Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 12
EINMANAIEIKIIÚIAHNA
Það átti að taka frá henni einu iifandi veruna,
sem var henni til daglegrar huggunar.
Jólin hennar yrðu einmanlegri en nokkru
sinni fyrr.....
SMÁSAGA EFTIR EINAR SIBERG
Þunglamaleg, grá liúsin stóðu þétt saman meðfram mjórri
gangstéttinni. Mjög sjaldan náði sólin að senda geisla sína
yfir brött og sótug þökin, og þröng galan var eiginlega hálf-
myrkvuð.
Húsvörðurinn i númer 5 reyndi að sópa saman ruslinu i
lirúgu við göturæsið. Sópurinn þaut yfir slitnar hellurnar, en
ískaldur vindurinn feykti ruslinu í allar áttir og húsvörður-
inn gat ekkert ráðið við það. Að lokum gafst liann upp og
flýtti sér inn í dimmt portið.
Grænmetissalinn kom upp úr kjallaranum, og stökk út um
allt, til að tína saman epli, sem ultu lit um stétlina, úr kassa,
sem hafði fokið um koll.
Gamla konan, frú Sörensen, á fyrstu liæð, sat við glugg-
ann sinn. í götuspeglinum gat hún séð það sem fram fór á
götunni. Hún var glöð vfir því að hafa þennan götuspegil.
Það var ekki af forvitni, en hún hafði það á tilfinningunni
að hún fylgdist svolítið með lífinu fyrir utan ihúðina sína.
Þegar hún liallaði sér svolitið áfram, gat hún séð út í aðal-
götuna, þar sem strætisvagnar og bílar þutu framhjá, með
æðisgengnum hraða og hávaða.
Þetta var ekki sérlega skemmtilegur staður, en hún vildi
ckki flytja. Ilún Iiafði húið þarna í fjörulíu ár, og kunni vel
við hverfið og íbúana.
Fyrir þrem árum, þegar maðurinn hennar lézt, hafði Erik,
sonur hennar viljað fá handa henni minni og þægilegri íhúð.
íhúð með miðstöðvarhita og nýtízku þægindum, en hún liafði
afþakkað það. Ekki vegna þess að það yrði dýrara, Erik
liafði hoðizt til að borga mismuninn á leigunni, heldur vegna
þess að þetta var heimili hennar, hér átti liún svo margar
og góðar minningar, frá þeim dögum sem Henrik hjó með
henni hér.
Hún varj) öndinni mæðilega og leit til hundsins, sem Iá í
körfu við kolaofninn.
Nú vildi hún gjarnan flytja, og það var vegna hundsins.
En það var ekki liægt að fá íhúð með svo stuttum fyrirvara.
Fyrir mánuði síðan var skipt um eigendur að íbúðarhús-
inu. Nýi eigandinn var kaldur og tilfinningalaus maður, og
liann hafði miskunnarlaust heimlað að liundurinn yrði fjar-
lægður úr húsinu innan mánaðar. Hann hannaði öllum leigj-
endunum að hafa húsdýr.
Frú Sörensen liafði heðið fyrir hundinum sínum, sagt hon-
um hve einmana hún yrði án lians. En húseigandinn sagði
að það skipti ekki máli, honum kæmi það ekkerl við. Hund-
urinn yrði að fara, annars yrði hún sjálf að flytja.
Og á morgun yrði Tryggur tekinn frá lienni. Á nrprgun
átti maður frá húnaðarháskólanum að koma til að taka hann
af lífi.
— Vesalings Tryggur, vesalings litli Tryggur minn, and-
varpaði hún. Hundurinn leil á hana, sorgmæddum, hrúnum
augum. Hann skyldi ekki hvað angraði liana, en stóð upp úr
körfunni, tifáði til hennar og lagði hausinn í kjöltu hennar.
Hún strauk honum hliðlega og tárin runnu niður hrukkótt-
ar kinnarnar.
Hún hafði lningt til Eriks og Bentu, til að vita hvort þau
gætu eklci hjálpað lienni. En það var enginn heima, enginn
svaraði í símann. Hún liafði hringt mörgum sinnum, en án
árangurs. Þá mundi hún að þau höfðu farið til Mallorea, i
vetrarfrí.
Hún hafði fengið kort frá þeim, en hún var orðin svo
gleymin. Á kortinu hafði hún séð hvitan sandinn og pálma-
tré, og allt var svo dásamlega fallegt. Hún var líka glöð yfir
því að þau gátu veitt sér slík ferðalög. Hún fór að skoða
kortið og gá að því hvað stóð á því. Þau sögðu að veðrið væri
svo gott, og að Karin litla færi daglega í sjóinn. Hún skildi
hara ekki að þau skyldu þora að fara svona langt með harn-
ið, sem var aðeins þriggja ára. Þau skrifuðu líka að þau
væru ekki viss um að koma heim fyrir jól.
Þá vrði hún aftur alein um jólin. Árið áður höfðu Erik
og Benta lika verið á ferðalagi um jólin. Þau höfðu hoðið
henni að koma með þeim, Erik hafði góðar tekjur, en hún
gat ekki hugsað sér að fara upp í flugvél. Svo var það líka
Tryggur, hún hafði engan lil að annast hann, og ekki gat
hann verið einn.
Jólakvöldið hafði verið ósköp tómlegt. Hún liafði steikt
svolitla svínasteik, sem Tryggur horðaði bróðurpartinn af.
Síðan kveikti hún á litlu jólatré, og setli myndirnar af Ilen-
rik, Erik, Bentn og Karen litlu við tréð. Ilún liafði líka reynt
að svngja jólasálm, en einhver óþægilegur kekkur hafði kæft
röddina i hálsi liennar, svo hún lagði frá sér sálmabókina,
sal svo og horfði á kertin hrenna niður, með tár í augum.
Frá hinum íbúðunum i stigaganginum hafði hún heyrt
ungar og gamlar raddir, sameinast í jólasöngvum, og það
gerði hana ennþá meira einmana.
Hún sat lengi í myrkrinu, eftir að kertin voru hrunnin
12 VIKAN 50- tbI-