Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 8
Hoover þvottavélar 8 gerðir Hoover kæliskápar 5 gerðir Hoover ryksugur 8 gerðir Hoover bónvélar 2 gerðir Hoover rafmagnsofnar 3 gerðir Hoover straujárn Hoover uppþvottavélar Hoover hárþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavélahimnar 3 gerðir Heimsþekkt vörumerki Hoover vörurnar fást í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík. Sími 14376. Einnig víða í verzlunum úti á landi. Varahluta- og viðgerðarþjónusta að Laugavegi 89, sími 20670. Einkaumboð: 'i. MAGNÚS KJARAN Umboðs- og heildverzlun FramliSinn spáir barni Kæri draumaþáttur! . . . mér fannst ég vera heima hjá mér og strákurinn sem ég er með var hjá mér. Fannst mér hann vera í síðbuxum af bróður mínum; alltof stórum síðbuxum. Við sátum inni í stofu og var þá bankað og ég fór fram til að opna. Fyrir utan stóð ókunnug- ur maður með yfirskegg og sagð- ist heita ZP. Maðurinn kom inn og virtist þekkja pabba og mömmu vel. Ég spurði mömmu hver þetta væri og þá sagði hún að þetta væri framliðinn maður sem kemur þó oft í heimsókn til þeirra. Ég varð hálf hissa á þessu. Svo fannst mér maður- inn segja við pabba: „En hvað þú átt myndarlega dóttur.“ „Já,“ sagði pabbi, „hún er nú líka orðin gjaívaxta“ (ég er 17 ára). Þá sagði maðurinn: „Hún mun eignast barn eftir 17 rnánuði." Mér brá við þetta og spurði mömmu hvort það væri eitthvað að marka það sem hann segði. Fannst mér mamma segja að svo væri og varð draumurinn ekki lengri. Ein gjafvaxta. Yfirleitt mun það fyrir góðu að dreyma framliðna menn, og þeg- ar þeir opinberast á þann hátt sem ZP gerði í draumnum, tel ég það ákaflega góðs viti, senni- lega í sambandi við ástir — eða jafnvel peninga — og þá innan 17 mánaða. Svar til Róberts: í heild boðar draumur þessi yfirleitt gott, það er að segja þér til lianda. Þú átt framundan þér langa og heillaríka ævi, en mér finnst einhvern veginn endilega eins og draumurinn boði líka veikindi eða fráfall nákomins ættingja. — Þetta var kvenleg- asta karlmannsskrift sem ég hef séð. Hringur með rauSum steini Kæri Draumráðandi: Mér fannst ég vera stödd inni í skartgripaverzlun og fannst mér hún vera þar sem herra- fataverzlun er nú. Það voru fjórar vinkonur mínar með mér. Ég var að skoða gullhring með stórum steini, rauðum, og fannst mér sá vera æðislega flottur. Ég mátaði hann á baugfingur hægri handar og fannst mér hann passa alveg sérstaklega vel. Um leið og ég var búin að setja hring- inn á fingurinn, leit ég ósjálfrátt út um gluggann og sá þá beint í augu á strák sem ég hef verið með og er svolítið spennt fyrir. Og meðan ég var inni í búðinni sá ég hann alltaf þarna fyrir ut- an og hann horfði alltaf beint á mig. Svo fór ég bara út úr búð- inni en mér fannst ég ekki taka hringinn af mér. ó. ó. 16 ára. Tvímælalaust boðar þessi draum- ur áframhaldandi samband á milli þín og piltsins. Herrafata- búðina myndi ég álíta að tákn- aði karlmennsku hans og gæti ég bezt trúað að samband ykkar yrði eitthvað varanlegt. Ást og afbrýði á heimavist M.A. Kæra Vika! Mér fannst ég vera fyrir utan eitthvert danshús og komst ekki inn, en það heyrðist alveg í hljómsveitinni út og ég og vin- kona mín vorum úti að hlusta. Þá komu einhverjir strákar úr menntaskólanum sem báðu okk- ur að koma að dansa sem við gerðum. Endaði það með því að ég tók strákinn sem ég dansaði við með mér heim og við töluð- um þar saman fram eftir kvöldi. Svo kom laugardagurinn og þá fór ég upp á heimavist (MA) til hans, en þá liggur hann í rúm- inu og segist ekki geta komið en vinur hans ætlaði að fara með mér. Svo kom þessi strákur sem ég átti að fara með og þá er það hann (strákurinn sem ég er hrif- in af í raunveruleikanum) og ég varð reið við strákinn fyrir að hafa ekki sagt mér hver það var sem ég átti að fara með og hann virtist vera reiður líka af sömu ástæðu. Svo vaknaði ég.... Ein á Akureyri. Allur dans er fyrir góðu, þannig að ég vil ráffa draum þinn svona: Á næstunni mun allt ganga í haginn fyrir þér, og þú átt eftir aff krækja í þennan pilt sem þú ert ástfangin af. En einn góffan veffurdag verffur allt búiff og þið bæffi ákaflega hamingjusöm á eftir, því þá gerið þiff ykkur grein fyrir því aff ástin í dag er ekkert annaff en nokkrar snögg- ar mjaffmahreyfingar, eins og einhver góffur maffur sagffi. 8 VIKAN 50-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.