Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 6
MARY QUANT
SNYRTI-
VÖRUR
Eru heimsþekkt gæðavara framleidd AÐ-
EINS úr beztu hugsanlegum efnum, óskað-
legum húð yðar. Spyrjið þann sem reynt
hefur til dæmis ...
NATURETINT
MAKE UP
TITCH NAIL
POLISH
PERFUME MILK
Jólagjöfin „FYRIR HANA” er snyrtivörur frá
MARY QIJAMT
★ EYE GLOSS ★
★ TEAR PROOF
MASCARA ★
★ LIPSTICK ★
Fást hjá:
© KARNABÆR
KLAPPARSTIG 37, REYKJAVIK
SÍMI 12937.
★ APÓTEK VESTURBÆJAR ★ KF. ÞING. HÚSAVÍK
★ LAUGARNESAPÓTEK ★ FÖNN, NESKAUPSSTAÐ
★ BORGARAPÓTEK ★ KF. A-SKAFTFELLINGA
★ KYNDIL, KEFLAVÍK HÖFN, HORNAFIRÐI
★ DRANGEY, AKRANESI ★ PARÍSARBÚÐIN,
★ SUNNU, ÓLAFSVÍK VESTMANNAEYJUM
★ SNYRTIVÖRUV. ÍSAFJ ★ VERZL. KAROLÍNU ÞORST.
★ TÚNGÖTU 1, SIGLUFIRÐI SEYÐISFIRÐI
★ VÖRUSALAN, AKUREYRI ★ HAFNARBÚÐIN,
★ APÓTEK SAUÐÁRKRÓKS HAFNARFIRÐI
★ KF. HÚNV. BLÖNDUÓSI
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
BJÖRN PÉTURSSON & CO. H.F.
LAUFÁSVEG 16 - SÍMI 19847.
Góðar kökuuppskriftir
Kæri Póstur!
Ég hef verið tryggur lesandi
Vikunnar um margra ára skeið,
og hún er orðirm ómissandi þátt-
ur í lífi mínu, rétt eins og út-
varp og sjónvarp. Ég hef stund-
um skrifað þér áður og gjarn-
an sent þér tóninn hressilega, ef
mér hefur mislíkað eitthvað. En
það er ekki réttlátt að láta ein-
göngu heyra í sér, ef maður er
óánægður, en þegja þunnuhljóði,
þegar manni líkar. Þess vegna
sezt ég niður og sendi þér kveðju
mína. Og erindi mitt er að þessu
sinni að hæla Vikunni svolítið,
og þá fyrst og fremst fyrir jóla-
baksturinn í ár. VIKAN hefur
reyndar alltaf gert honum nokk-
ur skil, en að mínum dómi aldrei
betur en nú. Það var vel til fund-
ið að leita til ungra húsmæðra
og láta þær koma með uppá-
halds uppskriftirnar sínar. Með
þessu móti er tryggt að um er
að ræða góðar uppskriftir, sem
hafa oft verið bakaðar og gefizt
vel.
Það hefur margt fleira gott
efni verið í Vikunni að undan-
förnu svo sem framhaldssagan
„Fjarri heimsins glaumi“, fram-
haldsgreinarnar um Ibsen gamla
og sitthvað fleira. Mér þótti
reyndar popstjarnan svona og
svona, en dóttir mín var stór-
hrifin.
Með beztu kveðjum.
Heimafrú.
Guðlast eða spaug?
Kæri Póstur!
Mig langar til að koma svolít-
illi aðfinnslu á framfæri við þig.
Sumum kann að finnast hún lít-
ilvæg, en mér finnst hún skipta
miklu máli. Á forsíðu í síðustu
Viku stóð með stórum, hvítum
stöfum: „Nýi guðinn: Björgvin“.
Nú fer að sjálfsögðu ekki milli
mála við hvern er áttt, því að
öll þjóðin þekkir hinn unga dæg-
urlagasöngvara, Björgvin Hall-
dórsson. Hún hefur ekki komizt
hjá því að kynnast honum, sér-
staklega eftir að sjónvarpið helg-
aði honum næstum allan tán-
ingaþáttinn sinn. En hvað um
það. Það sem ég kann alls ekki
við og margir fleiri, sem ég hef
talað við, er það uppátæki Vik-
unnar að kalla strákinn guð! —
Mér finnst þetta vera argasta
guðlast og sízt til fyrirmyndar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sigríður.
Við höfum heyrt það víðar en í
þessu bréfi, að ekki hafi ofan-
g-reind fyrirsögn vakið hrifningu
allra. En flestir vita hversu mik-
il aðdáun unga fólksins er á
stjörnum sínum. Það er beinlín-
is um átrúnað að ræða, þótt hann
endist ekki alltaf lengi. Það skal
játað, að réttara hefði verið að
tala um átrúnaðargoð en ekki
guð, þótt hafa beri í huga, að
auðvitað var þetta sagt meira í
gamni en alvöru. Að minnsta
kosti datt okkur ekki í hug, að
við yrðum sakaðir um guðlast.
Upp með sokkana
Kæri Póstur!
Ég sezt nú niður og skrifa þér
í fyrsta sinn á minni lífsleið.
f laginu „Jói útherji", sem Om-
ar Ragnarsson syngur, er svo-
hljóðandi setning: Ólafur, upp
með sokkana! En sumir segja að
hún sé svona: Þórólfur, upp méð
sokkana! Og nú spyr ég þig, Vika
mín, hvort er réttara?
Ég vona að þú svarir þessu
fljótt því hér er um veðmál að
ræða. Og að síðustu hin sígilda
spurning: Hvernig er skriftin?
Kærar þakkir.
Ein 16 ára.
Þórólfur Beck er einna frægast-
ur knattspyrnumaður hérlendis
um þessar mundir eða var það
að minnsta kosti til skamms
tíma. Það er hví líklegt, að nafn
hans sé æpt á plötunni. Annars
er erfitt að greina það, enda um
hróp að ræða. Póstinum hefur
alltaf heyrzt sagt „Þórólfur, nið-
ur með sokkana". Ef þið hafið
hins veear lagt mikið undir, þá
er kannski vissara að hafa sam-
band við Ómar Ragnarsson sjálf-
an eða útgefanda hans, Svavar
Gests.
Buxnaklæðnaður
fyrir fullorðna
Kæra Vika!
Beztu þakkir fyrir allt gamalt
og gott. Framhaldssagan „Kvöld-
ið fyrir brúðkaupið“ var geysi-
spennandi og nýja sagan um
piltagullið hana Batshebu er
skínandi saga. En það sem mér
nú liggur á hjarta, er buxna-
tízkan. Þú leitaðir nýlega álits
nokkurra kvenna á henni og
6 VIKAN 50- tbl-