Vikan


Vikan - 25.09.1969, Page 18

Vikan - 25.09.1969, Page 18
Þrjú hundruð sextíu og tvo daga ársins er hún lokuð inni á annarri hæð í hofi sínu, eða höll —, tvo daga fær hún að yfirgefa þetta fang- elsi. Henni er þá ekið um götur Katmandu í gyllt- um vagni, til að flæma burt djöfla og illa anda. Norskur blaðamaður fór, ásamt konu sinni, til Nepal, og ætlaði að reyna að ná tali af þess- ari lifandi gyðju. Þau sáu Kumari á götunum, en það var útilokað að fá viðtal við hana. — Kumari er ekki stúlka, hún er gyðja, — þið standið henni ekki jafnfætis. . . . Kumari, hin lifandi gyðja, hefur búið með þjóðinni í meira en þúsund ár, í mismunandi myndum. Sagan segir að hin fyrsta Kumari hafi komið til landsins í upphafi vega, og miðlað íbúunum af sinni guðdómlegu vizku. En þjóðin snerist gegn henni, og hún hvarf úr landi ! reiði, en sagðist koma aftur um alla framtíð, í líki ósnertrar meyjar. Það er ekkert stúlkubarn í öllum heiminum, sem er betur verndað en hin níu ára gamla Kumari í Katmandu, höfuðborg Nepals. Hún hefur líka mikil hlunnindi. Fjölskylda hennar, prestar, þjónar og þjón- ustustúlkur, gæta hennar dag og nótt í fimm ár. Hún er lifandi gyðja, líklega sú eina ! heimi. En hið guðdómlega vald hennar er tímabundið, um leið og hún missir einn einasta dropa blóðs, verður hún miskunnarlaust rekin út á götuna! Kumari er ein helgasta gyðjan í Nepal, en þar eru 330 milljón guðir. Nepal er „þak heims- ins", heimili guðanna, og helgasta landið ! ver- öldinni. Jafnvel Mahendra konungur, einræðisherrann, sem líka er nokkuð heilagur, verður að beygja kné sín fyrir Kumari, þótt lítil sé, og færa henni fórnir. HtfflES HlHAU, UFAHDI nuA, UBm HÍN MI89B DROn BLDDS Hausar falla, blóð streymir Kumari, sem þýðir hin ósnerta, er gyðja Hind- úa. En þrátt fyrir það er hún valin meðal dætra Bramana sem eru gull og silfursmiðir, og hér um bil alltaf Búddatrúar. Kumari er valin við mikil hátlðahöld, sem fram fara á Durbar torgi, við hina glæsilegu höll, sem áður var konungshöll í Katmandu. Prestarnir velja úr þær fegurstu meðal dætra skartgripasalanna, þær sem eru fjögurra til sex ára að aldri. Þær eru klæddar ! sitt fínasta skart, og færðar fram fyrir Bairab hið hræðilega, hrollvekjandi líkneski með æpandi litum. Venju- legar telpur frá vesturlöndum myndu æpa af hryllingi við þá sjón, og það gera eflaust nokkr- ar af þessum vesalings telpum. Að minnsta kosti tíu þúsund manns safnast saman utan um Bairab og stúlkurnar, hávaðinn 18 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.