Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 16
Um þessar mundir kemur út
á íslenzku bókin CATHERINE
OG ARNAUD eftir Juliette
Benzoni, en það er framhald
sögunnar CATHERINE, sem
kom út fyrir jólin í fyrra og
naut mikilla vinsælda. Sög-
urnar af Catherine gerast í
Frakklandi á 15. öld og segja
frá ungri stúlku af lágum stig-
um, sem hefst til vegs og
virSingar vegna óviSjafnan-
legrar fegurðar. Kvikmynd
hefur verið gerð eftir sögunni
og hafa frönsk blöð mikið
skrifað um hana engu síður
en söguna, en hvort tveggja
hefur vakið athygli. Með hlut-
verk Catherine fer franska
leikkonan Olga Georges-
Picot, sem hefur hlotið frægð
og skjótan frama fyrir fram-
úrskarandi leikhæfileika.
VIKAN birtir á þessari opnu
kafla úr hinni nýju bók, CAT-
HERINE OG ARNAUD.
Sögurnar af Catherine gerast í Frakklandi á 15. öld, eins og sjá má
af búningnum, sem Olga Georges-Picot klæðist, í gervi Catherine hinn-
ar fögru.
Catht
16 VIKAN 50 tbl