Vikan - 25.09.1969, Page 7
ur á í Keflavíkursjónvarpinu, og
mér þótti hann góður.
Að svo mæltu þakka ég fyrir-
fram fyrir birtinguna og sömu-
leiðis þakka ég Vikunni fyrir
marga ánægjustund. Sérstaklega
hef ég haft gaman af innlendu
viðtölunum að undanförnu, til
dæmis við okkar ágætu og bráð-
fallegu sjónvarpsþuli. Ég treysti
mér ekki til að gera upp á milli
þeirra. Ég er skotinn í þeim öll-
um! H. S.
Við þökkum hólið og komum
aðfinnslu bréfritara hér með á
framfæri við viðkomandi aðila.
Kaupa silfur
og postulín
Kæri Póstur!
Nýlega las ég í einu Reykja-
víkurblaðanna fréttaklausu, sem
mér þótti harla einkennileg, og
ég er satt að segja hissa, að hún
skuli ekki hafa vakið neina veru-
athygli. Klausan var á þessa
leið:
Kaupa silfur og postulín ....
Nú rignir inn málum hjá Borg-
ardómaraembættinu í Reykjavík
vegna vanskila íslenzkra skip-
verja, sem undirritað hafa samn-
inga um kaup á alls konar silfur-
varningi og postulíni hjá danska
fyrirtækinu Sölwico í Kaup-
mannahöfn. Skipverjarnir eru
sumir ekki orðnir fjárráða og því
óheimilt að efna til fjárhagslegra
skuldbindinga. Flestir skipverj-
anna hafa greitt lítinn hluta
verðsins við móttöku varanna,
en undirskrifað samning um
greiðslu afgangsins. Flestir virð-
ast ekki hafa gert sér grein fyrir
samningnum og sumir ekki lesið
hann. Eru nú komnar um 100
kærur af þessu tagi.“
Þykir engum nema mér svolít-
ið skrítið, að íslenzkir sjómenn
skuli kaupa svona mikið af silfri
og postulini? Mér hefur skilizt,
að siómenn hafi ekki alltof hátt
kaup og séu engan veginn há-
tekjumenn. Eða kannski er það
einmitt ástæðan til þessara miklu
silfurkaupa?
Hvað finnst þér um þetta,
Póstur góður?
Með beztu kveðjum.
Einn að norðan.
Ætli flesta gruni ekki, hvað um
er að vera? Oe hvað efnahag sjó-
manna viðkemur, þá ber klausan
það einmitt með sér, að beir séu
ekki alltof loðnir um lófana og
p-eti ekki staðið í þessum silfur-
idðskintum, þótt þeir séu að
reyna það.
Þeear konan fer
ein út....
Kæri Póstur.
Þú ert svo snjall að leysa úr
persónulegum vandamálum fólks.
Þess vegna langar mig til að
leggja fyrir þig eina siðferðilega
spurningu. Hún er á þessa leið:
Finnst þér nokkuð athugavert
við það, þótt gift kona fari út
að skemmta sér með vinkonum
sínum, en skilji karlinn sinn eftir
heima hjá börnunum?
Persónulega finnst mér ekkert
athugavert við þetta, enda geri
ég það stundum, þótt ekki sé það
oft og með fullu samþykki bónd-
ans. En ég hef orðið vör við, að
margt fólk, sérstaklega af eldri
kynslóðinni, lítur á slíkt athæfi
sem algert siðleysi.
Með beztu kveðju og þakklæti
fyrir nýju framhaldssöguna,
„Kvöldið fyrir brúðkaupið". Hún
fór strax í byrjun vel af stað og
er enn mjög spennandi. Þið ætt-
uð að hafa fleiri framhaldssögur
í líkingu við hana.
Saklaus dúfa.
Tímamir breytast ótt og mað-
ur hefur ekki undan að fylgjast
með. Fyrir nokkrum áratugum
hefði það þótt alger fásinna að
konur færu einar út að skemmta
sér. Slíkt hefði getað haft alvar-
legar afleiðingar. En nú á dögum
þykir fæstum þetta tiltökumál,
nema einstaka fólki, sem ekki
getur sætt sig við nýja siði og
breytt viðhorf nútímans.
Tíðkast þrælahald
enn?
Kæri Póstur!
Okkur langar til að láta þig
skera úr veðmáli. Við erum ó-
sammála, tveir ágætir vinir og
kunningjar, um mikilvæga
spurningu, sem hljóðar svo:
Tíðkast þrælahald enn í nokkru
landi í heiminum?
Kunningi minn segist hafa les-
ið greinar, meira að segja fleiri
en eina, um þrælahald nú á dög-
um. En hann getur ekki sagt í
hvaða landi, segist ekki muna
það.
Ég trúi þessu ekki, og við veðj-
uðum um það með því samkomu-
lagi, að þú yrðir dómarinn.
Okkur þætti vænt um, ef þú
vildir bregðast fljótt við, því að
talsverð summa er í veði.
Þrasari.
Jú, því miður mun það vera
staðreynd, að þrælahald og
þrælaverzlun blómstri enn í
heiminum. Til er stofnun í Eng-
landi, sem hefur á stefnuskrá
sinni að berjast gegn þrælahaldi
og vinna að auknum mannrétt-
indum. Samkvæmt upplýsingum
hennar. sem við rákumst nýlega
á í blaði, eru 1 milljónir manna
hnepptar í þrældóm í nálega
þrjátíu löndum.
I. Guðmundsson i Co. hf.
______________________)
Hver vill
gefa mér
RONSON?
Mll&dy gas kveikjari
Comet gas kveikjari
Adonis gas kveikjari
Empress gas kveikjari
Xil gefenda RONSON kveikjara: Afylllngin tekur
5 sekúndur, og endist svo mánuSum skiftir. Og I ||\|^|||\|
kveikjarinn. — Hann getur enzt a8 eilifu. ■ ■ 1 1
Einkaumboð:
Strákurinn, sem ég er með,
gaf mér minnsta kveikjara sem
ég hef séð — svo lítinn a8 ég fæ
varla nógu lltla steina I hann.
Annar strákur gaf mér kveikjara,
sem hann keypti ( siglingu
— honum er fleygt þegar
hann er tómur. Ekki man ég,
hvorn ég lét róa fyrr,
kveikjarann eða strékinn.
Ég er alltaf að kaupa
eldspýtur, en þær misfarast
meS ýmsum hætti.
En eld þarf ég aS hafa.
39. tbi. VIKAN 7