Vikan - 25.09.1969, Qupperneq 5
# vísur vikunnar
Kæti vor ört og kjarkur dvín
í kárínum illra veðra
haustið nálgast og Ho Chi Minh
er horfinn til sinna feðra.
Fáu er til hins betra breytt
og búskapur öfugt gengur
enda virðist hér yfirleitt
ekkert með felldu lengur.
Yfirgnæfir nú annað hjal
og illa við hlustir lætur
ráðherra vorra raunatal
og regnið sem úti grætur.
V_____________________________________________________y
- OG ÞAÐ Á BROADWAY
HANN ER RÖDD
NASSERS
Kaíró-blaðið A1 Aram er
áhrifamesta blað arabíska heims-
ins, þótt svo að daglegt upplag
þess séu aðeins þrjú hundruð
þúsund eintök. En á föstudögum
— sunnudögum Múhameðstrúar-
manna — skrifar yfirritstjórinn
í það sitt Reykjavíkurbréf, póli-
tískt yfirlit, og þá stígur upplag-
ið um helming.
í föstudagsyfirlitinu gefur rit-
stjórinn Múhammeð Hasanein
Heykal, heiminum til kynna
hvað Gamal Ab del Nasser álít-
ur um ástandið í Mið-Austur-
löndum. Enda er það þaullesið
af blaðamönnum og diplómötum
um allan heim.
• korn
• Kringlukast: Hröð afgreiðsla
í bakaríi.
• Líftrygging: Samningur við
tryggingafélag um ákveðna fjár-
upphæð, sem maður fær ekki
fyrr en maður er dauður.
• Varnarvopn: Byssa, sem mað-
ur stendur fyrir aftan.
• Árásarvopn: Byssa, sem mað-
ur stendur fyrir framan.
• Ókosturinn við hundahald er
sá, að hverjum hundi fylgir
hundseigandi.
• Lýgi: Það sem maður vildi
að væri satt.
• Skíðastökk: Erfið aðferð til
að fótbrjóta sig.
• Bónorðsbuxur: Aukabuxur
við nýju fötin keisarans.
• Viskustykki: Það sem stjórn-
málamennina vantar.
FJÖGURRA METRA
HÁKARL RÉÐIST
Á BÁTINN
Þann 20. janúar í ár, lagði 32
ára gamall Englendingur, John
Fairfax, upp frá Kanaríeyjum,
fastákveðinn í að sigla skútu
s:nni, ,,Brittanníu“ yfir Atlants-
ála. Ákveðni hans sigraði, því
eftir 4760 kílómetra og 180 daga
steig hann á land í Florida. Það
var að vísu 90 dögum eftir að
Fairfax ætlaði að ljúka ferðinni,
en hann telur tímann aukaatriði.
Alvarlegast atvikið sem henti
ofurhugann var þegar fjögurra
metra langur hákarl réðst á bát-
inn, en skepnan lét lífið fyrir
hnífsstungu í bakið.
☆
Nasser og Heykal eru góðir
vinir, enda fyrrverandi félagar í
hernum. Nasser hefur sagt: ,,Ég
þarf ekki að segja nema eitt orð,
þá veit Múhammeð Heykal ná-
kvæmlega hvað ég hugsa.“ For-
setinn hefur oft boðið Heykal
mikilvæg ráðherraembætti, en
hann hefur alltaf afþakkað.
Hann er einn sárafárra Egypta
sem getur hringt í Nasser hve-
nær sem honum sýnist. En Hey-
kal kemur sjaldan fram opinber-
lega, þótt svo að hann fylgi for-
setanum eins og skuggi í öllum
ferðum. Ritstjórnarskrifstofurn-
ar eru í hámódernu, loftkældu
skrifstofuhúsi skammt frá Hilt-
on-hótelinu við Níl. Blaðið er
ríkiseign, og það eru öll egvpzk
blöð frá því þau voru þjóðnýtt
á sjötta áratug aldarinnar.
Upp á síðkastið þvkiast beir.
sem mest vit eru taldir hafa á,
sjá af föstudagsgreinum Heykals,
að fljótlega sé von á nýju stríði
milli fsraelsmanna og Araba, og
verði það langvarandi. Heykal
hefur marglýst því vfir að þeg-
ar ófriður skelli á í fiórða skipt-
ið verði ekki um neitt sex daga
stríð að ræða, heldur miklu
frekar sex ára.
*
NAKIN Á LEIKSVIÐINU
Það hefur verið mjög í tízku
undanfarið að striplast sem allra
mest. Frægt fólk lætur taka af
sér myndir, þar sem það er í alls
engu — og nægir í því sambandi
að benda á vin vors og blóma
John Lennon og hina japönsku
konu hans Yoko Ono.
Nú er fólk farið að sjást nak-
ið á leiksviðinu líka, — og það
meira að segja á Broadway. Með-
fylgjandi mynd er úr söngleikn-
um „Oh! Calcutta!“ sem sýndur
er á Broadway um þessar mund-
ir, við stórkostlegar undirtektir.
Jafnvel íhaldssömustu gagnrýn-
endur segjast ekki sjá neitt við
leikinn sem veki andstyggð eða
viðbjóð. Ekki er vitað hver höf-
undur leiksins er, en meðal
þeirra sem nefndir hafa verið,
eru leikstjórinn Kenneth Tynan,
Sam Shepard og John Ono Lenn-
on. ☆
39. tbi. VIKAN 5