Vikan


Vikan - 29.01.1970, Síða 6

Vikan - 29.01.1970, Síða 6
Tll ALLRA FERÐA Dag- viku- og mánaöargjald SL LÆKKUÐ LEIGUGJÖLD 220*22 Fa BÍLALEIGAX 'A iAit; RAUÐARÁRSTÍG 31 Deiluefnið eilífa Kæri Póstur! Ef frá er skilin brúðkaups- veizlan eilífa í Þjóðleikhúsinu hefur ekki verið um annað meira rifizt á nýbyrjuðu ári en áratug- inn; hvort honum hafi lokið um síðustu áramót eða hvort honum Ijúki ekki fyrr en um næstu áramót. Reiðinnar ósköp eru menn búnir að rífast um þetta lítilræði, sem að mínum dómi liggur svo í augum uppi, að ekki þarf að deila um það! En það sem kemur mér mest á óvart og er höfuðástæðan til þess, að ég sezt niður og skrifa þetta bréf, er sú staðreynd, að meirihluti þeirra manna, sem tekið hafa þátt í rifrildinu um þetta „stór- mál“ eru þeirrar skoðunar, að áratugnum ljúki ekki fyrr en um næstu áramót. Á þessa skoðun get ég alls ekki fallizt og mér finnst hún fjarri öllu lagi; svo fjarri, að’ ég er orðinn bæði reið- ur og leiður á að lesa þetta enda- lausa, dómadags kjaftæði. Tímatal okkar miðast við fæð- ingu frelsarans og þar af leið- andi er miðað við árið 0 en ekki 1. Kristur fæddist væntanlega ár- ið 0 en ekki 1. Þess vegna var fyrsti áratugurinn í upphafi lið- inn um leið og árið 10 gekk í garð. Ef menn trúa þessu ekki, þá geta þeir einfaldlega fengið sér blað og blýant, skrifað á það tölurnar frá 0 til 10 og talið bil- in á milli þeirra og séð svo hver útkoman verður! Mér finnst þetta svo einfalt mál, að einung- is skussar ættu að ruglast í svona löguðu. Falsspámennirnir gerðu gys að blaðamönnum fyrir að rifja upp helztu atburði áratugsins, án þess að hanr væri liðinn. í þessu sambandi má benda á, að öll helztu blöð. bæði dagblöð og vikublöð, í Evrópu og Ameríku gerðu þetta sama: tóku áratug- inn til meðferðar, þar sem hon- um væri nú lokið og áttundi tug- ur aldarinnar hafinn. Er nú lík- legt að öllum þessum virtu blöð- um skjátlist? Á það hefur verið bent, að aðrar þjóðir nefni ára- tugi öðrum nöfnum en við, til dæmis Danir og Englendingar. En það kemur þessu máli ekk- ert við, og það er ekki verið að rugla neinu saman við þau heiti. Alls staðar í heiminum er álitið, að sjöundi tugurinn hafi verið liðinn um síðustu áramót og þess minnzt á verðugan hátt, og hvergi upphófst neitt rifrildi um þetta sjálfsagða mál — nema á Islandi, en vel að merkja er það gáfaðasta þjóð veraldar og þótt víðar væri leitað. Ég bið þig, Póstur góður, að birta þetta bréf fyrir mig. Með því vil ég reyna að kveða þenn- an leiðindadraug niður í eitt skipti fyrir öll, en auðvitað tekst ekki að koma viti fyrir hinn stóra hóp sérvitringa, þrákálfa og karpara. sem virðist öllu ráða hér á landi. Ég hef aðeins séð eina grein um þetta mál, þar sem mér virtist skynsamur mað- ur halda á penna. Þessi grein var í Staksteinum Morgunblaðsins skömmu eftir áramótin. Að svo mæltu sendi ég þér kveðju guðs og mína og bið þig vel að lifa og blessast á áttunda áratugnum og þakka þér samver- una á þeim sjöunda. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Tölvís. Við þökkum þetta skorinorða bréf og bréfritara hefur tekizt að sannfæra okkur með tölvísi sinni, hvað sem öðrum kann að þykja. Stórt nef - og myndarlegt Kæri Póstur! Ég ætla nú að leita til þín með vandamál mitt eins og svo marg- ir gera. Þannig er að ég er með óskaplega stórt nef. Þetta hefur háð mér mjög mikið, ég er með minnimáttarkennd út af því og ákaflega spéhrædd. Til dæmis ef einhverjir eru að hvíslast á og flissa þar sem ég er nálægt, dett- ur mér strax í hug að það sé verið að hæðast að mér. Þess vegna ætla ég að spyrja þig hvort það sé nokkur læknir hér á landi sem tekur að sér að laga svona andlitslýti og ef svo er, hvert er þá nafn hans? Einn- ig langar mig að vita hvort það sé mjög dýrt að láta gera þann- ig aðgerðir. Ég vona að þú svarir þessu bréfi, því það er svo mikið í húfi fyrir mig. Með fyrirfram þakklæti. G. J. P.S. Ég skrifaði nafn mitt und- ir vegna þess að það er víst ókurteisi að skrifa nafnlaus bréf, en ef þú skyldir svara þessu bréfi, bið ég þig að birta aðeins upphafsstafina í nafninu mínu. Sama. Ekki vitum viff til, að slíkar að- gerðir hafi verið gerðar hér á landi, nema ef til vill eftir slys. Þetta er gert erlendis, sérstak- lega við kvikmyndastjömur og 6 VIKAN 5-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.