Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 15
Ég hefi oft furðað mig á því að ef nokkr- ar konur sitja saman i hóp, þá eru þær inn- an finnn mínútna farnar að ræða eitt og sama máleínið. Og það er ekki peningamál, pillan og börnin, heldur það sem virðist vera aðalvandamál þeirra, húshjálpin. Og þær eru sammála um flest: Það er eigin- lega útilokað að fá húshjálp. Hreingerning- arkonur standa ekki við stundinni lengur, þótt hægt sé að góma einhverja. Þær heimta of mikið kaup. Þær hreinsa yfir höfuð ekki það sem hreinsa þarf. Hreingerningakonur fást aðeins til að vera á þeim stöðum, þar sem aðrir hreinsa fyrir þær .... Einstaka sinnum heyrist annað hljóð, og einhver kvennanna heldur því fram að hún hafi frábæra húshjálp, hreinustu perlu, og þar að auki haft hana, — þá sömu, í mörg ár. Hvernig fer hún að því? Er það sérstak- ur hæíileiki? Sérstakur persónuleiki? Slembi- lukka? Hvað er það sem gerir það að verkum að konur, sem stunda hreingerningar, til að auka við tekjur heimilis síns, eða þá eru hreingerningarkonur af neyð, eru tryggar við eitt heimili, jafnvel í áraraðir, en forðast ann- að, eins og lieitan eldinn? Hversvegna eru sumar húsmæður alltaf í vandræðum, en aðr- ar bæði heppnar og ánægðar? Til að komazt að sannleikanum í þessu máli, gerðist ég hreingerningakona í tvær vikur. Eg tók mér nafnið Ivate O’Donnell, þvoði framan úr mér andlitsfarðan, og gleymdi meistaragráðunni. Ég setti auglýsingu í dagblaðið (innanbæjar- blaðið), og lét skrásetja mig á ráðningastofu fyrir allskonar húshjálp. Eg var varla komin heim úr þessum leið- angri, þegar reglulegt neyðarkal) kom, frá einni húsmóðurinni, sem varð fyrir þeim von- brigðum að hreingerningarkonan hennar kom ekki til vinnu. Eg hafði hugsað mér að eyða deginum. til að búa Ivate vel úr garði, hvað snerti vinnuföt og annað, en nú var enginn tími til þess. Eg fór því upp á loft til að leita að hentugum fatnaði. Eg fann gamalt pils, nokkrum þumlungum of sítt, drengja- skyrtu, hneppta upp í háls, og gömlu striga- skóna mína. Hárið greiddi ég frá andlitinu og stakk í það gömlum hárkambi, sem amma hafði átt. Og mér til mikillar ánægju fann ég stóra svuntu, sem Annie, okkar eigin elsku- lega heimilishjálp, geymdi þarna, til að láta okkur nota, þegar við gengum öll í árshrein- gerniugarnar. Svo fór ég í gamla kápu og tók mér stóra innkaupatösku í hönd. Ég var einna líkust Mary Poppins, og tilbúin í allt. Þessi fyrsti staður sem ég fór á, var nýtt einbýlishús. Það var nýtízkulegt, eiginlega sundurgerðarlegt. Þegar ég gekk eftir stígn- um upp að húsinu, sá ég að allt var flunku- nýtt. Það var ekki laust við að hrollur færi um mig, þegar ég hringdi dyrabjöllunni. Ég hefði líklega ekki átt að vera syona sérkenni- lega klædd. En unga konan, sem klædd var skraut- legum innislopp úr flaueli, leit varla til min. Hún kinkaði kolli og benti mér að elta sig. Eg hafði það á tilfinningunni að þótt ég hefði sagt að ég liéti Lucretia Borgia, þá hefði hún ekkert veitt mér meiri athygli, og sagt mér að hengja kápuna mína inn í kósta- skápinn, og draga þaðan út fulla fötu af tuskum. — Ég reikna ekki með að þér komizt yfir meira en baðherbergin, eldhúsið og svefn- herbergin, þegar þér komið svona seint. Hún varð ennþá fýlulegri á svipinn. — En hér er allt sem þér þurfið til vinnunnar. Þarna er fatan. Þetta ílát var nú ekki það sem ég hefði kallað fötu, frekar kerald eða stór ketill, svo belgviður að ég ætlaði aldrei að geta náð honum út úr skápnum. — Þér eruð ekki beint sterklega vaxin, sagði hún, með sama fýlusvipnum. Eg viðurkenndi þessa sorglegu staðreynd og hélt áfram að rogast með þessa svokölluðu fötu, sem ég að lokum náði út úr skápnum. — Jæja, sagði konan og beygði sig yfir fötúna, — þarna er allt sem þér þurfið. Hér er sápan fyrir keramikflisarnar, og þarna er hreinsiefni fyrir vinylflísarnar. Þetta er fægi- lögur fyrir ryðfría stálið, og þetta fyrir kop- arinn. Ilún tók upp eitt ílátið af öðru. — Þér megið alls ekki nota stálfægilöginn á koparinn. Og þetta er . . . . Ég reyndi að fvlgjast með; satt að segja reyndi ég af alhug. Ég var varla búin að átta mig á einu, þegar hún hóf það næsta á loft, ojjnaði einn skápinn af öðrum, með allskonar tækjum. Það var teppahreinsari, ryksuga, bónvél, og þetta átti ég að nota allt á vfirborðinu. Ég mundi á þessu augnabliki ekki eftir öðru vfirborði en yfirborð tungls- ns. Ég elti hana, og var sannarlega ekki létt í spori, með allt þetta drasl hangandi utan á mér. Þegar ég kom upp, sagði hún að það hefði verið óþarfi að taka bónkústinn upp, hann væri ætlaður aðeins fyrir eldhúsið og baðherbergið, svo hvarf hún. Þar sem hún hafði eiginlega storkað mér, sagt að ég gæti ekki komizt yfir nema nokk- uð af verkunum, þá fór ég í leik við sjálfa mig; ég hamaðizt við hvert herbergið af öðru, og tilkvnnti henni í hvert sinn sem ég hafði lokið við hvert fyrir sig. Ég þurfti yfir- leitt ekki að leita hana uppi, hún var alltaf við hendina, annaðhvort í dyragættinni eða rétt fyrir framan, þegar hún var ekki í sama herbergi og var hreinlega að hafa gát á því að ég' héldi áfranl við vinnuna. Þetta sparaði mér auðvitað mörg sporin. Viðbrögð hennar og tilsvör voru hvert öðru lík: — Tókuð þér stólinn fram, eða þá að það var borðið, til að ryksjúga á bak við til- greint húsgagn; eða hún sagði: — Þarna skild- uð þér einn blett eftir .... Henn varð aldrei á að segja eitt einasta orð til viðurkenning- ar. Þegar kominn var tími til að ég færi heim, þá hafði ég hreinsað baðherbergin, eld- húsið, dagstofuna, borðstofuna, öll svefn- herbergin og tómstundaherbergið, og hún ré.tti mér átta dollara og sagði: — Þér náðuð Framhald á bls. 36. 5°. tbi. viKAN 15 ég gerdist hreingern- ingnkonn Hér verður sagt frá því að ung húsmóðir (dul- búin) gerist hreingern- ingakona, til að kom- ast að því hversvegna sumar konur eru alltaf að leita að húshjálp og helzt aldrei á þeirri sem þær fá, en aðrar hafa sömu húshjálpina ár eftir ár og segjast hafa hreinustu perlu á heimilinu .... Hún segir sjálf frá. MARY MCSHERRY:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.