Vikan


Vikan - 25.09.1969, Page 50

Vikan - 25.09.1969, Page 50
fékk þar að auki slæm iðrunarköst. Hún var illa haldin í fjarvist Mala- prado og var viss um að Herrann myndi taka síðari eiginmanninn frá henni til að refsa henni vegna þess hve fljótt hún lét huggast eftir frá- fall fyrri eiginmanns síns. — Ekki hugsa um það meðan þú ert svöng, sagði Peyrac. — Rugl- aðu ekki saman miklum og hátiðlegum hugsunum um þig og þeim grýlum sem tómur magi framleiðir. Hungur er slæmur ráðgjafi. Það ræðst á sjálfsvirðinguna og lítillækkar mann. Það gerir mann eigin- gjarnan og svartsýnan. Svo þú skalt vera vel á verði. Eiginmaður þinn kemur aftur og þið munið borða saman á ný. Þau gættu þess öll að hreyfa sig ekki meira en þau þurftu. Þau gengu um eins og ósjálfráðar verur, hægt og varlega. Þegar nauðsynlegustu verkum dagsins var lokið ráðlagði Peyrac fólki sínu að ganga til hvílu og reyna að sofna um leið og hann vitnaði í gamalt máltæki; svefninn felur sultinn. Hann bar heita steina að rúmum þeirra, sem höfðu gleymt að sækja sér þá sjálfir og hann fór á fætur um miðja nætur til að halda eldunum við. Dag nokkurn sagði hann við Angelique: — Við skulum láta litlu stúlkuna sofa hérna milli okkar til að halda á henni hita. Það hafði ekki farið framhjá honum að Angelique var linari við það með hverjum deginum sem leið, að ganga frá Honorine litlu, einni í sínu rúmi til að berjast móti svartnættinu. Hitinn var svo lítill, að þau áttu erfitt með að halda á sér hita undir ábreiðunum. Þegar dögunin / "N Þekkt vörumerki, mesta fjölbreyttnin Klapparstíg 26, sími V_______________________ kom skulfu allir, en Honorine var svo hrifin af því að fá að sofa milli föður síns og móður, að hún fékk aftur lit í kinnarnar. Og vindurinn æddi og gnauðaði úti og Honorine svaf milli þeirra hamingjusöm og ánægð eins og litill ungi. Þegar veðrið var sæmilegt neyddu íbúar Wapassou sig til að fara i stutta gönguför, en sneru síðan aftur inn í ylinn. Það tók langan tíma að hlýna á ný, hendur Honorine voru hvítar og kaldar og Angelique lét hana hlýja þær í volgu vatni, eins og hún sjálf og hinar konurnar gerðu. Þeim fór að þykja mjög vænt um viðinn, þennan trygglynda við, sem brann án afláts í eldstæðunum, en Peyrac greifi var á stöðugum verði fyrir hugsanlegri íkveikju, hann tvöfaldaði aðgæzlu sína vegna sljóleika hinna, gekk út með lukt til að vera viss um að ekkert lægi fyrir reykháfnum svo hætta væri á að neistaflug félli á þakið. Allt þetta var sérstaklega mikilvægt, þegar snjórinn tæki að þiðna. Svo varð allt í einu mjög hlýtt. Andrúmsloftið varð rakt og mettað, eins og í gróðurhúsi. Þau urðu allt í einu blaut af svita og voru stöð- ugt að fækka fötum allan daginn og opna glugga og dyr, jafnvel slökkva eldana í eldstæðunum, aðeins til að kveikja þá aftur að kvöldinu og reyna að loka öllu i flýti, þegar sólin hvarf ofan fyrir sjóndeildarhring- inn og heimurinn var á ný á valdi ískalds myrkurs. Þennan dag byrjaði snjórinn að þiðna með endalausu vatnsrennsli. Hann varð eins og gegn- drepa bómull. Það rann af trjánum í stórum, þungum dyngjum. Á tveim- ur dögum var geislandi hvitur skógurinn grár, síðan svartur og hann titraði af þúsundum vatnsdropa, en það þurfti drjúgum lengri tíma til að þykkar fannirnar umhverfis húsið hyrfu og öll jörð losnaði við snjóinn, sem safnazt hafði saman yfir veturinn og á nóttunni fraus aftur og snjórinn varð harður eins og mar.mari, en grýlukertin, sem héngu út af þakinu, brotnuðu og hrundu niður eins og brotið gler. Eini tafarlausi árangurinn af þessum skyndilegu hlýindum var sá, að síðustu birgðir þeirra af kjöti gereyðilögðust. Allan veturinn höfðu þær varðveitzt vel frosnar uppi á loftinu. Um leið og þeim flaug í hug, að hitinn kynni að eyðileggja kjötið þaut Angelique upp á loft, þar sem þau höfðu hengt upp nokkrar kippur af fuglum og dálítið af hrossakjöti. Síðustu svínssíðuna og siðasta bitann af saltaða svínakjötinu; ógeðslegur þefur sagði henni þegar í stað hvað gerzthafði. Jafnvel reykta kjötið virtist hafa skemmzt og þar að auki voru allskonar litlar skepnur, sem menn höfðu álitið ýmist dauðar eða í