Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 21
ir 'rninn fékk ævinlega bögguf frá Kaupmannahöfn, frá nafna sín- um, Valtý Guðmundssyni. Ég held hann hafi verið sá eini á bænum sem fékk raunverulega jólagjöf. — Bróðir þinn hefur verið heitinn eftir honum? — Já. Pabbi og Valtýr Guð- mundsson ólust upp samtíða vestur í Gönguskörðum og voru vinir frá því þeir voru drengir. Þeir hétu þá hvor öðrum tryggð- um og ákváðu að verða nýtir menn. Þess vegna var það að þeir brutust í því að fara í skóla, þótt erfitt væri um vik. Valtýr Guðmundsson var ekki hjóna- bandsbarn, og foreldrar föður míns aðeins fátæk afdalahjón, bjargálna, en varla neitt þar framyfir. En við vorum að tala um jól- in. Þá, á þessum árum, fannst mönnum það út af fyrir sig mik- il hátíðabrigði að fá annan og betri mat en venjulega. Um kvöldið var alltaf gefið kaffi og eitthvað sælgæti með, og svo var ósköp gaman þegar kveikt var á öllum kertunum. — Það hafa verið tólgarkertin gömlu. — Já, en líka voru farin að koma mislit kerti úr kaupstaðn- um, þessi barnakerti sem kölluð voru. Ávextir voru þá aðeins farnir að flytjast inn, helzt epli, og þegar þau fengust, þá fékk hver sitt epli. Á aðfangadagskvöld gengu all- ir snemma til náða, því að á jóla- dagsmorgun var farið snemma á fætur. Þá var alltaf messað. -— Sóknarprestur í Möðruvalla- prestakalli var þá séra Davíð Guðmundsson, faðir Ólafs, sem bjó á Hofi í Hörgárdal. Hann hafði tvær kirkjur, Möðruvelli og Glæsibæ. Og það þurfti að fara snemma ofan til að búa sig undir að taka á móti öllu kirkju- fólkinu; því var alltaf gefið kaffi. Yfirleitt var glatt á hjalla um jólin; piltarnir voru kátir og skemmtilegir og pabbi reyndi líka að halda uppi einhverjum gleðskap. Á Möðruvöllum var alltaf margt vinnufólk og margt af því merkismanneskjur, sem vissu og kunnu margt og gátu því skemmt öðrum og miðlað af reynslu sinni. Voru þá ennþá í heiðri hafðir siðir í sambandi við þjóð- trúna gömlu? — Nei, allt svoleiðis var mik- ið farið að dvína þá. En eitthvað eimdi eftir af því. Til dæmis var það siður að láta engan fara í „Mér finnst jólin hafa verið mikiö hátíðlegri áður.. “ 11111111 jólaköttinn, eins og það var kall- að, og líka var venja að hafa kvöldgjöfina handa búpeningn- um með ríflegra móti. Svo var ljós haft logandi einhvers staðar í húsinu alla jólanóttina. Ég man að ég heyrði talað um að vakað væri yfir jólaljósinu, því að það boðaði ekkert gott ef það slokkn- aði yfir nóttina. — Var Akureyri orðinn tölu- verður bær um það leyti er skól- inn fluttist þangað? — íbúar munu þá hafa verið nefna Gísla Helgason, síðar bónda í Skógargerði, sem er dáinn fyrir ekki mjög löngu. Ákaflega margir þessara Möðru- vallapilta urðu barnakennarar þegar heim kom; þetta þótti þá ágætis menntun og fólk var mjög fegið að fá þessa menn heim í sveitirnar. Eftir brunann á Möðruvöllum tók við millibilsástand, þegar skólinn var í leiguhúsnæði á Ak- ureyri. Þar var hann unz flutt var í þetta skólahús, sem stend- ■ y- Hulda við píanóið. Stóllinn er gerður úr kvensöðli, smíðuðuni 1871. svona tvö til þrjú þúsund manns. — Þú talaðir áðan um þekkta menn meðal skólanemenda. Jú, það voru þarna margir merkis- menn. Til dæmis var sagt að mikið hefði kveðið að Guðmundi Friðjónssyni, skáldi á Sandi, þegar hann var í skóla á Möðru- völlum. Bræðurnir séra Haukur og Garðar Gíslason, síðar stór- kaupmaður, voru þarna líka, sömuleiðis bræðurnir frá Veðra- móti og Hvas3afelli í Eyjafirði. Páll Bergsson og Kristján Benja- mínsson, svo ég nefni nokkra sem ég heyrði talað um. Enn mætti ur enn. Á þessum fyrstu Akur- eyrarárum vantaði ekki heldur iærisveina, sem síðar komust til vegs og virðingar: þá var til dæmis Jónas frá Hriflu nemandi, Þorsteinn M. Jónsson, Snorri Sigfússon, síðar skólastjóri, Vil- mundur Jónsson, síðar landlækn- ir, Árni frá Múla, Jónas Þor- bergsson og fleiri, sem of langt. yrði upp að telja. Haustið sem við fluttum í skólann, 1908, voru margir í 3. bekk, sem urðu siðar þjóðkunnir menn en eru nú óð- um að týna tölunni. Þar voru til Framhald á bls. 33. 50. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.