Vikan - 09.10.1969, Side 7
halda að hann sé miklu yngri.
Vona að þið gefið mér svar.
Þórdís.
P.S. Hvernig er skriftin?
Þú vinnur! Kjartan er 24 ára, og
nýlega orðinn þaff. Svo þakka ég,
fyrir hönd blaffsins, hólið.
P.S. Vel læsileg, en einhvern
veginn finnst mér hún full-
óstyrk.
Gjaldþrota briðja
hvert ár?
Kæri Póstur!
Ég hlustaði í gær á sjónvarps-
þátt Haraldar Hamars. Þáttur-
inn var að vanda forvitnilegur
og býsna athyglisverður. Sér-
staklega þóttu mér ummæli Ar-
ons Guðbrandssonar eftirtektar-
verð. Hann hélt því meðal ann-
ars fram, að íslenzkir atvinnu-
vegir hefðu orðið gjaldþrota
þriðja hvert ár síðan árið 1933
— og fæ ég ekki séð, að hægt sé
að afsanna kenningu hans í fljótu
bragði að minnsta kosti. Einnig
vildi Aron meina, að hér hefði
engin uppbygging og engar efna-
legar framfarir átt sér stað, ef
ekki hefðu komið til tvær styrj-
aldir og síðan Marshallaðstoðin.
Með öðrum orðum hefði okkur
ekki orðið neitt ágengt, án utan-
aðkomandi hjálpar. Það er hart
að þurfa að kyngja þessu og áð-
ur en síðasta og yfirstandandi
efnahagskreppa skall yfir okkur
með ofurþunga sínum, hefði ég
neitað slíkri fullyrðingu harð-
lega. En nú er bjartsýnin rokin
út í veður og vind og nú verk-
uðu ummæli Arons á mig þann-
ig, að mér fannst hann hafa full-
komlega rétt fyrir sér.
En tilefni bréfsins var raunar
ekki ástandið í þjóðmálunum og
það sem rætt var í þessum ein-
staka þætti. Það sem ég vildi
vekja máls á er þetta: Stjórnandi
áðurnefnds þáttar, Haraldur J.
Hamar, lét þess getið í lokin, að
þetta væri síðasti þáttur hans í
siónvarpinu. Hann taldi nauð-
synlegt, að ný andlit kæmu fram
til tilbreytingar og virtist vera
þeirrar trúar, að sjónvarpsáhorf-
endur væru orðnir leiðir á hon-
um. Ég vil lýsa því yfir, að ég
hef alla jafna horft á þáttinn
hans, í brennidepli, og haft bæði
gagn og gaman af, — og ég mun
sakna hans mjög, ef hann leggst
niður. Ég er kannski óvenju
vanafastur, en þegar ég hef einu
sinni vanizt sjónvarpsmönnum,
er farinn að þekkia þá og kunna
vel við þá, bæði kosti þeirra og
valla. — þá vil ég alls ekki missa
þá. Það tekur sinn tíma að veni-
ast nýiu andliti og nýrri rödd.
Þótt tilbrevtingin sé auðvitað
eóð, þá má hafa þetta í huga
líka.
Ég vil þiðja þig, kæri Póstur,
að koma því á framfæri, að Har-
aldur Hamar verði áfram látinn
annast þáttinn í brennidepli.
Með þökk fyrir birtinguna.
V. O.
Viff komum þessari áskorun hér
meff á framfæri viff þá, sem hlut
eiga aff máli.
Bíóferðir barna
Kæra Vika!
Er ekkert fyrir börnin að gera
á sunnudögum annað en að fara
í bíó? Um þetta spurði ég sjálf-
an mig, þegar ég álpaðist einn
sunnudaginn til að fara með
strætisvagni um þrjúleytið og
hann var alveg yfirfullur af
krökkum, sem öll voru að fara i
bíó. Mér datt í hug, hvort for-
eldrarnir keyptu sig frá krökk-
unum á þessum dögum. Skyldi
annars ekkert vera til fyrir
börnin að una sér við? Ætli kvik-
myndirnar séu við þeirra hæfi?
Ég held, að foreldrarnir ættu að
íhuga það, áður en þeir senda
krakkana sína í bíó.
Þ. N.
Þessar bíóferffir á sunnudögum
virffast vera orðinn eins konar
vani. Benda mætti foreldrum til
dæmis á, aff segja börnum sínum
að fara á söfnin, náttúrugripa-
safniff og þjóffminjasafniff. Þaff
væri þeim bæði til gagns og
skemmtunar, einkum ef safn-
verffir leiffbeindu börnunum og
segffu þeim frá hinu markverff-
asta, sem þar er aff sjá.
Ronson
dArþdrrka heimilanna
TILVALIN FERMINGARGJÖF
EINKAUMBOÐ:
I. GUÐMUNDSSON & CO. HF., REYKJAVÍK
41. tbi. VIKAN