Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 29
TINY TIM GIFTIR SIG
Tiny Tim — bandaríski vælu-
kjóinn með skræku röddina — hef-
ur nú fest ráð sitt. Sú lukkulega er
hér á myndinni ásamt bónda sín-
um og móður sinni. Myndin var
tekin, þegar Tiny var á ferð í Eng-
landi fyrir skömmu, en þá kom
hann meðal annars fram í skemmti-
þætti David Frost. Timmi hélt líka
hljómleika í Bretlandi. Komst einn
gagnrýnenda þannig að orði, að
ekki væri frítt við að aðdáunin á
þessu sérstæða fyrirbrigði hefði
snúizt upp í vorkunn.
NÚ SYNGUR HÚN EIN
Kannski muna einhverjir eftir
ísraelsku hjónunum Esther og
Abi Ofarin. Þau hlutu fyrst veru-
lega frægð, þegar þau sungu lag-
ið „Cinderella Rockefella“, en áð-
ur en það lag náði eyrum manna
höfðu þau sungið saman um langt
árabil og vakið athygli fyrir fág-
aðan söng. Þegar þau komust í
sviðsljósið fyrir alvöru, urðu
menn þess fljótt áskynja, að Abi
karlinn stóð Esther langt að baki
hvað sönginn áhrærði. Fóru ýms-
ir að gera því skóna, að Esther
ætti að troða upp án bónda síns.
Ekki fannst Abi gott að heyra
þetta eins og gefur að skilja, en
hann hefur nú samt sem áður
þurft að bíta í það súra epli að
þurfa að skilja við konu sína.
Hún tók frama sinn sem söng-
kona fram yfir hjónabandið og
áleit, eins og fleiri, að henni
mundi vegna betur án Abi. Lauk
þannig 10 ára hjúskap, en nú er
Esther á eigin snærum og syngur
á nýrri tveggja laga plötu lagið
„Saturday Night At The World“.
Og nú er bara að sjá, hvernig
Esther reiðir af einni og óstuddri
uppeftir þeirri hálu braut, sem
liggur til frægðarljómans.
SKANDINAVISKAR DÖMUR EFTIRSÓTTAR
Skandinavískar dömur virðast í
miklu uppáhaldi hjá brezkum pop-
stjörnum. Hafa brezkar hljómsveit-
ir verið tíðir gestir í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð og líkað vel.
Mörg brezku goðanna hafa krækt
sér í könuefni á þessum ferðum
sínum, þeirra á meðal Keith Emer-
son í hljómsveitinni Nice. Við sjá-
um hann hér á myndinni ásamt
danskri heitkonu sinni, Elinor Lund,
én hún er 19 ára.
ELVIS PRESLEY í NÝRRI MYND
Hagur Elvisar Presley hefur
vænkast heldur betur að undan-
förnu, og var hann þó ! ágætu horfi
fyrir. Þær fregnir berast nú af nýj-
ustu tveggja laga plötu hans með
laginu „Suspicious Minds", að það
hafi um nokkurt skeið setið í efsta
sæti vinsældalistans bandaríska, og
sé nú byrjað að skríða upp eftir
vinsældalistanum í Englandi. A
sama tíma berast þau tiðindi af
nýjustu kvikmynd hans, Change of
Habit, að hún sé hin ágætasta i
alla staði og mjög frábrugðin þeim
kvikmyndum, sem Presley hefur
hingað til látið sjá sig í. Þetta er
gamanmynd, og fer Presley með
hlutverk læknis, sem fer á fjör-
urnar við nunnu eina fagra. Hann
veit raunar ekki, að stúlkukindin
er nunna og láir honum það eng-
in, því að stúlkan er í borgaraleg-
um klæðum og hefur verið ,,send
út í heiminn" til að kynnast lífinu
og mannfólkinu fyrir utan klaust-
urmúrana. Nunnuna leikur Mary
Tyler Moore. Væntanleg er hæg-
geng hljómplata, sem hljóðrituð
var á hljómleikum i Las Vegas —
og er hennar beðið með eftirvænt-
ingu, eins og nærri má geta.
☆
50. tbi. VIKAX 29