Vikan


Vikan - 25.09.1969, Page 20

Vikan - 25.09.1969, Page 20
Ný framhaldssaga EFTIR GORDON OG MILDRED GORDON XTÖLDID FYIUR BRÚSKMFIS 4. HLUTI. Hún heyrSi til hans áður en hún sá hann. Fótatakið var þungt og hægt. Svo kom hann í Ijós, að- eins fáeina metra frá henni, miðaldra, riðvaxinn maður.... Hér er komið sögu: Helen er einkaritari hins unga glœpamála- verjanda Frank Mitchells. Þau eru trúlofuð hún er tilbúin að fara heim. Hún er nýsetzt inn í bíl sinn, þegar maður í afturscetinu rœðst á hana. Hann hótar að myrða hana og móður hennar, ef hún gerrist ékki milliliður og sœki honum 200 þúsund dollara. Stjörf af hrœðslu lofar Helen að gera sem hann vill. Áður en maðurinn fer út úr bílnum segist hann skulu láta heyra frá sér aftur, þegar mál sé að sækja peningana. Þrátt fyrir viðvörun mannsins leitar Helen uppi Hawkins lögregluvarðstjóra og starfs- bróður hans, Barney Carlson. Hún segir állt af létta, og þeir láta setja hlerunartæki á símann hennar, til þess að geta tekið rödd mannsins upp á segulband, þegar hann hringi og reyna með aðstoð raddrita að komast að því, hver hann er. í þessu skyni er kallað á sálfrœðinginn Jenny Barton. Helen er nýkomin heim frá lögreglustöð- inni og klukkan er fjögur um nóttina, þegar maðurinn hringir állt í einu. Hann hótar að koma og heilsa upp á hana. Lögreglan er í félum allt umhverfis húsið, en enginn kem- ur. Nœsta morgun, þegar Helen ekur til vinnu sinnar, heyrir hún skyndilega rödd manns- ins á nýjan leik. Hann talar í vasasendi, sem hann hefur komið fyrir í bílnum. Hann skip- ar henni að hafa vasasendinn stöðugt í tösku sinni, og ákveður stefnumótsstað og stund. Hawk hafði aldrei séð menn sína svona fulla af athygli. Venjulega heyrðist hóstar og ræskingar og stólar drengnir til. En að þessu sinni var því öðru vísi farið. Þetta var fyrsta stóra verkið, sem Þunga deildin hafði fengið, síðan hún var stofnuð fyrir ekki ýkja mörg- um árum. Nú fengu þeir tækifæri til að sýna, hvað í þá væri spunnið. Við höfum yfirfarið raddalínuritið, sagði Hawk. — Við tókum upp á band raddir tutt- ugu og níu skjólstæðinga Mitchells og hans þá þrítugustu, en engin samsvarar þeirri, sem við erum á hnotskóg eftir. Framhald á bls. 41 20 VIKAN 39-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.