Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 9
Tvisvar sinnum á þessu
ári hefur heimurinn fylgzt
spenntur með tungllending-
um Bandarílcjamanna, og
tvisvar sinnum á þessu ári
liafa íbúar jarðarinnar hyllt
Sám frænda — sem gerist
ekki alltof oft nú á dögum.
En fáir hafa fylgzt með
heimilislífi þessara sex ofur-
liuga, enda engin ástæða til;
þeir hafa rétt á að eiga sitt
einkalíf i friði. Og fáir hafa
gefið eiginkonum þessara
manna nokkurn gaum, þó að
þær hafi ef til vill lagt á sig
einna rnest, andlega, í sam-
handi við þessar ferðir. Þess-
ar tunglferðir eiginmanna
þeirra hafa liaft gífurleg
áhrif á líf þeirra, og sérstak-
lega nú, eftir að læknar
NASA á Kennedy-höfða hafa
hannað tunglförunum að
geta með konum sínum börn
næstu tvö árin.
Rússarnir fóru nokkuð á
annan hátt að hér um árið;
þeir sendu konu út í geim-
inn og létu hana síðan gift-
asl einum geimfaranum á
eftir, og engar skaðlegar af-
leiðingar hafa komið í ljós
— liingað til, að minnsta
kosti. En það var nú bara út
i geiminn. Sámur frændi
sendi sína menn alla leið til
tunglsins og lét þá spígspora
þar um í dágóðan tima. —
Læknar hans þora ekki að
tefla á tvær hættur, sem von-
legt er, og því hafa þeir bann-
að tunglförum sínum að
eignast hörn næstu tvö árin.
Þó að nákvæmustu lækn-
isrannsóknir hafi ekki leitt í
ljós neitt sem geti hent til
þess að þeir Armstrong, Al-
drin, Collins, Bean, Conrad
og Gordon liafi komið með
tunglsýkla með sér heim úr
sumarfríinu, telja læknar
það ekki útilokað að þeir séu
einhvers staðar leyndir, og
því sé ekki óhætt að nokkur
„tungl“-börn fæðist fyrr en
að tveimur árum liðnum.
Og það sem gerir vanda-
málið enn erfiðara, er það að
allir geimfararnir og fjöl-
skyldur þeirra eru rómversk-
kaþólskir og mega því
alls ekki nota Pilluna.
Allir geimfararnir hafa eign-
azt börn áður með konum
sínum, og nú er alll útlit
Joan Aldrin.
fyrir að fleiri verði þau ekki
næstu tvö árin. í rauninni er
allt útlit fyrir að kynlíf geim-
faranna yfirleitt verði ákaf-
lega fátæklegt þangað til um
sumarið 1971 — nema páf-
inn gefi út þeim til handa
eitthvert sérstakt aflátsbréf.
☆
Janet Armstrong. }
Skírlífustu hjón í heimi: Joan
og Edwin Aldrin; Pat og Mike
Collins; Janet og Neil Arm-
strong.
4 Pat Collins.