dvala, svo sem eins og mýs, rottur, íkornar, allt í einu komið í ljós í öllum áttum og hámuðu í sig góðgætið og gerði þannig óætt, flest það, sem enn hefði mátt nýta að einhverju. Orðlaus af gremju yfir þessu óhappi fékk Angelique Koasse-Ba og Madame Jónas til þess að tína frá með sér allt það sem ekki leit allt of ógæfulega út, úr þessari þefjandi kös. Afganginum var kastað út, þótt það kynni ef til vill að laða að sjakala og úlfa. Þessi dýr voru hreint óæt, þannig að návist þeirra var aðeins aukin hætta. Það af kjötinu, sem þau höfðu haldið til haga, var soðið langa lengi og þau létu öll sem þau tæku ekki eft.ir óþægilegum þefnum af súpunni, þegar þau svelgdu sið- ustu leifarnar af vetrarbirgðunum af mestu skyldrækni. Þegar hallæri ríkir er fæða nokkuð, sem notið er i einsemd og það er algengt að sjá fólkið fara út í horn eða inn í einhvern aíkima með skálarnar sínar til þess að einbeita sér að athöfninni ótruflaðir. Þau sátu ekki lengur umhverfis stóra borðið. Spánverjarnir þegjandalegir sem endranær, hertu að sér leðurbeltin og kvörtuðu aldrei, en veðurbitin andiitin urðu eins og gult fílabein undir hrokknu svörtu skegginu. Angelique gat ekki fyrirgefið sér að gleyma kjötinu uppi á loftinu. -—• Ég hefði átt að muna eftir því, sagði hún hvað eftir annað. — Það hefði verið svo auðvelt að setja það sem enn var eftir niður í kjallarann, milli tveggja ískassa.... — Ég hefði átt að muna eftir þvi líka, sagði Peyrac til að hressa upp á konu sina. — Þú sérð vina mín að einkalíf okkar hefur einnig haft áhrif á mig, sagði hann svo við Angelique og brosti. ■— Því ég hafði algjörlega gleymt því hvernig þessi skyndilega hitabreyting hlaut að eyðileggja matarbirgðirnar okkar. — En þú varst ekki hérna! Þú fórst snemma um morguninn með Cantor, til að gá hvort nokkuð væri í gildrunum, meðan snjórinn væri enn harður. Nei, ég ber ein ábyrgðina á þessari hræðilegu vangá. — Hún strauk hön.d yfir ennið. — Mér er svo illt í höfðinu. Heldurðu að það tákni að það fari að snjóa aftur? Þau litu upp í geislandi bláan himininn og það fór hrollur um þau, þegar þau sáu hóp af bláhröfnum hnita ihringa í loftinu. Þessir fuglar voru jafnvel enn óbrigðulla merki um snjó en höfuð- verkur Angelique. Strax næsta dag byrjaði aftur að snjóa. Vorkomunni seinkaði. Á eftir snjónum komu nokkrir þokudagar og þar á eftir enn fleiri dagar með þungum skýjum. Kuldamistur lá yfir landinu og huldi grá, nakin trén. Svo fór að snjóa aftur og það var hagl að þessu sinni. Litlar kúlur, harðar eins og gler, sem skullu á veggjunum og skæninu, sem strengt var í gluggana. Nú áttu þau aðeins mat tii tveggja daga í viðbót. Á hverjum morgni fékk hver maður sinn skammt, en Angelique til ánægju uppgötvaði hún að hún hafði enga löngun til að borða sinn skammt. Hún lagði skálina sína til hliðar hjá eldinum. Það þýddi eina máitíð enn handa Honorine. Hún stóð fyrir framan eldinn og handleggirnir héngu niður með síð- um hennar og hún starði dreymin í logana. I höfðu hennar þutu um óljósar hugsanir í engum tengslum hver við aðra, en hver og ein skýr út af fyrir sig. Hún fann hvorki til örvæntingar né kvíða. Þau myndu ekki deyja. Þau myndu komast af. Það var hún viss um. Hún varð aðeins að bíða og ekki gefast upp. Var ekki eitthvað í þann veginn að gerast? Vorið var í nánd. Einn góðan veðurdag yrði það komið og dýrin myndu taka að hlaupa um smaragðsgrænan lággróðurinn og eftir árbökkunum, glitrandi af blómaskrauti. Síðan myndu stóru árnar taka að renna á nýjan leik og litlir rauðir eintrjáningar, sem Indíánar og loðdýraveiðimenn reru, myndu enn á ný fara að ferðast fram og aftur eftir vatnaleiðunum, hlaðnir verzlunarvöru, lífgefandi eins og æðablóðið sjálft. Þau urðu aðeins að bíða og þegar hún stóð svona grafkyrr, var henni ekki eins kalt og hún var ekki eins tóm. Hún vissi ekki eftir hverju hún beið, en það var þegar á leiðinni, nær en nokkurn hafði grunað. Það kom nær og nær og var raunar komið mjög nærri nú. Hún stirðnaði upp og hlustaði af ákefð. — ÞAÐ ETt EINHVER tJTI! öll réttindi áskilin. Opera Mundi Paris. 50 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.