Vikan


Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 3

Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 3
31. árgangur - 41. tölublaS 9. október 1969 í ÞESSARI VIKU Það er ekki svo ýkja langt síðan Kennaraskól- inn flutti í nýtt húsnæði, sem nú þegar er orðið alltof þröngt. Skólinn var lengi til húsa við Barónsstíg, og í þessu blaði rifjar Þorsteinn Matthiasson upp ýmsar skemmtilegar minningar, sem tengdar eru við þá gömlu og sögulegu byggingu. Vikan birti í sumar skrá yfir verð á varahlut- um nokkurra bílategunda, og vakti hún mikla athygli allra bifreiðaeigenda. í þessu blaði birtum við skrá, sem sýnir hvernig allar helztu bílategundir endast í Svíþjóð. Þótt skráin sé miðuð við sænskar að- stæður, er hún um margt fróðleg fyrir íslenzka bifreiðaeigendur. Við birtum um daginn sex hugmyndir um sama eldhúsið, niðurröðun, gluggatjöld, liti og svo framvegis. Það er ótrú- legt, hversu hagræða má innanstokksmun- um með margvíslegu móti í einu og sama herbergi og sannarlega ekki sama hvernig það er gert. í þessari Viku birtum við sex hugmyndir um svefnherbergi. [ NÆSTU VIKU Isadora Duncan er frægasta dansmær, sem uppi hefur verið. Hún hreif samtíðar- menn sína með list sinni, en hneykslaði þá jafnframt með einkalifi sínu. Nú hefur verið gerð kvikmynd um líf hennar og list og hefur hún hlotið góða dóma. Isadoru leikur Vanessa Redgrave og við segjum frá myndinni og rekjum stuttlega efni hennar. í meira en þrjátíu ár gekk hún aftur í gamla húsinu við Holbeingötu í Munchen. Svipurinn var sorgmæddur og augun leitandi. Þetta var Helena von Dönniges, konan sem var kölluð drottningin i Holbeinsgötu. Hún var óvenjulega fögur, átti metorðagjarna foreldra og lifði ævintýralegu lífi á síðustu öld. Meðai beztu vina hennar voru Björnstjerna Björns- son og Amalie Skram. „Vatn og sápa ekki bezta aðferðin" heitir viðtal við Maríu Dalberg um fegrun og snyrtingu. VIKAN fékk einnig Kristinu Waage, sem var kos- inn fulltrúi unga fólksins fyrir nokkrum árum, til að ganga í gegnum öll stig fegrunar og snyrtingar. Við segjum frá öllu þessu í máli og myndum í næsta blaði. f FULLRI ALVÖRU KAUPSIEFNUR OG SYNINGAR Ekki leikur á tveim tungum, að íslenzkur iðnað- ur, að minnsta kosti sumar greinar hans, er í sókn. Hinar fjölmörgu sýningar og kaupstefnur, sem haldnar hafa verið að undanförnu, eru gleggsta dæmi þess. Haustkaupstefnan „íslenzk- ur fatnaður" og húsgagnasýningin þóttu takast með prýði og seldist meira á þeim en nokkru sinni fyrr. Þá hafa íslenzkir iðnrekendur haldið sýningu á ýmiss konar iðnaðarvörum í Færeyj- um, sem vöktu athygli fyrir vörugæði og hag- stætt verð. Þá má einnig geta þess, að níu íslenzk fyrirtæki sýndu á norrænni fatakaupstefnu í Kaup- mannahöfn og hafa í hyggju að taka þátt ( kaup- stefnu í Miinchen og sýna í London og Glasgow. Allt er þetta gleðilegur vottur þess, að menn eru að vakna til vitundar um nauðsyn á eflingu iðnaðar og hvað gera þarf til að selja slíkar vör- ur, hvort heldur er hér heima eða erlendis. Það hefur lengi verið vitað, að við getum framleitt ýmiss konar vörur, sem eru sambærilegar að gæðum við erlenda framleiðslu, og eftir síðustu gengislækkun hafa opnazt möguleikar á útflutn- ingi þeirra. Enn er þó mikið verk óunnið, sérstaklega hér innanlands til að efla íslenzkan iðnað og auka álit landsmanna sjálfra á eigin framleiðslu. Enn eru þeir landar vorir margir, sem líta íslenzka Framleiðslu hornauga og kaupa heldur erlendar vörur, jafnvel þótt verðið sé hið sama eða jafn- vel hærra. Þetta verður að breytast. íslendingar þurfa að leggja metnað sinn í að efla eigin framleiðslu — og styrkja um leið efnahagsaf- komu lands síns. í þessu blaði birtir VIKAN nokkrar svipmynd- ir frá haustkaupstefnunni „íslenzkur fatnaður" og innan skamms birtum við myndir frá hinni velheppnuðu húsgagnasýningu. G. Gr. VIKAN Útgefandl Bllmlr hf. Ritstjórl: Sigurður HrelSar. Meðritstjóri: Gylfl Gröndal. BlaðamaSur: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Halldóra HaU- dórsdóttlr. Drelfing: Óskar Karlsson. Auglýslnga- stjóri: Jensína Karlsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og drelfing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð f lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórð- ungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misslrislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlcga. Áskriftar- gjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru; Nóvem- ber, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. 4i. tw. VIICAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.