Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 19
handa um að reyna að stofna nýja framhaldsskóla. — Já, ég geri ráð fyrir því. En fyrst kringum þjóðhátiðina 1874 hefur, býst ég við, komizt skriður á málin; þá var eins og færi um þjóðina einhver bylgja. Fólkið reið til Þingvalla hvað- anæva af landinu og kom aftur með nýjar hugsjónir og nýjar vonir. — Hve margir voru nemendur yfirleitt, meðan skólinn var á Möðruvöllum? — Síðasta árið, sem skólinn var á Möðruvöllum, árið 1901— ‘02, þá voru i efri bekk fjórtán nemendur og í neðri bekk átján. — Nemendafjöldinn hefur verið mjög brevtilegur frá ári til árs. — Já, það var þá. Á árunum 1880—‘90 voru mikil harðindi, og það hefur áreiðanlega átt þátt í að draga úr aðsókninni að skól- anum. En sjálfsagt hefur öllum þótt vænt um, þegar skólinn var settur á laggirnar. Það var Stef- án Thorarensen sýslumaður, sem setti skólann í fyrsta skipti, í umboði Kristjáns amtmanns Kristjánssonar. Það gerðist fyrsta október 1880. Þennan fyrsta vetur voru nemendurnir þrjátíu og fimm. — Var ekki margt síðar þjóð- kunnra manna í skólanum á þessum árum? — Jú, enda komu ekki aðrir í skólann í þá daga en þeir, sem langaði til að læra. Þeir lögðu sig fram, höfðu hug á að mennt- ast og mennta svo aðra. — Stúlkur voru auðvitað ekki í skólanum á fyrstu árum hans? — Nei, það var lítið um það. Það var aðeins ein stúlka í skól- anum meðan hann var á Möðru- völlum, Jórunn Jónsdóttir frá Litlu-Brekku. Þetta, að stúlka skyldi koma í skólann, þótti þá einkennilegt. En stúlkur fóru ekk: að koma i skóiann að ráði fyrr en hann fluttist til Ak- ureyrar, og voru ósköp fáar fyrst. Var mikið félagslíf í skól- anum á Möðruvöllum? É'g man nú náttúrlega ekki eftir því, en ég heyrði talað um að svo hefði verið. Sérstaklega var mikið um málfundi, og svo náttúrlega dans. É’g heyrði talað um það í barnæsku, að kirkjan væri mjög vel sótt á Möðruvöll- um, og það meðal annars þakkað þvi að fólkið vissi að hægt var að fá sér snúning á eftir. Hvaða dansar voru helzt stignir þá? — Það voru þessir gömlu dansar, vals, galoppaði, mars- úrka, ræll. Og svo voru dálítið dansaðir lansé og aðrir þessir samkvæmisdansar. Og þá var vitaskuld engin hljómsveit, þótti gott ef til var harmóníka. Það þótti mikil framför þegar tvö- földu harmóníkurnar komu, áð- ur voru þær bara með einni nótnaröð og tveimur bössum. Wm „ . . . og þá hreifst maður frá hvirfli til ilja “ — Faðir þinn var bóndi með- fram kennslunni? — Já, hann stundaði mikinn búskap. Hann fékk nú ekki jörð- ina strax, það var annar ábú- andi á henni fyrst, þegar hann kom að Möðruvöllum. Hann var þá líka ókvæntur, kvæntist ekki fyrr en árið eftir að hann kom til Möðruvalla. Hann var mjög áhugasamur um búskap og allt, sem að honum laut. Hann stofn- aði sauðfjár- og nautgriparækt- arfélag, og rétt eftir alda- mótin kom hann á fót rjóma- búi á Möðruvöllum; þá var far- ið að stofna þau víða um land. En það sem hann helzt bar fyrir brjósti var aukin ræktun. Hey- leysið var honum mikill þyrnir í augum, og hann leit svo á að menn ættu að koma á hjá sér fóðurbirgðafélögum, svo tæki fyrir horfelli. — Valtýr ritstjóri bróðir þinn hefur vitaskuld fengið skógrækt- aráhugann í arf frá honum. — Ég býst við því. Hann var stofnandi Ræktunarfélags Norð- urlands og lengi formaður þess. Aðalfundur var haldinn í félaginu árlega, að vorlagi, og í sinni sýslunni hvert sinn. Ég heyrði talað um að sveitafólkið hefði hlakkað til ræktunarfélags- fundanna og kallað þá vakning- arsamkomur. Faðir minn var góður ræðumaður og stöð- ugt að koma fram með nýmæli og hvatningar. Það hafði mikil áhrif, því að hann var glæsi- menni og hreif hugi fólks. Hann var ákaflega mikill íslendingur í sér og því drakk maður það í sig undireins í bernsku að maður ætti að ætla fósturjörðinni allt. — Þannig var stemningin í þá daga. — Já, og þá hreifst maður, hreifst frá hvirfli til ilja, getur maður sagt. Maður var svo hrif- inn af þessum hugsjónamönnum. Við lærðum þessa fallegu og skemmtilegu ættjarðarsöngva, og fólkið varð svo gagntekið af hrifningu að ég veit ekki hvað það hefði getað farið út í, ef ein- hver hefði sagt því að taka til höndunum. — Finnst þér munurinn mik- ill nú, frá því sem var? — Jú, jú, mér finnst þetta raunalegt; nú er ekkert nema popmessur og hávaði og gaura- gangur, en þá var það ættjarðar- ástin. þessi innilega ættjarðar- ást. íslandi allt, ísland skyldi upp og áfram. Hulda ásamt dóttursyni sínum. Stefáni Jóni. 50. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.