Vikan


Vikan - 29.01.1970, Side 8

Vikan - 29.01.1970, Side 8
BIBLlAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLlAN — RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, liefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK iflfjh MIG DREYMDI Að giftast gömlum frænda sínum Kæri dra'amráðandi! Þennan draum langar mig að biðja þig að ráða fyrir mig. Eg hef áður sent þér draum, og hann kom alveg fram eins og þú sagðir. Fyrst fannst mér ég vera stödd heima hjá mér og uppi í rúmi, og það var hálf dimmt. Mér fannst þetta vera að næturlagi, og ég vissi að á morgun ætlaði ég að gifta mig manni, sem er náfrændi minn og þar að auki giftur fyrh' og miklu eldri en ég. Ég var nú samt að vona, að það hefði verið strákur. sem ég var einu sinni með, sem ég ætl- aði að giftast. Allt í einu sé ég skókassa fyr- ir framan rúmið mitt og opna hann. í honum eru einhverjir skór og giftingarhringur með snúru fyrir framan. Þá mundi ég, að mamma hafði ætlað að kaupa hringinn fyrir mig. Eg tek hringinn og set á fingur mér, en þá segir amma, sem sat á stól við rúmið mitt: Fyndist þér ekki skemmti- legra, að mannsefnið þitt væri viðstatt, þegar þú setur upp hringinn? Eg segi: — Nei nei. Við ákváðum að hafa þetta svona frumlegt. Svo næsta dag átti athöfnin að fara fram klukkan tvö, og ég var að verða alltof sein. Þá sé ég allt í einu, að kjóllinn sem ég ætlaði að vera í er ekki nema hálf saumaður, svo að ég verð alveg í vandræðum með í hverju ég eigi að vera. Ég er nú samt kom- in í einhvern kjól, dökkbláan með hvítan kraga, en mamma er ekki ánægð með hann, svo að hún segir: — Áttu ekki einhverja pen- inga? Jú, ég segist eiga þá. Þá segir hún: — Við kaupum bara kjól í hvelli! Við leggjum svo af stað að kaupa kiólinn, en við það vakn- aði ég. Ekki má gleyma að taka það fram, að allan drauminn var éa að vona að það væri heldur strákurinn, sem ég var með einu sinni, sem ég ætlaði að giftast, því mér fannst ólíklegt að þetta hiónaband blessaðist nokkurn tíma. Líklega er þessi draumur fyrir einhverjum erfiðleikum, sem virðast torleystir við fyrstu sýn, en síðan rætist miklu betur úr öllu saman en á horfðist. Við lausn vandans nýtur þú aðstoð ar frænda þíns, og það mun koma þér mjög á óvart, að þú skulir njóta hjálpar úr þeirri átt. Greinar og krans Kæra Vika! í júlí í sumar dreymdi mig draum, sem mig iangar til að biðja ykkur að ráða. Mér fannst ég og eldri systir mín vera stadd- ar í sveit. Við vorum í húsi, þar sem þannig hagaði til, að tvær litlar forstofur lágu hlið við hlið. Við vorum sín í hvorri og stóð um í opnum dyrum og horfðum út. Mér finnst vera rökkur úti, en kyrrt og fagurt veður, dögg á grasi og hlýtt. Mér finnst ég fara út og tína þrjú blá blóm og greinar með fallegum grænum blöðum. Ég fer með þetta inn í forstofu og loka. Síðan læt ég greinarnar í sitt hvort horn for- stofunnar út frá hurð að ofan, en útbý krans og læt hann á hurðina. Hurðin var með litlum rúðum. Síðan sting ég einu blómi í hvora grein og einu í krans- inn. En um leið og ég tylli blóm- unum í, breiða þau út krónuna og verða stór eins og drykkjar lófi og svo djúpblá með glitr- andi dögg eins og perlur. Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt vak- andi. En síðan lít ég yfir til syst- ur minnar. Þá hafði hún gert al- veg eins og ég nema hvað henn- ar blóm voru rauð. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. K. G. Þetta er sannarlega fallegnr draumur og hagstæffur eftir því. Þaff er fyrir hamingju í ástamál- um aff dreyma aff maffur sé að tína blóm. Ef kona sér í draumi blóm breiffast út og verffa fagurt er þaff henni fyrir barneign og glæsilegri framtíff. Og ekki er kransinn lakara tákn, þótt ein- hver kynni aff hafa haldiff þaff. Krans boffar hjónaband og aff binda krans táknar vinsældir og gott umtal. — Bíddu bara við. Bráðum verður líf og fjör hér í borg- inni. 8 VIKAN 5-tbl- Baugalín.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.