burtu, tók um hönd hennar og kyssti
hana á fingurgómana.
En hún for-ð'.>ðist bessi fióttalegu ástarhót,.
— Farrnn! hrónaði Malaprade hneykslaður — P.étt, undir nótt.ina og
hríðin yfirvofandi! Og án þess að kveðja kóng eða prest! Hvað hefur
komið yfir hann? Hann er vitlaus! Það verð ég að segja að þessir
Kanadamenn eru hreinustu fífl ....
Angelique hófst handa við kvöldstörfin. Hún kallaði Florimond til sin
og bað hann hljóðlega að fara með bolla af jurtatei til Sams Hortons.
Hún hafði sett sýróp og ofurlitinn sykur í það, til að gera það
drekkandi og Florimond átti að koma þessu ofan i E'nglendinginn með
því að spjalla við hann um alla heima og geyma á meðan til að leiða
huga hans frá þessu. Svo hjálpaði hún Madame Jonas að setja skál-
arnar á borðið og hengja upp blautu fötin, frammi við eldstæðið.
Hún gerði allt sem hún þurfti að gera, snyrtilega og að því er virtist
rósöm, en hugur hennar var allur í uppnámi.
Þær stundir sem liðnar voru síðan Pont-Briand fór, hafði hún ekki
getað á heilli sér tekið.
Hugur hennar dvaldi ekki lengur við það sem liðsforinginn hafði skýrt
frá, heldur fr.emur við þá eiturör, sem hann hafði beint að henni, þar
sem hann stóð á þröskuldinum í þann mund að fara og eitrið úr ör-
inni síaðist hægt inn í æðar hennar.
I fyrstu hafði Angelique yppt öxlum, þegar hún heyrði Pont-Briand
segja, að eiginmaður hennar hefði haldið framhjá henni með Indíána-
stelpunum i Indiánabúðunum þar skammt frá. Svo fannst henni allt
í einu að öll dagleg hegðun birtist henni í nýju ljósi og hún spurði
sjálfa sig og roðnaði um leið. Henni hafði aldrei flogið i hug að
Joffrey kynni að hafa verið að gamna sér með Indíánastúlkunum,
jafnvel þótt greifinn heimsótti Indíánahöfðingann oft, og hún hafði
tekið eftir því, hvernig stúlkurnar tvær, Argeti og Wannipa, höguðu
sér þegar hann var nærri. Þær gutu til hans flírulegu hornauga og
hann svaraði þeim a peirra eigin tungumáli, kitlaði þær undir hök-
unni og gaf þeim perlur að gjöf, eins og dekurbörnum. Var ekki mögu-
legt, að allt þetta sakleysislega yfirvarp ætti aðeins að vera blæja yf-
ir vafasömum kunnugleika, en nægt til að slá ryki i augu hennar
Hún hafði alltaf verið heldur barnaleg, þegar setið hafði verið á
svikráðum við hana, og þegar svona ógæfa var annarsvegar, fengu
þeir alltaf síðast um hana að ivita, sem þar áttu mest i húfi.
Þegar Pont-Briand var farinn hafði hún farið í geymsluna til að
ná í perlur, sem hún ætlaði að gera úr hálsfesti til að gefa Honorine
i jólagjöf.
Hendur hennar voru óstyrkar. Henni varð ekkert ágengt með það
sem hún var að gera og við og við yppti hún öxlum, eins og til að hrista
af sér óæskilegar hugsanir.
Hugmynd tók að þróast hjá henni. Hún tók að finna til þess hve
langt hún var frá eiginmanni sínum, eins og ævinlega þegar hún
hugsaði um allar þær óþekktu hliðar á lunderni hans. Sjálfstæðið hafði
alltaf verið mikilvægur þáttur í geðslagi greifans. Myndi hann geta
látið af því, þótt hann hefði nú fundið aftur eiginkonu, sem hann
hefði getað komizt af i fimmtán ár? Þegar allt kom til alls var hann
húsbóndinn og einasti húsbóndinn um borð eins og hann sagði stund-
um sjálfur.
