Vikan


Vikan - 25.09.1969, Side 43

Vikan - 25.09.1969, Side 43
ALLT Á SAMA STAÐ SNJOHJOLBARBARNIR jafnt og þétt, ef afbrotamaður- inn ákveður ekki mótsstað, þar sem við getum með engu móti fylgzt með þeim. Þar að auki verðum við að reikna með því, að fórnarlambið, sá sem kemur með peningana — láti hvarfla að sér að myrða hana fremur en af- henda féð. En jafnvel þótt svo fari, höfum við vissa möguleika til að vernda hana, ef við höfum þau í sigti. Hann þagnaði, en hélt svo áfram. — Ef afbrotamaðurinn gefur ungfrú Rogers fyrirmæli um að afhenda honum peningana I kvöld, þegar hún hefur fengið þá hjá fórnarlambinu, látum við til skarar skríða, grípum hann og lokum málinu. En hvernig sem það fer, verðum við að ná í fórn- arlambið og yfirheyra það. Eins og þið vitið, höfum við enn enga hugmynd um hvert fórnarlambið er, eða hvers konar afbrot er um að ræða. Þau óku meðfram ströndinni. Tunglið merlaði hafflötinn, og þungar öldur skullu á sandinum. Helen hjúfraði sig upp að Frank eins og til að leita sér huggunar af líkamsyl hans. Þetta hefði átt að verða minnisvert kvöld, kvöldið, sem hún undirbjó sitt eigið brúðkaup með því að fara yfir allt það, sem gera átti við hjónavígsluna sjálfa. Eins og nú var málum háttað, var þessi æf- ing aðeins nokkuð, sem varð að gerast, forleikur, meðan hún taldi mínúturnar til þess, sem síðan myndi koma. — Ættir þú ekki að taka ró- andi pillu? spurði hann. Helen hristi höfuðið. í kvöld varð hún að hafa öll skilningar- vit í lagi og ódeyfð. Svo voru þau komin til Strandakapellu, kirkju gerðrar úr gleri með dáfögru útsýni yfir hafið. Frank ók upp að bílastæð- inu, og síðan gengu þau saman síðasta spölinn. Miðja vega mættu þau hópi hlæjandi og masandi fólks, sem kom frá næstu brúðkaupsæfingu á undan. Frank tók um hönd Helen, og fann að henni var kalt. Inni í kirkjunni beið dr. Jenny Barton, klædd í látlausan, hvítan kjól, með bláglitrandi eyrna- lokka og hálsfesti. — Ég verð að fá að tala við yður, hvíslaði hún. — Við höfum fimm mínútur til stefnu. Þær viku sér inn í hliðarher- bergi. — Ég er svo fegin, að þér skul- uð vera hér, sagði Helen, og henni var alvara. Henni gazt vel að þessari mannlegu og þýðu konu, sem þó virtist eitthvað óstyrk núna. — Það er fallega sagt. Ég skal vera eins stuttorð og ég get, því tíminn er naumur. Ég veit, að ykkur Frank féll það báðum illa, að Hawkins varðstjóri skyldi biðja yður að þegja yfir þessu FINNSKl NOKIA ÞAÐ ERU FINNSKU HJÓLBARÐARNIR sem slegið hafa í gegn hér á landi. HAKA Það er hið óviðjafnan- lega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. v______________________________ við unnusta yðar. Svo ég reikna varla með, að það hafi glatt hann nokkuð frekar, þegar varðstjór- inn skipaði honum að halda sig utan við það, sem gerast á í kvöld. — Það er víst’ óhætt að segja! — En þegar ég frétti þetta, fannst mér að þessi persónilegi ágreiningur mætti ekki hafa af- leiðingar .... — Bað Hawkins yður að tala við mig- greip Helen fram í fyrir henni. — Hann veit um það, en hug- myndin er mín. Ég bið yður að íhuga eitt: Svo getur farið, að unnusti yðar verði í myrkrinu tekinn fyrir afbrotamanninn. Það er möguleiki, að hann verði drep- inn. Einhvern veginn virðist sem svo, að einhver saklaus og utan- aðkomandi verði alltaf illa úti í málum sem þessum. Ég sé að hann elskar yður og vill gera allt, sem hugsazt getur til að vernda yður, en sé horft á þetta frá hlutlausum og rökrænum sjónarhóli, getur hann ekkert, sem lögreglan getur ekki enn betur. Hann hættir lífinu að til- gangslausu. Ég vil aðeins, að þið hugleiðið það. Það var barið á dyrnar og ein- hver sagði. — Tíminn er kominn. Allir eru mættir. Helen sagðist koma eftir and- artak. Svo sneri hún sér að Jenny og sagði: — Maðurinn lét til sín heyra, þegar við vorum að leggja af stað hingað. — Ég veit. — Röddin var ekki eins og hún hafði verið. Að þessu sinn ávarp- aði hann mig með fornafni. Þá datt mér í hug, hvort þeir væru ef til vill tveir eða fleiri saman. — Hér er mikið fé um að ræða. — Nú verð ég að fara, svaraði Helen. Hún flýtti sér aftur fram í kirkjuna, þar sem allt var til- búið. Svo var segulbandið með brúðarmarsinum sett af stað, og hópurinn tók að hreyfast. Þau komust skakkafallalaust upp að altarinu. Frank Mitchell og svaramaður hans komu inn um hliðardyr og presturinn fór á sinn stað. Frank var greinilega taugaóstyrkur. Hann hafði aldrei verið kirkj urækinn. Þegar hann var strákur, hafði hann skamm- azt sín fyrir fötin sín og eftir að í háskólann kom, hafði honum aldrei fundizt hann hafa tíma til að fara í kirkju. Strax og þau stóðu hlið við hlið, hvíslaði hún. — Ég vil, að þú gerir eitt mín vegna, Frank. Bara mín vegna. Farðu beina leið heim í íbúðina mína. Ég vil, að þú verðir þar, þegar ég kem heim. Presturinn leit gremjulega á þau. — Ef ég mætti trufla ykkur andartak .... Hún þrýsti hönd hans. — Elsku BIFREIDA- EIGENDHR MUNIÐ AÐ NÆG BÍLASTÆÐI ERU FYRIR VIÐSKIPTA- VINI Á HORNI RAUÐARÁRSTÍGS OG GRETTISGÖTU. z'---------------S FLESTAR STÆRÐIR SNJÓHJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. v________________/ GERIÐ SNJÓHJÓLBARÐAIvAUPIN TÍMANLEGA SENDUM í KRÖFU EGILL VILHJÁLMSSON HF. Laugavegi 118 —• Sími 2-22-40 39. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.