Vikan - 09.10.1969, Qupperneq 40
/------------------—---------
GARDlNUHÚSIÐ
Ingólfsstræti 1, sími 16259 (áður Gardínubúðin)
Finnsk oardinnelni,
mikið ocj fjölbreytt úrval
Irotte stöDnar
kióloefiL
lerott o.ll.
Gardisette
storesefni nýkomin
GARDÍNUHÚSIÐ
beint á móti Gamla Bíó
V_________________________y
— Ertu viss um að þetta sé satt?
sagði Júlía.
— Já, víst er ég það. Var ekki
þessi stóri, dökkhærði, Richard de
Lisle? En hann hefur Hka orð á sér
fyrir að vera reglulegur Casanova.
Þess vegna fór ég rétt á eftir hon-
um fram í eldhúsið. Ég vildi ekki
að hann færi að áreita þig líka.
Júlía sagði ekkert um stund, en
þá kom hún auga á stórt gat eftir
sígarettu á nýja silkisófanum, og
það skipti engum togum, hún fór
að gráta.
David vafði hana örmum.
— Gráttu ekki, elskan mín, út af
svona smámunum. Ekki á afmælis-
daginn þinn.
Smám saman róaðist hún.
David var hreykinn af sjálfum
sér. Það hafði auðvitað ekkert skeð
milli Suzy og Richards de Lisle, en
hvað gerir maður ekki fyrir heim-
ilisfriðinn? Hann var ekkert hrifinn
af því sem hann heyrði við eldhús-
dyrnar. Og það er alltaf auðveld-
ara að stífla læk heldur en fljót.
Svo var líka eitt gott við þetta,
hann yrði neyddur til að setja Suzy
inn í málið, svo allt kæmi heim og
saman, ef Júlía talaði við Suzy um
þennan náunga. Það yrði gott tæki-
færi til að bjóða Suzy í hádegis-
verð á morgun. Notalegan hádegis-
verð ...
☆
Kvöldið fyrir
brúSkaupið
Framhald af bls. 23.
kona mín og ég sátum inn í lestr-
arstofunni og biðum. Hann fór að
tala um börnin. Gaf nákvæma
skýrslu um allar þeirra ferðir
yfir daginn og hvað þau hefðu
haft fyrir stafni.
— Hafið þið sagt þeim frá
þessu?
— Við máttum til, svo þau
sýndu varkárni. Þau eru góðir
krakkar, með bein í nefinu. Þau
tóku þessu rólega.
— June er elzt, sagði Nancy
McNulty. — Hún er sextán. Svo
er Robbie, fjórtán ára, og Janet,
tíu ára. Ég er stjúpmóðir þeirra.
McNulty greip fram í fyrir
henni og hélt þræðinum áfram:
— Hann sagðist myndi sjá fyrir
þeim, ef hann fengi ekki pening-
ana. Svo ég féllst á það, sem
hann sagði. Svo hringdi hann
ekki fyrr en tveimur dögum
seinna, og þá til að gefa nánari
fyrirmæli varðandi afhendingu
fjárins.
Út frá þessu hóf Hawk yfir-
heyrsluna. Höfðu heyrzt nokkur
hljóð í bakgrunni, sem gefið gætu
til kynna, hvaðan maðxuinn
hringdi? Nei. Hversu gamall var
hann, eftir röddinni að dæma?
Sennilega á miðjum aldri. Var
svo að hejrra, sem hann reyndi að
breyta röddinni? Já, hún var ó-
eðlileg, vantaði bæði háa og lága
tóna. Hafði McNulty skrifað hjá
40 VIKAN «■tbl-