Vikan


Vikan - 09.10.1969, Side 6

Vikan - 09.10.1969, Side 6
Björgvin popstjarna Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur og okkur langar til þess að fá að vita hvernig textinn við lagið „Þó líði ár og öld“ er, en það er nýja lagið með popstjörnunni Björgvin Halldórssyni. Okkur langar til þess að þú, kæri Póst- ur, birtir þennan texta við þetta æðisgengna lag. En af því við er- um nú að tala um hann, þá lang- ar okkur til að biðja þig um að segja okkur hvað hann (Björg- vin) er gamall og hvar hann á heima. umslagið, og þar er langauðveld- ast að fá hann. En Björgvin er 18 ára gamall, og býr á Álfa- skeiði 36 í Hafnarfirði. ískyggileg dýrtíð Kæri Póstur! Nú er svo komið að ég hef eng- in önnur ráð en að biðja þig ásjár. Heimili mitt samanstend- ur af okkur gömlu hjónimum og tveimur dætrum. Eg hef látið þær borga mánaðarlega í fæði, 2500 krónur, og svo gefur hús- bóndinn mér 4—5000 krónur á mánuði fyrir mat. Ekki allt í einu, heldur smátt og smátt. En dýrtíðin er svo æðisleg, að ég sé ekki fram á annað en að hætta þessu heimilishaldi, svo dýrt er það orðið að kaupa í matinn. Getur þú gefið mér einhver góð ráð? S'g þakka svo fyrirfram greinargott svar. Gömul húsmóðir. Vonumst til að fá textann og upplýsingarnar. Tvær 18 ára. P.S. Hvernig er skriftin? Pósturinn sér akkúrat enga ástæðu til að vera að birta þenn- an texta fyrir ykkur, þar sem hann er prentaður innan á plötu- Já, það má með sanni segja, að dýrtíðin er mikil hér á þessu landi, og fer hún ekki minnk- andi. Og að halda uppi fjögurra manna fjölskyldu fyrir tæpar 10.000 krónur á mánuði er vist ekkert grín. En eina ráðið sem ég get gefið þér er að spara, spara, og spara meira. Það er víst ekki mikið annað hægt að gera. En heldur finnst mér það lítið að bóndi þinn skuli ekki láta þig fá meira en 4—5000 krónur á mánuði — og vitaskuld reikna ég með að hann hafi að minnsta kosti helmingi meira kaup sjálfur. En hefur þér aldr- ei dottið í hug, húsmóðir góð, að fara að vinna eitthvað úti sjálf? Það ætti að vera hægt að koma því við þegar dæturnar eru báð- ar uppkomnar — eða hvað? Bréfavinir um allan heim Kæri Póstur! Nú bið ég um gott ráð við miklu vandamáli. Þannig er mál með vexti að mig vantar penna- vin ,en ég veit bara alls ekki hvernig ég á að fara að því að fá hann. Þá datt mér í hug þú, Póstur minn, því ég veit að þú hefur oft ráðið fram úr verri vandamálum. Mig langar til að biðja þig að birta addressu dag- blaðs í ANDERNACH í Þýzka- landi, ef þú getur en annars í Portúgal eða í S.-Frakklandi. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Madame X. P.S. Kæri Póstur, þú hefur reynzt svo mörgum vel að ég vona að þú uppfyllir þessa ósk mína. — Geturðu lesið úr skrift- inni? Sama. Já, skriftin er alveg prýðileg, en ég get ekki hjálpað þér. Við gæt- um vafalaust útvegað þér penna- vin hér á íslandi, en ekki úti í hinum stóra, spillta lieimi. Það er bara nokkuð sem við ekki ger- um, og því ættir þú að reyna að bjarga málinu á einhvern annan hátt. Hvað er Kjartan gamall? Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að gefa mér svar við einni spurn- ingu sem liggur mér mjög á hjarta. En fyrst ætla ég þó að þakka þér allt skemmtilegt efni sem blaðið flytur. Eg er mjög ánægð með blaðið í heild. Hér kemur þá spurningin: Hve gamall er Kjartan Ragn- arsson, leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur? Þetta hefur orðið mikið þrætuefni milli mín og vina minna. fig held að hann sé ca. 24—25 ára, en vinir mínir Kjötbúrið h.f. Sólheimum 35. Kjötbúrið h.f. Sólheimum 35. Kjötvörur í úrvali, nýlenduvörur, brauð og kökur. Útbúum heitan og kaldan veizlumat. Sunnudaga frá kl. 10 til 10. Opið öll kvöld til kl. 10 e.h. Wiotler bríhiól fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. 6 VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.