Vikan - 25.09.1969, Qupperneq 12
ADEHMS
VEIShJULEG
VIKA
INGE VESTER
Hvað vissi hún eiginlega um
þessa ungu dóttur sína? Að-
eins þaS að hún var orðin
þögul, þrjózk og erfið í um-
gengni. Var þetta eðlilegt, eða
hafði hún flækzt inn í eitthvað
hættulegt? Eins og til dæmis
að reykja hash? Rektorinn sagði
að nemendur skólans reyktu
hash....
Það var mánudagsmorgunn.
Meðan frú Hjort ristaði brauð og hellti upp
á te, heyrði hún mikinn fyrirgang í herbergi
Vibeku, — heyrði hvernig hún reif út skúff-
ur og skápahurðir og skellti þeim aftur, og
frú Hjort brynjaði sig fyrir því sem verða
vildi.
— Ég ætla ekki að reiðast, og ég ætla ekki
að þrefa við hana, hugsaði hún með sér. Það
eyðileggur daginn fyrir okkur báðum, ef við
byrjum hann á þann hátt. Og ég veit að þetta
er ekki eins alvarlegt og það lítur út fyrir.
En það er ekki alltaf auðvelt, andvarpaði
hún með sjálfri sér, þegar hin fimmtán ára
dóttir hennar kom inn i eldhúsið og sagði
frekjulega:
— Ég finn hvergi hvítu skyrtublússuna
mina!
Frú Hjort sneri sér að henni, og ennþá
einu sinni varð henni á að furða sig yfir því
hve miklum stakkaskiptum dóttir hennar
hafði tekið á síðastliðnu ári. í fyrra var Vi-
beke magurt og hálf klaufalegt barn, and-
litsdrættirnir óljósir.
Nú var þessu snúið við, andlitið var orðið
fastmótað, og líkaminn ávalur, og sannarlega
ekki renglulegur.
— Hún er að verða glæsileg stúlka, hugs-
aði frú Hjort, og það var ekki laust við að
hún fyndi fyrir stolti. Fullvaxin kona hið
ytra, — en hvernig var hugsunum hennar
háttað?
— Ég finn ekki hvítu skyrtublússuna mína,
endurtók Vibeke, ennþá ergilegri, þegar hún
fékk ekki strax svar frá móðurinni.
— Það er ekki undarlegt, vegna þess að
hún er í óhreinatauspokanum.
— Ó, ertu ekki búin að þvo hana ennþá?
Það er heil eilífð síðan ég setti hana i pok-
ann, og þú veizt að þetta er eina blússan
sem ég get notað við bláu buxurnar.
Frú Hjort stillti sig um að svara henni í
sama tón, og sagði rólega:
— Þú veizt að ég þvæ aðe:ns á mánudög-
um. Smáþvottar alla vikuna eru óhagstæðir,
bæði vegna tíma og peninga. Þessutan get-
urðu farið í eitthvað annað.
Eitthvað annað! fnæsti Vibeke með fyr-
irlitningu. — Eins og ég hafi e'tthvað um
að velja. Já, ég veit að klæðaskápurinn minn
er fullur af fötum, sagði hún, þegar hún sá
að móðir hennar ætlaði ekki að sinna þessu.
— En þetta er allt svo gamaldags og barna-
legt. Allar hinar stelpurnar í bekknum eiga
miklu nýtýzkulegri föt en ég. Þú ættir bara
að sjá fötin sem Súsanna er í!
— Og mamma Súsönnu fær eflaust að
heyra sömu romsuna og ég, sagði frú Hjort
eins kuldalega og hún gat. — En þar sem mér
er farið að skiljast hve áríðandi þetta er, þá
held ég að ég verði að lána þér hvítu blúss-
una mína. En þú færð hana aðeins í dag.
Fötin mín flækjast ekki fyrir neinum eins
og er.
Ég ætti í raun og veru að vera hreykin
yfir því að hún skuli vilja láta svo lítið að
fara í fötin mín, hugsaði hún. Hún lætur
ekkert tækifæri ónotað til að segja mér hve
fornleg fötin mín séu, og smekkurinn eftir
því.
— Heyrðu, viltu gera mér þann greiða að
biðja pabba að láta mig hafa helmingi meiri
vasapeninga? sagði Vibeke, meðan hún sötr-
aði teið.
— Heldurðu að þú sért fær um að ráða
yfir hærri upphæð? Ég get ekki sagt að ég
sé sérstaklega hrifin af því hvernig þú notar
vasapeningana þina.
— Það er vegna þess að ég hefi svo litlu
úr að spila, að ég get aldrei keypt neitt nýti-
legt. Nú verð ég að þjóta. Hún kyssti móður
sina lauslega á kinnina og fór fram í and-
dyrið til að ná í yfirhöfnina. Svo stakk hún
höfðinu inn í gættina aftur.
— Það er satt, ég var búin að gleyma að
segja þér að það er foreldrafundur í skólan-
um annað kvöld. Rektor sagðist vona að allir
foreldrar kæmu, svo það er eins gott að þið
komið þar við.
Hún lagði bréfsnepil á eldhúsborðið og
hvarf út um dyrnar.
Frú Hjort settist niður, smurði brauðsneið
og hellti tei í bollann sinn, en af einhverjum
ástæðum smakkaðist ekki maturinn.
Áður hafði hún alltaf notið þessarra morg-
unstunda, þegar kyrrð var komin á, eftir að
maðurinn hennar og dóttir voru komin til
sinna skyldustarfa. En nú gerðist það oft, eins
og í dag, að hún sat hugsi yfir þeim vanda
sem fylgdi því að eiga stálpaða dóttur, í stað
þess að njóta þess að lesa morgunblöðin í
ró og næði.
— Er ég of eftirlát? hugsaði hún. Ætti ég
að verða reið og skamma hana, þegar hún
er framhleypin og hortug, í stað þess að
reyna að breiða yfir það, eins og ég geri.
En hún skildi hana svo vel. Hún mundi
vel eftir því þegar hún sjálf var á þessum
aldri, þegar það var eiginlega sjálfsagt að
vera á móti öllu og öllum, sérstaklega for-
eldrunum, og þegar það var svo nauðsyn-
legt að halda fram sjálfstæði sinu, hvað sem
það kostaði. Þegar Vibeke skellti hurðum og
hækkaði róminn í þrjózku, heyrði hún alltaf
bermál af annarri rödd, sinni eigin.
En raunverulega er það ekki þessi sjáf-
stæðisþörf og hortugheit, sem ég hefi áhyggj-
ur af, hugsaði hún, það er frekar spurning
um það hvort við höfum ekki gefið henni of
lausan tauminn, þetta síðasta ár, svo lausan,
að það hafi lagt á hana meiri ábyrgð en hún
er fær um að bera. Hefi ég í raun og veru
svikið hana, með því að veita henni þetta
frjálsræði? Hvað veit ég um félaga þennar,
— annað en hvað þeir heita, og að þeir eru
prúðir krakkar, þegar þeir koma heim með
henni? Ég hefi hvorki yfirheyrt hana eða
reynt að njósna um hana, eða verið eins og
gæzlukona á barnaleikvelli,.eins og hún hef-
ir stundum kallað mig. Ég hefi reynt að
virða einkalíf okkar. En hvar á að draga
markalínuna? Hve þroskuð er hún? Frú
Framhald á bls. 37.
12 VIKAN 39- tbl-
39. tw. YIKAN 13