Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 46
erine hefði viljað gefa mörg ár af ævi sinni til að sjá hann opna augun og brosa. Koma nýs manns inn í herbergið, batt enda á þess- ar drungalegu liugsanir hennar og færðu hana aftur nær raunveruleikanum. Hinn nýkomni var þess háttar, að það fór ekki hjá því að lion- um væri veitt athygli. Hann var hávaxinn, grannur og ofurhtið álútur. Hann var langleitur, andlitsliúðin gul- leit, varirnar þykkar og rjóð- ar. nefið stórt og krókbogið, augun lítil undir loðnum augnabrúnum. Sítt, einkenni- lega fléttað hár náði honum niður á axlir og blandaðist að framan saman við skegg, sem til að sjá virtist samsett úr svartviðarspónum. Hann var klæddur í þykka, svarta skikkju með einkennilegum, gulum hring á bringunni, og Catherine starði á þennan hring, undrandi á svip. Mað- urinn sá hvert hún horfði, og hló stuttaralega. — óttizt þér börn Israels, Madame? Ég sver, að ég hef aldrei drepið bam og malað það duftinu smærra, ef þér haldið það. . . . Jacques Cæur greip fram i, áður en Catherine gæti svarað. — Rabbí Moshe ben Ye- liuda er lærðasti læknir i borginni. Hann nam við liá- skólann í Montpellier og það er enginn hæfari til þess en hann að sinna gesti minum. Ég hef oft leitað til hans sjálfur, því hann er bæði vit- ur og leikinn. — Er enginn kristinn læknir í þessari borg? spurði Xaintrailles og yggldi sig. — Ég hef heyrt, að Maitre Au- bert. ... — Maitre Aubert er asni, sem myndi drepa vin þinn auðveldlegar en allar pynt- ingar la Trémoille. Hebresk læknavísindi ganga næst Máriskum að lærdómi til. Þau eiga rætur að rekja til Salerno, þar sem hinn frægi Trotula hafði starfsemi sina. Meðan Jacques sagði þetta, gekk Moslie he Yehuda að rúminu og pírði augun á sjúklinginn. — Hann er meðvitundar- laus, sagði Catherine lágt. — Stundum opnar hann augun, en hann sér ekkert. Hann bablar þýðingarlaus orð. — Ég veit. sagði læknir- inn. — Maitre Cæur sagði mér það allt. Viljið þér fara frá. meðan ég rannsaka hann. Catherine vék, nauðug viljug, fáein skref. Henni þótti þessi stóra, svarta vera, sem laut yfir Arnaud, eins og illur fyrirboði. Hann var svo líkur illum anda. En hún komst ekki hjá því að dást að leikni hans, þegar langir, fimir fingurnir rannsökuðu likama særða mannsins, dvöldu við langar rákirnar á baki hans. Hann bað um hreint vatn í fat, og vin. Sara og Mahaut flýttu sér að sækja hvorttveggja. Hann þvoði sér um hend- urnar, áður en hann snerti andlit Arnauds. Catherine horfði á hann lyfta augna- lokunum varlega og rann- saka augun. Hann hlistraði lágt. — Er það alvarlegt? spurði hún mjóróma. — Ég skal ekki segja. Ég hef oft séð svona blindu hjá fólki, sem hefur verið of lengi í dýflissum. Ég lield að þetta sé bólga, sem stafar af slæmu fæði. sem þeim er gefið. Hijjpókrates kallaði þetta „keratis“. Þýðir það að hann verði alltaf — blindur? spurði Xaintrailles svo þján- ingarfullri röddu, að Calber- ine rétti honum huggandi liönd. Rabbiinn hristi svart- ar flétturnar. — Hver getur sagt um það? Sumir glata sjóninni, en aðrir fá liana aftur. Oft mjög fljótt. Svo er andanum hæsta fyrir að þakka, að ég kann fullvel að hugsa um sjúklinga af þessu tagi. Hann lét hendur standa fram úr ermum. Fyrst þvoði hann sárin vandlega úr víni, svo smurði hann á þau smyrslum úr sauðafitu, muldu reykelsi og terpentínu, og batt loks um þau með fínu líni. Siðan lagði hann bakstur úr kóngalilju og pálmalaufum yfir augu Ar- nauds með fyrirmælum um, að skipta daglega um bakst- ur. — Gefið honum geita- mjólk og huuang, sagði hann að lokum, þegar verkinu var lokið. — Gætið þess, að hann sé alltaf tandurhreinn. Ef hann finnur til, gefið honum þá nokkur korn af draumsól- eyjarfræjum. Ég skal skilja dálítið eftir af þeim. Og loks skuluð þið biðja Jave að miskunna sig yfir hann, þvi hann einn ræður lífi og dauða. — En komið þér ekki aft- ur á hverjum degi? spurði CatheHne undrandi, um leið og hann tók um liönd Ar- nauds. Rabbí Moshe brosti dauf- lega og svaraði ekki. Það var Jacques Cæur, sem svaraði, vandræðalegur í bragði: — Þvi miður getur hann ekki komið aftur. Rabbi Moshe verður að fara frá borginni í kvöld - ósamt trúfélögum sínum. Konungurinn hefur látið þau boð út ganga að við sólarupprás verði allir Júðar að vera komnir út úr borginni að viðlagðri dauða- refsingu. Ég hef þegar tafið brottfararundirhúning Rabbí Moshe. Dauðaþögn rikti að þess- um töluðum orðum. Cather- ine reis hægt á fætur og leit á víxl á Jacques og lækninn. — En — hvers vegna? Xaintrailles svaraði með iskulda: — La Trémoille fær aldrei nóg gull. Þess vegna lítur út fyrir. að liann liafði 46 VIKAN 50- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.