Hann hafði alltaf verið frjáls, og ekkert hafði skert þetta frelsi
hans. Hann óttaðist hvorki dauða né djöful. Sjálfsagi hans grund-
vallaðist á öðru .....
Svo allt í einu leið henni svo illa að hún spratt á fætur, kastaði því
frá sér, sem hún var að gera og hljóp i áttina til skógar, eins og á flótta.
Snjórinn gerði henni ómögulegt að komast langt. Hún gat ekki einu
sinni farið í langa gönguferð út í skóginn, til að róa sig. Hún var
fangi. Svo hún sneri til baka, reyndi að beita sig hörðu og hugsa
skynsamlega.
— Svona er lífið, sagði hún við sjálfa sig og endurtók ósjálfrátt
þessi útjöskuðu orð, sem stúlkukindur gjarnan nota, þegar þær eru
í þann veginn að gefast upp og sjá að þær geta ekki sigrað.
— Svona er lífið, sannaðu til, hafði Marquise de Polacs, vinkona
hennar við Hirð kraftaverkanna sagt við hana, tíu sinnum á dag. —
Svona eru þessir karlmenn.
Karlar hafa ekki sama skilning á ástinni og konur. Ást konu er full
af skýjaborgum, draumum og óskynsamlegum, tilfinningalegum hugs-
unum.
Hvað hafði hún ímyndað sér? Hún hafði ímyndað sér að bak við
atlot þeirra lægju bönd, sem tengzt hefðu á nýjan leik, nokkuð sewt
aðeins gæti verið til milli hans og hennar. Þessi íögnuður skilningar-
vitanna væri sönnun þess, að þessir tveir líkamir hefðu valið hvorn
annan handa sér, að þeir myndu aldrei þreytast hvor á öðrum eða
skilja framar, að þeir væru tákn æðra samræmis milli hjartna
þeirra og huga.
Hún hafði trúað á ómögulegt kraftaverk. Þetta samræmi var svo
sjaldgæft. Og það sem þeim hafði einu sinni veitzt gat ekki lengur
verið til, þau höfðu bæði breytzt svo mikið á þessum aðskilnaðarárum.
Hún gat varla sakað Joffrey um að hann hefði svikizt um að gera
það, sem hann hefði sennilega aldrei ætlað að gera. Og það var óskyn-
samlegt að kalla frílystingu hans með Indiánastúlkunum ótryggð.
Hún varð að fara i felur með beisk vonbrigði sín. Hann myndi
þreytast á afbrýðissamri og eigingjarnri eiginkonu. En fyrir henni var
ljósið horfið og hún velti því fyrir sér, hvort hún gæti haldið áfram
svona.
Allar þeirra deilur og átök til bessa urðu að engu frammi fyrir
ákveðinni, áleitinni mynd, sem ofsótti hana. Hún sá hann hlæja með
Indíánastúlkunum og sá hann gera gælur við smávaxin brjóst þeirra,
njóta unaðar stæltra líkama þeirra, með sterkum, frumstæðum þefn-
um og þessi sýn kom Angelique til að nötra, því hún særði hana líkam-
lega um leið og stoltið.
Það var nokkuð, sem karlmenn gátu aldrei skilið. Stolt konunnar.
Það var hægt að særa hana, en hún var einnig flekkuð. Það var
ómögulegt. að útskýra það, en svona var það ,og þetta gátu þeir
aldrei skilið ....
Börnin höfðu komið heim aftur eftir sleðaferðina, hrópandi og gal-
andi Þau höfðu sagt henni frá ævintýrum sínum. Þau höfðu rennt
sér niður hæðina með ótrúlegum hraða. þau höfðu séð sporin eftir
hvítan héra og Madame Jónas hafði dottið í skaíl Það hafði reynzt
erfitt að ná henni upp. Þau voru öll meira eða minna blaut og hún
varð að taka þau úr skóm og fötum og setja hvorttveggja til berris,
en vefja börnin inn i teppi og setja þau fyrir framan eldinn, með skál-
ar af heitri súpu.
K>'nnar Honorine voru rjóðar eins og epli og hún var miög æst.
27. tbi. VIICAN 49